Afl til breytinga 23. ágúst 2011 20:00 Sóley Stefánsdóttir flytur pistla um hönnun á RÚV. Fréttablaðið/Stefán „Það er talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um hönnuði, hlutina þeirra og hvað þeir eru að gera. Mig langaði hins vegar til að fjalla um hönnun í víðara samhengi, hvað er hönnun? Hvar liggja verðmætin? Hvernig hönnun getur nýst í stærra samhengi?" útskýrir Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður, en hún flytur vikulega pistla í Ríkisútvarpinu um hönnun. Pistlarnir eru á dagskrá í þættinum Víðsjá á miðvikudögum klukkan 17.03 og hafa þrír pistlar þegar farið í loftið. „Ég byrjaði á að fjalla um hvað hönnun er, svo tók ég umhverfismál fyrir, hönnun sem vandamál og hönnun sem lausn og í þriðja pistlinum talaði ég um arðsemi hönnunar fyrir samfélagið," segir Sóley. „Í framhaldinu langar mig að fjalla um hönnun og þróunarstarf og verkefni sem hönnuðir hafa unnið í innri uppbyggingu samfélags, svo sem í heilbrigðiskerfinu," bætir Sóley við, en alls verða pistlarnir 6. „Eins er ég að vinna verkefni þar sem ég held því fram að hönnun sé afl til breytinga, til dæmis til jafnréttis, að hægt sé að skoða veröldina með hugmyndafræði hönnunar, líka kynjaða hugmyndafræði, og nota hönnun til að þoka okkur í rétta átt í jafnréttismálum." Sóley situr fyrir hönd menntamálaráðuneytisins í nefnd um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland ásamt Höllu Helgadóttur og Sigurði Þorsteinssyni. Nefndin hóf störf í byrjun þessa árs og segir Sóley vinnuna ganga vel. „Við vorum með hugmyndafund í upphafi sumars. Þar var fulltrúum hönnuða og atvinnulífs stefnt saman og fagfélög hönnuða kynntu sínar hugmyndir. Næstkomandi föstudag verður síðan haldin ráðstefnan Nýr farvegur, í Hörpunni. Hún er frekar miðuð að viðskiptalífinu og stofnunum, og reynt verður að varpa ljósi á möguleika hönnunar og einnig að auka tiltrú á þeim verðmætum og tækifærum sem liggja í hönnun," útskýrir Sóley. Í kjölfar ráðstefnunnar mun nefndin skrifa stefnu fyrir hönnun á Íslandi. Sóley hefur því verðugt verkefni fyrir höndum. En hlustar fólk á pistla um hönnun í útvarpi? „Já, ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki á förnum vegi. Það er líka skemmtileg reynsla að vinna í útvarpi og áskorun hvernig ég á að koma því sem ég vil segja til skila án þess að sýna myndir, því hönnun er frekar myndrænt fag. En vonandi geri ég eitthvert gagn," segir Sóley hlæjandi. Næsti pistill verður á dagskrá klukkan 17.03 á miðvikudaginn en eldri pistlana má nálgast á heimasíðu RÚV. Upplýsingar um ráðstefnuna á föstudaginn sem er öllum opin, er að finna hér á vef Hönnunarmiðstöðvar. heida@frettabladid.is Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Það er talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um hönnuði, hlutina þeirra og hvað þeir eru að gera. Mig langaði hins vegar til að fjalla um hönnun í víðara samhengi, hvað er hönnun? Hvar liggja verðmætin? Hvernig hönnun getur nýst í stærra samhengi?" útskýrir Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður, en hún flytur vikulega pistla í Ríkisútvarpinu um hönnun. Pistlarnir eru á dagskrá í þættinum Víðsjá á miðvikudögum klukkan 17.03 og hafa þrír pistlar þegar farið í loftið. „Ég byrjaði á að fjalla um hvað hönnun er, svo tók ég umhverfismál fyrir, hönnun sem vandamál og hönnun sem lausn og í þriðja pistlinum talaði ég um arðsemi hönnunar fyrir samfélagið," segir Sóley. „Í framhaldinu langar mig að fjalla um hönnun og þróunarstarf og verkefni sem hönnuðir hafa unnið í innri uppbyggingu samfélags, svo sem í heilbrigðiskerfinu," bætir Sóley við, en alls verða pistlarnir 6. „Eins er ég að vinna verkefni þar sem ég held því fram að hönnun sé afl til breytinga, til dæmis til jafnréttis, að hægt sé að skoða veröldina með hugmyndafræði hönnunar, líka kynjaða hugmyndafræði, og nota hönnun til að þoka okkur í rétta átt í jafnréttismálum." Sóley situr fyrir hönd menntamálaráðuneytisins í nefnd um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland ásamt Höllu Helgadóttur og Sigurði Þorsteinssyni. Nefndin hóf störf í byrjun þessa árs og segir Sóley vinnuna ganga vel. „Við vorum með hugmyndafund í upphafi sumars. Þar var fulltrúum hönnuða og atvinnulífs stefnt saman og fagfélög hönnuða kynntu sínar hugmyndir. Næstkomandi föstudag verður síðan haldin ráðstefnan Nýr farvegur, í Hörpunni. Hún er frekar miðuð að viðskiptalífinu og stofnunum, og reynt verður að varpa ljósi á möguleika hönnunar og einnig að auka tiltrú á þeim verðmætum og tækifærum sem liggja í hönnun," útskýrir Sóley. Í kjölfar ráðstefnunnar mun nefndin skrifa stefnu fyrir hönnun á Íslandi. Sóley hefur því verðugt verkefni fyrir höndum. En hlustar fólk á pistla um hönnun í útvarpi? „Já, ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki á förnum vegi. Það er líka skemmtileg reynsla að vinna í útvarpi og áskorun hvernig ég á að koma því sem ég vil segja til skila án þess að sýna myndir, því hönnun er frekar myndrænt fag. En vonandi geri ég eitthvert gagn," segir Sóley hlæjandi. Næsti pistill verður á dagskrá klukkan 17.03 á miðvikudaginn en eldri pistlana má nálgast á heimasíðu RÚV. Upplýsingar um ráðstefnuna á föstudaginn sem er öllum opin, er að finna hér á vef Hönnunarmiðstöðvar. heida@frettabladid.is
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira