Lífið

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Lífið samstarf

Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið

Játaði sig sigraða: „Mér fannst það al­gjört tabú áður“

„Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er.

Lífið

Hlýja og nánd heima og uppi á sviði

„Fólk þekkir þetta fyrirkomulag og kann að meta það og við líka,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður sem er á fullu að undirbúa sig fyrir stórtónleika á laugardaginn næsta. Hann rifjar upp gamla takta og býður fólki líka að horfa á tónleikana heima.

Tónlist

Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars

Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc.

Lífið

Tísku­kóngar landsins á bleiku skýi

Best klæddu herramenn landsins komu saman á Laugavegi um helgina og fögnuðu opnun nýrrar hátísku herraverslunar hjá Andrá Reykjavík. Meðal gesta voru Unnsteinn Manúel, Dagur B. Eggertsson og töffarafeðgarnir Einar Örn og Hrafnkell Kaktus.

Tíska og hönnun

Opnar sig um dulið fóstur­lát

„Við lentum í þeirri leiðinlegu reynslu að ganga í gegnum fósturlát núna fyrir rétt rúmum tveimur vikum,“ skrifar listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir í Instagram-færslu um dulið fósturlát sem hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, gengu í gegnum. 

Lífið

Eru geim­verur meðal okkar?

Það eru til bækur sem svara spurningum. Og svo eru til bækur sem kveikja nýjar spurningar. Ein þeirra sem fer hiklaust í seinni flokkinn er bókin UFO 101 eftir Gunnar Dan sem kom út fyrir skemmstu hjá Sögum útgáfu.

Lífið samstarf

Sjö ár frá ör­laga­ríkum kossi á fullu tungli

Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona, og kærasti hennar, Árni Bragi Hjaltason, verkefnastjóri og plötusnúður, fögnuðu sjö ára sambandsafmæli sínu í gær. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Prikinu undir fullu tungli.

Lífið

Ekki meira en bara vinir

Austin Butler, einn heitasti leikarinn í Hollywood, segist ekki eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og hlaðvarpsstýruna Emily Ratajkowski, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir. Hann segir þau bara vini en Butler sjálfur sé þó að leita að ástinni.

Lífið

Fyrstu mis­tökin voru að fara einn í fangaklefann

„Skömmin var svo mikil að ég einhvern veginn bara lokaðist inni í fangelsi hugans í þessi átta ár,“ segir Sigurður Árni Reynisson kennari. Sigurður var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa, í starfi sínu sem lögreglumaður, ráðist á fanga í klefa á Hverfisgötu og beitt hann ofbeldi. Hann missti í kjölfarið vinnuna og sökk djúpt niður. Í dag hefur hann byggt upp líf sitt að nýju.

Lífið

Gæsa­húð gekk á milli gesta á Stuðmönnum

Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. 

Tónlist