Lífið

„Mamma, ég gat þetta“

Magnús Orri Arnarson er handhafi Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Grand í dag.

Lífið

Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára

Bergþóra Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur á TikTok, segist hafa verið svo langt leidd af kaupfíkn að hún faldi kvittanir í Cheerios-pökkum. Hún hefur sett sig í kaupbann þar sem eiginmaðurinn þarf að gefa grænt ljós á öll innkaup. Hún opnaði sig um kaupfíkn á samfélagsmiðlinum og ræddi áskorunina nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið

Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár

Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Gaman er að skoða hvaða tónlistarmenn Íslendingar hlustuðu mest á og sömuleiðis hvað heimsbyggðin hlustaði á.

Lífið

„Mig langar að elska þig alla daga, ævi­langt“

„Minn dásamlegi og fallegi eiginmaður á afmæli í dag – mig langar að elska þig alla daga, ævilangt. Lífið með þér er eitt stórt ævintýri þar sem hver og einn kafli er fullur af spennandi verkefnum, gleði, hlátri, óvæntum augnablikum og ómældri ást.“

Lífið

Siggi Ingvars og Alma Finn­boga fjölga sér

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson er enn og aftur að verða afi og er mikið barnalán í kringum fjölskylduna. Sonur hans og sömuleiðis leikarinn Sigurður Ingvarsson og sambýliskona hans, viðskiptafræðingurinn Alma Finnbogadóttir, eiga von á barni.

Lífið

Tals­maður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk

Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi.

Lífið

Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi

Það er sannkallaður kraftur í Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir og enga lognmollu að finna í líflegu leikári félagsins. Félagið fjöruga frumsýnir hér tónlistarmyndband við eldhressa rokkóperu sem verður sýnd í Samkomuhúsinu á nýju ári.

Tónlist

Ís­lensk raunveruleikastjarna í Sví­þjóð: „Þetta var fokking erfitt, sér­stak­lega fyrir líkamann“

Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð.

Lífið

Langskemmtilegast að vera al­veg sama

„Mér finnst þetta einfaldlega gera lífið litríkara og skemmtilegra,“ segir tískuskvísan og athafnakonan Sofia Elsie Nielsen sem skín skært hvert sem hún fer. Sofia ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna, að læra að standa með sjálfi sér og margt fleira.

Tíska og hönnun

Þegar vit­vél fær spurningu um nas­isma og allt fer í háa­loft

Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem ber heitið Staðreyndirnar. Um er að ræða hárbeitta satíru um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista.

Lífið samstarf

Halla fær að koma inn í eld­húsið tvisvar á ári

Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu.

Lífið

Einn heitasti lista­maður landsins heldur þræði

Kærleikskúlan hefur í 22 ár verið órjúfanlegur hluti af jólahefð margra en í byrjun desember á hverju ári er staðið að útgáfu til styrktar Gló stuðningsfélagi. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals sem félagið á og rekur.

Menning

Þau þykja skara fram úr í ís­lenskri tón­list

Kraumsverðlaunin verða afhent í átjanda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Í gær voru tuttugu hljómsveitir og listamenn tilnefnd til verðlaunanna.

Tónlist

Segir Sinatra hafa verið „risa­vaxinn“ neðan beltis

Dægurlagasöngvarinn Paul Anka tjáði sig óvænt um typpastærð Franks Sinatra í nýlegu viðtali. Sagðist Anka stundum hafa átt erfitt með að halda augnsambandi í sánunni með Rottugenginu en stærð Sinatra hafi þó ekki átt neitt í grínistann Milton Berle.

Lífið

The Barricade Boys koma til Ís­lands með Broadway Party

Stjörnur West End í London, The Barricade Boys, koma til Íslands á næsta ári í framhaldi af uppseldri tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin og flyta Broadway Party sýningu sína á sviðinu í Eldborg í Hörpu. The Barricade Boys eru mest spennandi söngleikjasönghópur Bretlands um þessar mundir og setja sinn einstaka blæ á fjölbreytt þekkt lög þar sem þeir undirstrika sönghæfileika sína og bæta auk þess við kraftmikill sviðsframkomu þar sem þeir grínast mikið hver í öðrum.

Lífið samstarf

Sýni­legri í senunni á með­göngunni

„Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa,“ segir kraftmikli dansarinn Birta Ásmundsdóttir en hún og leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, eiga von á sínu fyrsta barni.

Menning