Tíska og hönnun

Opnar vefsíðu fyrir hármódel

Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð.

Tíska og hönnun

Næsta stjórstjarna tískuheimsins

Bandaríska fyrirsætan Chanel Iman er talin vera næsta ofurstjarna tískuheimsins. Hún er fædd árið 1990, ólst upp í Los Angeles og á móðir hennar ættir að rekja til Kóreu. Iman hóf fyrirsætuferil sinn aðeins þrettán ára gömul og var þá strax komin á skrá hjá Ford-skrifstofunni. Iman hefur viðurkennt að hana hafi ávallt langað til að starfa sem fyrirsæta, en þess má geta að Chanel Iman er hennar raunverulega nafn.

Tíska og hönnun

Lífgið upp á útlitið með fallegum mynstrum

Lífgið upp á innihald fataskápsins fyrir vorið með skemmtilegum mynstruðum flíkum. Blómamynstur, rendur, ættbálkamynstur, doppur og óreglulegt mynstur, þitt er valið. D&G og Etro voru jafnframt óhrædd við að blanda saman ólíkum mynstrum frá toppi til táar og því ættu tískuunnendur að vera óhræddir við að gera slíkt hið sama.

Tíska og hönnun

Indíánamynstur & litagleði

Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum.

Tíska og hönnun

Topp tíu fyrir vorið

Vorið er handan við hornið og vortískan er farin að læðast inn í verslanir. Sólin hækkar á lofti og vorlaukar hafa skotið upp kollinum víða. Föstudagur ákvað að fara á stúfana og finna út hvað væri nauðsynlegt að eignast fyrir vorkomuna.

Tíska og hönnun

Clarins notar íslenskt kál

Franski snyrtivörurisinn Clarins notar íslenskt skarfakál í nýtt andlitskrem. Íslendingar hafa lengi notað skarfakál sér til heilsubótar. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinnar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri.

Tíska og hönnun

Sér fötin fyrir sér

Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára.

Tíska og hönnun

Dolce & Gabbana alsett stjörnum

Stjörnukjólar, -kápur og -bindi eru það sem koma skal samkvæmt Dolce & Gabbana. Þeir Domenico Dolce og Stefano Gabbana sýndu á sér nýja og nokkuð ærslafulla hlið á tískuvikunni í Mílanó í síðustu viku. Þar voru stjörnur í aðalhlutverki og sáust þær jafnt á klæðnaði og fylgihlutum.

Tíska og hönnun

Litlir víkingar og vígalegar valkyrjur

Ný lína af íslenskum víkingabúningum frá hönnuðum barnafatalínunnar Húnihún er væntanleg á markaðinn um helgina. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönnuður og Diljá Jónsdóttir klæðskeri eru hönnuðir drengjafatalínunnar Húnihún í Kirsuberjatrénu. Núna hafa þær bætt við línuna víkingabúningum.

Tíska og hönnun

Ekki búningur en í áttina

Mér þykir gaman að klæðast einhverju sem ég finn að kemur mér í stuð, en ég klæði mig þó aldrei í neitt annað en það sem mér líður vel í,“ segir Kristín Bergsdóttir tónlistarkona.

Tíska og hönnun

Framúrstefna frá Færeyjum

Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI var á meðal þeirra skandinavísku tískumerkja sem sýndu línur sínar á nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Merkið er upprunalega frá Færeyjum en hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og þykir hönnun þess dökk og framúrstefnuleg.

Tíska og hönnun

Andlit kynlausrar tísku

Serbneska fyrirsætan Andrej Pejic hefur heillað tískuheiminn undanfarna mánuði en hann vakti fyrst athygli er hann sýndi fötin hjá hönnuðinum Jean Paul Gaultier í desember síðastliðinn. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt.

Tíska og hönnun

Innblásið af íslenskri hefð

Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla.

Tíska og hönnun

Spáir mikið í falleg föt

Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn.

Tíska og hönnun

Stökkpallur fyrir hönnuði

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður keppir í Designers Nest í Kaupmannahöfn. Keppnin er þar hluti af árlegri tískuviku sem þúsundir hönnuða, söluaðila og blaðamanna hafa boðað komu sína á.

Tíska og hönnun

Vekur athygli tískuheimsins

Ari Helgason er stofnandi fyrirtækisins Fabricly sem er ætlað að aðstoða fatahönnuði við að koma fatalínu sinni markað. Ari er búsettur í New York og stofnaði Fabricly í byrjun síðasta árs. Móttökurnar hafa að hans sögn verið mjög góðar bæði meðal hönnuða og kaupenda enda fer fyrirtækið nýjar leiðir í framleiðslu og sölu á tískufatnaði.

Tíska og hönnun

Arftaki Grace Kelly

Augu heimsbyggðarinnar eru á Ólympíusundstjörnunni Charlene Wittstock eftir að hún og Albert fursti af Mónakó opinberuðu trúlofun sína síðasta sumar.

Tíska og hönnun

Hlakka til að hitta nemendurna

Förðunarskólinn Beautyworld hefur verið settur á laggirnar og mun kenna á snyrtivörurnar frá Bobbi Brown. Hugmyndafræðin á bak við vörurnar er sú að hver kona geti litið út eins og hún sé með lýtalausa húð, noti hún réttan farða.

Tíska og hönnun

Fjaðrir og tjull

Tískuvikunni í París lýkur í dag en þar hafa tískuhúsin sýnt Haute Couture línur sínar fyrir vor 2011. Línurnar voru stórkostlegar og flíkurnar ýktar og mikilfenglegar að venju.

Tíska og hönnun

Golden Globe: Fölir litir og einföld snið

Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles á dögunum og að venju hefur mikið verið pælt í klæðnaði leikkvennanna. Pastellitir og fölir litatónar voru ríkjandi á rauða dreglinum í ár en inni á milli mátti sjá sterkari liti líkt og rauða kjóla January Jones og Christinu Hendricks.

Tíska og hönnun

Nýir tískustraumar í vor

Kjólar við síðbuxur verður það heitasta í vor ef marka má tískuskríbenta en mikið hefur verið fjallað um þennan tískustraum á erlendum bloggsíðum. Tískuhús á borð við Dries Van Noten, Givenchy, Cerruti og Whyred sýndu meðal annars slíka samsetningu á tískupöllunum í haust en þó hugmyndin sé sú sama eru útfærslur tískuhúsanna ólíkar.

Tíska og hönnun

Besta og versta af Chloé Sevigny

Leikkonan Chloé Sevigny hefur lengi verið talin ein sú smekklegasta í bransanum. Hún fer ótroðnar slóðir við klæðaval og hefur oftar en ekki verið langt á undan straumnum. En þeir bestu geta einnig stigið feilspor og ef litið er yfir farinn veg má sjá að ungfrú Sevigny á sína góðu og slæmu daga.

Tíska og hönnun