Skoðun

Undur jólanna!

Gunnar Jóhannesson skrifar

Jólunum er lokið. Sennilega lauk þeim fyrir þó nokkru síðan hjá allflestum. En miðað við hina klassísku 13 jóladaga lauk jólahátíðinni formlega á laugardaginn var, á þrettándanum

Skoðun

Þjóðar­sátt – um hvað og fyrir hverja?

Þórarinn Eyfjörð skrifar

Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild.

Skoðun

Afglapavæðing?

Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar

Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í samfélaginu þegar íbúar lítils bæjarfélags eins og Seyðisfjarðar þurfa að fara í flókinn og rándýran málarekstur til að mæta ofríki og beinlínis lögbrotum stjórnvalda.

Skoðun

Raun­hæfar kjara­bætur í sjón­máli

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Að hækka laun án þess að til hafi orðið aukin verðmæti, þýðir ekki kjarabætur heldur verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir alla, sérstaklega þá sem síst skyldi. Það nægir ekki að hafa góðar tekjur ef föstu útgjöldin eru hærri. Ef bæta á kjörin þarf að auka það sem er til skiptanna.

Skoðun

Gjör rétt - þol ei ó­rétt!

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það er mér algerlega lífsins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Skoðun

Sam­vinnu­verk­efni um lægri verð­bólgu og vexti

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. 

Skoðun

Á­lit og á­skoranir vegna hval­veiða

Orri Páll Jóhannsson skrifar

Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar.

Skoðun

Gegn þjóðarmorði?

Guðjón Idir skrifar

Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar.

Skoðun

Mennska og mann­réttindi

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra.

Skoðun

Fé­lags­lækningar og frelsi til bata

Elsa Kristín Sigurðardóttir skrifar

Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning.

Skoðun

Komum fólki undan morðingjum Ísraelshers - Opið bréf til fé­lags­mála­ráð­herra

Hjálmtýr Heiðdal og Sema Erla Serdaroglu skrifa

Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu.

Skoðun

Heil­brigt raf­orku­kerfi og orku­skortur

Marinó G. Njálsson skrifar

Vel er þekkt, að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar nota vanþekkingu fólks til að búa til sviðmyndir sem ekki standast. Í þeim sporum er umræðan um raforkumál þjóðarinnar. Hugsanlega eru einhverjir stjórnmálamenn að gera út á popúlisma, sem er grafalvarlegur hlutur í jafn flóknu máli og hér á við.

Skoðun

Ráð­leggingar um matar­æði – hverju á maður að trúa?

Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Umræða um lífsstíl og mataræði er ávallt áberandi þegar nýtt ár gengur í garð. Að vilja gera breytingar til hins betra í þessum efnum er jákvætt, en um leið er mikilvægt að gera slíkar breytingar á grundvelli gagnlegra og gagnreyndra ráðlegginga.

Skoðun

ONE um allan heim

Einar G Harðarson skrifar

Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í.

Skoðun

Van­líðan verður vinur þegar maður fæst við baknag

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Leikskólalífið er fremur einfalt. Þegar börn gráta, þá er ekki málið að leyfa þeim bara að sitja áfram grátandi út í eitt. Maður sýnir þeim að einhver sé til staðar fyrir þau, knúsar þau ef þau vilja það og dregur djúpt að sér andann til að hvetja þau til að gera hið sama.

Skoðun

Hálku­slys

Sigurður H. Guðjónsson skrifar

Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.

Skoðun

Hvernig tryggjum við orkuöryggi þjóðar til fram­tíðar?

Tómas Már Sigurðsson skrifar

Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð.

Skoðun

Bifreiðastyrkir til fólks með hreyfi­hömlun hækkaðir í fyrsta sinn í 8 ár

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum.

Skoðun

Orkuskiptaárið 2023

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi.

Skoðun

Há­skóli al­þýðunnar, vett­vangur heil­brigðra skoðana­skipta, verk­stæði fjöl­breyttra fram­kvæmda og staður stórra drauma

Páll Steingrímsson skrifar

Það kom mér ekki á óvart að útvarpsstjóri stakk nýjustu tíðindunum um Ríkisútvarpið undir stólinn í gamlársdagsávarpi sínu en reyndi þess í stað að telja fólki trú um að stofnunin sem hann stýrir sé mikilvæg okkur almenningi og ekki bara það, heldur „RÚV okkar allra, fyrir þig.“

Skoðun

Enn fer mig að klæja

Einar Helgason skrifar

Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum.

Skoðun

Gleymum ekki grund­vallar­at­riðum

Sigríður Mogensen skrifar

Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða lífsgæða á Íslandi. Þetta virðist oft, og sífellt oftar, gleymast í samfélagsumræðunni.

Skoðun

Vafa­samt lög­mæti niður­fellingar per­sónu­af­sláttar ör­yrkja og elli­líf­eyris­þega sem eru bú­settir er­lendis

Jón Frímann Jónsson skrifar

Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna.

Skoðun

Rétturinn til ís­lenskunnar

Sindri M. Stephensen skrifar

Íslenska á undir högg að sækja og ástæður þess eru margar. Íbúar landsins sækja til að mynda í auknum mæli í afþreyingarefni á ensku, svo sem á streymisveitum, í tölvuleikjum og á samfélagsmiðlum.

Skoðun

Elding í höfðinu: Fé­lags­smituð ein­kenni í tísku

Stefanía Arnardóttir skrifar

Við upphaf COVID faraldursins fóru læknar á hreyfiröskunarteymum víða um heim að taka eftir hraðri aukningu hjá ungu fólki á aldrinum 12-25 ára, þá í yfirgnæfandi meirihluta tilfella stúlkum og konum, með snöggri birtingu flókinna hreyfi- og hljóðkækjalíkra hegðana (e. Rapid onset of complex motor and vocal tic-like behaviors).

Skoðun