Neytendur eigi meira inni Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla. Neytendur 2.1.2026 12:45
Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum. Neytendur 2.1.2026 10:43
Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Eldsneytisverð lækkaði um í kringum þrjátíu prósent þegar nýtt ár gekk í garð á miðnætti og ný lög um kílómetragjald tóku gildi. Neytendur 1.1.2026 07:38
Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega. Neytendur 25.12.2025 13:47
Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Húðflúrara hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 280 þúsund krónur eftir að hann fór frá hálfkláruðu verki og sagðist hættur störfum. Viðskiptavinurinn var búinn að greiða fyrir verkið en hafði einungis fengið dökkan bakgrunn flúraðan á allan handlegginn og útlínur fugls á hálsi en bæði voru verkin ófullgerð. Neytendur 23.12.2025 13:45
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23.12.2025 13:10
„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu. Neytendur 22.12.2025 15:33
Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum vegna tiltekinna skilmála í lánasamningum. Hæstiréttur taldi skilmálana ólögmæta en að neytendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Neytendur 22.12.2025 14:05
Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. Neytendur 22.12.2025 13:49
Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendasamtökunum berast í hverri viku kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa og flestar eru vegna fyrirtækjanna Dineout og Óskaskríns. Formaður samtakanna segir gjafabréfin ekkert annað en fjárkröfu sem eigi að gilda í fjögur ár. Neytendur 20.12.2025 12:51
Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. Neytendur 19.12.2025 15:03
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19.12.2025 12:32
Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana. Neytendur 19.12.2025 12:01
Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendastofa hefur gert SH Import ehf., sem á verslunina Piknik, að greiða fjögur hundruð þúsund króna sekt fyrir að fjarlægja ekki nikótínauglýsingar innan tilskylds tíma. Fyrirtækið hefur áður verið sektað um tvö hundruð þúsund krónur fyrir nikótínauglýsingar. Neytendur 18.12.2025 20:21
Breyttur opnunartími hjá Sorpu Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19. Neytendur 18.12.2025 14:00
Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. Neytendur 17.12.2025 21:30
Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. Neytendur 17.12.2025 15:38
Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. Neytendur 16.12.2025 11:44
„Þetta er bara algjörlega galið“ Vinnubrögð fyrirtækja sem bjóða neytendum að borga jólainnkaupin í febrúar eru síðasta sort og gjörsamlega galin að mati formanns Neytendasamtakanna. Mörg dæmi séu um að fólk fari illa út úr slíkum viðskiptum þar sem er verslað núna og borgað seinna. Neytendur 15.12.2025 21:32
Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Byggingastjórann ehf. fyrir að bjóða upp á verðskrá á heimasíðu sinni, Fasteignaskoðun, án þess að gefa upp virðisaukaskatt. Talið er að verðskráin villi fyrir neytendum. Neytendur 15.12.2025 20:50
Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendastofa sektað verslunina ILVA í Kauptúni í Garðabæ um milljón krónur fyrir að birt villandi auglýsingar um afslætti og afsláttarkjör. Neytendur 11.12.2025 12:06
Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. Neytendur 5.12.2025 15:23
Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur. Neytendur 5.12.2025 15:22
Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendastofa hefur slegið á putta verslunarinnar Á. Óskarssonar og Co í Mosfellsbæ eftir að hún auglýsti vörur á samfélagsmiðlum á verði sem ekki stóð neytendum til boða og sömuleiðis lægsta verð vöruflokks þar sem birt var mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins. Neytendur 3.12.2025 11:30