Lífið

Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði ís­lenskum konum

Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum.

Lífið

Lýsa enda­lokum vin­sæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“

Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans.

Lífið

Harbour og „Madeline“ sögð hafa endur­nýjað kynnin

Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline.

Lífið

Menningarmýs komu saman í jólafíling

Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta.

Lífið

Retró-draumur í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna.

Lífið

Slökkviliðin og vin­sæll barna­bóka­höfundur leiða saman hesta sína

„Krakkarnir taka okkur alltaf mjög vel þegar við mætum,” segir Sigurður Þór Elísson eldvarnarfulltrúi og varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar eftir vel heppnaða heimsókn í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, en árlegt eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst á fimmtudag í síðustu viku með þeirri heimsókn.

Lífið samstarf

„Ég heillast af hættunni“

„Ég hafði ferðast um allan heim en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er,“ segir ævintýraljósmyndarinn Eyrún Lydía sem er 29 ára gömul. Hún fríkafaði á dögunum í jökullóni fyrir myndatöku sem hefur að hennar sögn aldrei verið gert áður á Íslandi.

Lífið

Bjallaði í eitt virtasta tón­skáld Kasakstan

„Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin.

Tónlist

Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum

Það var líf og fjör í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag og margt um manninn þegar tískuverslunin Gina Tricot opnaði dyrnar á splunkunýrri verslun í stækkuðum Firðinum. Skvísur á öllum aldri lögðu leið sína á opnunina, skáluðu saman í freyðivín og gæddu sér á poppi. 

Tíska og hönnun

Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi

Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. 

Lífið

Theo­dór Elmar og Pattra í sundur

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Lífið

Ís­lensk mæðgin slá í gegn í her­ferð Zöru

Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur komið víða við í módelbransanum og tekið þátt í ýmsum verkefnum úti í heimi. Þar á meðal hefur hún nokkrum sinnum setið fyrir hjá tískurisanum Zöru ein, með eldri syni sínum Andra og nú í nýjustu herðferð fyrirtækisins slær Kristín Lilja í gegn með yngri syninum Ara. 

Tíska og hönnun

Spennandi ung­linga­bók um sam­félag í upp­lausn, sam­kennd og heitar til­finningar

Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Lífið samstarf

Ilmandi jóla­glögg að hætti Jönu

Jólavertíðin nálgast og eru margir þegar komnir í hátíðarskap. Heilsukokkurinn Jana Steingríms deilir hér uppskrift að ilmandi og hollu jólaglöggi sem er tilvalið að bjóða upp á aðventunni.

Jól

„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raun­gerast“

Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi.

Menning

Kristján Guð­munds­son látinn

Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum.

Lífið