Risaeðlur og fyrsta hanagal 29. apríl 2007 12:00 Sveitin hefur gjarnan forgöngu um kynningu nýrra verka hér á landi. Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira