Lífið

Breytti hænsnahúsi í verk­stæði sitt

Guðrún Bjarnadóttir er að gera stórkostlega hluti í Hespuhúsinu í Ölfusi, rétt hjá Selfossi. Um er að ræða gamalt hæsnahús sem Guðrún breytti í verkstæði sitt. Guðrún hefur verið með Hespuhúsið frá 2020 þar sem hún er að lita band úr íslenskum jurtum, meira og minna alla daga vikunnar, auk þess að vera með námskeið, taka á móti hópum og svo er hún með sína eigin verslun, svo eitthvað sé nefnt.

Lífið

Teknóhátíð á Radar alla helgina

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. 

Lífið

Enn neisti hjá Bad Bunny og Kendall Jenner

Lengi lifir í gömlum glæðum. Slúðurmiðlar höfðu greint frá sambandsslitum þeirra Bad Bunny og Kendall Jenner en þau sáust á rómantísku stefnumóti í Púertó Ríkó, heimalandi Bad Bunny, fyrr í vikunni. 

Lífið

Hugsar hlýtt til áranna í Los Angeles

„Við áttum margar góðar stundir í sólinni að elta draumana okkar en kunnum líka að njóta lífsins. Þetta lag fjallar um þessa tilfinningu, þegar maður nær að vera alveg í núinu og er að njóta lífsins með vinum sínum á góðum sumardegi. Svo lítur maður til baka og á ennþá þessar fallegu minningar sem tilheyra allt í einu fortíðinni. Það er svolítil nostalgía í þessu lagi,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Lífið

Selur húsið í Garða­bæ eftir kaupin á glæsihúsi Ingu Lindar

Hann­es Hilm­ars­son einn af eigendum flugfélagsins Atlanta og eig­in­kona hans, Guðrún Þrá­ins­dótt­ir, hafa sett einbýli sitt við Stórakur í Garðabæ á sölu. Nýverið festu hjónin kaup á glæsivillu við Mávanes sem áður var í eigu Ingu Lindar Karlsdóttur sjónvarpskonu og eiganda Skot Productions. Ásett verð fyrir húsið er 450 milljónir.

Lífið

Sjö daga afmælissæla í Reykja­nes­bæ

Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. 

Lífið

Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós

Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig.

Lífið

Daði keypti hús Jóns Jóns­sonar með mömmu sinni á yfirverði

Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group, festi kaup á húsi tónlistarmannsins Jóns Jónssonar og eiginkonu hans Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Móðir Daða, Hildigunnur Hilmarsdóttir, á rúmlega tuttugu prósent í húsinu með honum. Uppsett verð var 182 milljónir en mæðginin borguðu 185 millónir fyrir húsið.

Lífið

„Ég væri ekkert án þeirra“

„Ég væri aldrei í jafnmiklu stuði og að finna jafn mikla gleði og hamingju ef þær væru ekki þarna. Þær eru mesti drifkrafturinn minn, ég held að ég myndi aldrei nenna að gera þetta ef þær væru ekki þarna,“ segir ofurhlaupakonan Mari Järsk um einstaka vináttu sína við hóp kvenna sem fylgja henni í flestöll hlaup. Mari er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Gekk í tvo tíma að flug­vellinum til að komast hjá leigubílagjaldi

Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. 

Lífið

Linda lætur sér Lindarbraut lynda

Linda Jó­hanns­dótt­ir, hönnuður og myndlistarkona, og eig­inmaður henn­ar, Rún­ar Karl Kristjáns­son bif­véla­virki, hafa fest kaup á 183 fermetra einbýlishúsi í 70' stíl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. 

Lífið

Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu

Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum

Lífið

Françoise Har­dy er látin

Franska tónlistarkonan Françoise Har­dy lést í gær áttræð að aldri. Sonur hennar, Thomas Dutronc, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Spacey á barmi gjald­þrots

Leikarinn Kevin Spacey er á barmi gjaldþrots og hefur selt heimili sitt í Baltimore svo hann geti borgað reikninga. Leikarinn galopnaði sig í viðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan sem sýnt var í kvöld á Talk TV. 

Lífið

Lit­rík hlaupagleði í Laugar­dalnum

Líf og fjör var í Laugardalnum síðastliðna helgi þegar hið árlega Litahlaup, eða Color Run, var haldið í áttunda sinn. Hlaupið er fimm kíló­metrar þar sem þátt­tak­end­ur eru litaðir með lita­púðri eft­ir hvern kíló­metra. Sannkölluð fjölskylduveisla!

Lífið

Andrea Róberts keypti ein­býli sem þarfnast ástar

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, og eiginmaður hennar Jón Þór Eyþórs­son fram­kvæmda­stjóri hafa fest kaup á ein­býl­is­húsi við Dalsbyggð 15 í Garðabæ. Hjónin greiddu 141 milljónir fyrir húsið.

Lífið