Lífið

Sam­bands­laus Hamlet

Snilldin við Hamlet eftir William Shakespeare er að verkið speglar samfélagslegar aðstæður hverrar kynslóðar sem tekst á við að setja það upp. Fullkomin uppfærsla á Hamlet er sú sem er trú Shakespeare og nútímanum í senn. Í uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur í Borgarleikhúsinu er nútíminn fyrirferðarmeiri en texti Shakespeare. Hið klassíska leikrit – sem leikstjórinn hefur talað um að ætla að „stinga í samband við nútímann“ verður á köflum hálfgert aukaatriði eða grín.

Gagnrýni

„Hann var bara draumur“

„Þetta var fyrsti vetrardagurinn og fyrsti snjórinn féll akkúrat um kvöldið sem var eitthvað svo töfrandi,“ segir Helga Karólína Karlsdóttir, mannauðsstjóri á Landspítalanum sem var giftast ástinni sinni Eini Tyrfingssyni í annað sinn.

Lífið

Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn

Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið.

Lífið

Létt og ljúffengt eplasalat

Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu.

Matur

Rífandi stemning í Reykjadal

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn og heitir í dag Gló stuðningsfélag. Félagið fagnaði nýju nafni og nýrri ásýnd í Reykjadal í Mosfellsdal síðastliðinn laugardag.

Lífið

Ólöf mætti með Magnús upp á arminn

Ólöf Skaftadóttir, annar stjórnanda Komið gott, mætti með Magnús Ragnarsson, leikara og fyrrverandi sjónvarpsstjóra Símans, upp á arminn í brúðkaup í lok síðasta mánaðar.

Lífið

Aniston hefur fundið ástina á ný

Leikkonan Jennifer Aniston opinberaði samband sitt við dáleiðarann Jim Curtis í gær þegar hún birti fallega mynd af þeim saman á Instagram í tilefni af 50 ára afmæli hans.

Lífið

Hætt að nota föt til að fela sig

„Ég braut allar mínar reglur um daginn,“ segir áhrifavaldurinn, förðunarfræðingurinn og kennarinn Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem ræddi við blaðamann um tískuna, áhættu, sjálfsöryggi og fleira.

Tíska og hönnun

Leik­konan Diane Ladd er látin

Leikkonan Diane Ladd er látin. Hún var 89 ára gömul og lést á heimili sínu í Kaliforníu í gær samkvæmt yfirlýsingu frá dóttur hennar, leikkonunni Lauru Dern til Hollywood Reporter.

Lífið

„Ég sótti ekki einu sinni um há­skóla á Ís­landi“

Hrannar Björnsson uppgötvaði sem táningur að hægt væri að hafa lifibrauð af grín- og sketsagerð. Hann fór því í nám til New York eftir menntaskóla, lærði þar spunaleik og stofnaði sketsahóp með vinkonum sínum. Boltinn fór að rúlla þegar 45 milljónir manna horfðu á eitt myndbanda hans og er hópurinn nú í viðræðum um gerð á sjónvarpsþætti.

Lífið

Sjö lykilþættir að árangurs­ríkari sam­skiptum

Hvernig tekst sumum að halda ró þegar allt er á yfirsnúningi og jafnvel hafa jákvæð áhrif á aðra í kringum sig? Er hægt að læra þessa hæfni? Svörin liggja í færni sem hægt er að þjálfa, hæfni sem hefur áhrif á okkur sjálf og samskipti við aðra.

Lífið

Tiramisu-brownie að hætti Höllu

Halla María Svansdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskrift að ómótstæðilegri brownie með tiramisukremi, sem er fullkomin blanda af djúpu súkkulaðibragði, seigri og mjúkri brownie-köku með ítölsku ívafi.

Matur

Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun

Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján?

Menning

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun

Leik­stýrir kærastanum í stærsta harm­leik sögunnar

Það þarf bæði hugrekki og dálítinn skammt af brjáluðu sjálfstrausti til að takast á við stærsta harmleik sögunnar — og láta hann tala við samtímann. Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri gerir það í nýrri uppsetningu á Hamlet sem frumsýnd var í Borgarleikhúsið síðastliðið föstudagskvöld - þar sem hún teygir leikhúsformið, blandar götumáli við ljóðamál og spyr: Hvað þýðir „að vera eða ekki vera“ árið 2025?

Lífið