Lífið

Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons

Fulltrúar góðgerðafélaga komu saman á árlegri uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í síðustu viku. Í ár söfnuðust alls 326.709.581 króna sem er met í áheitasöfnun. Heildarupphæð áheita sem safnast hafa í Reykjavíkurmaraþonum Íslandsbanka hefur því náð yfir tvo milljarða króna en áheitasöfnun hófst árið 2006.

Lífið

Cecilie tekur við af Auði

Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025.

Menning

Breytti um nafn eftir djúpa ástar­sorg

„Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf.

Tónlist

„Al­vöru“ jóla­sveinn gisti á Hótel Rangá

Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska.

Lífið

Fasteignasalar og ofurskvísur í Októ­ber­fest stemningu

Það var líf og fjör í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána í Keflavík á dögunum þegar Góðgerðarfest Blue Car var haldin í sjötta sinn. Kvöldið var fjölmennasta til þessa en um þúsund manns tóku þátt í að safna um þrjátíu milljónum króna til góðgerðamála.

Lífið

Bragð­gott quesadilla á einni plötu

Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér bragðgóðum mexíkóskum rétti sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur í undirbúningi þar sem öll hráefnin fara á eina plötu og inn í ofn.

Matur

Eitt glæsi­legasta hús Reykja­víkur til sölu

Við Öldugötu í miðborg Reykjavíkur stendur tæplega 400 fermetra einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1927. Húsið er steinað að utan með Hrafntinnu og Silfurbergi og telst eitt glæsilegasta og virðulegasta hús borgarinnar. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið

Sjóð­heitt fyrir snjóstorm

Léttu jakkarnir og opnu skórnir kveðja okkur í bili og þyngri yfirhafnir, úlpur, kuldaskór og fleira skemmtilegt tekur okkur opnum örmum. Vetur konungur er mættur og við höfum ekkert um það að segja.

Tíska og hönnun

Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma

Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur.

Bíó og sjónvarp

Hvað þýðir „six-seven“?

Frasinn „six-seven“ hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi meðal ungmenna á samfélagsmiðlinum TikTok og í daglegu tali þeirra. Hann hefur ekki skýra eða fastmótaða merkingu, en er oft notaður til að vekja athygli. Þrátt fyrir þetta hefur trendið breiðst frá TikTok inn í skólastofur víða um heim. En hvað þýðir þetta í raun?

Lífið

Skein skært í sögu­legum gleðikonukjól

Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur gengið ófáa tískupalla og er þekkt fyrir að stela senunni á sýningum. Það var engin undantekning á því í Los Angeles um helgina á tímamótasýningu tískurisatímaritsins Vogue.

Tíska og hönnun

Meðalmennskan plagar Brján

Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.

Gagnrýni

Aldrei of seint að prófa sig á­fram

„Þegar ég klæði mig í liti líður mér eins og ég sé að fara í búning,“ segir fatahönnuðurinn Thelma Gunnarsdóttir. Tískan hefur gríðarleg áhrif á daglegt líf Thelmu sem er einn af eigendum íslenska tískumerkisins Suskin og starfar í Andrá Reykjavík.

Tíska og hönnun

Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svo­lítið kreisí“

Svo mikil aðsókn og troðningur var á sýningu í Stykkishólmi á laugardaginn að listakonan ætlar að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næstu sýningu. Eftirspurn var mikil og dæmi um að hlutir hafi brotnað í troðningnum. Listakonan segir líklega tilefni til að hækka verðið á verkum sínum.

Lífið

Pétur Kr. og Ingi­björg selja 270 fer­metra eign við Ægi­síðu

Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna.

Lífið

Barist upp á líf og dauða

Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum.

Lífið

Dannaðar dömur mættu með dramað

Aðal pæjur landsins komu saman í Iðnó í síðustu viku til að fagna nýrri förðunarlínu í anda vinsælu bresku þáttanna Bridgerton. Gestir fóru alla leið í klæðaburði og rokkuðu síðkjóla og glæsilegheit.

Tíska og hönnun