Lífið

Egill og Gurrý eignuðust dreng: „Gríslingurinn var ó­þolin­móður“

„Gríslingurinn var óþolinmóður og ákvað að mæta í heiminn aðeins á undan áætlun. Þetta gerðist frekar hratt. Gurrý vakti mig 04:15 í nótt. Löbbuðum inn á spítalann 05:20 og drengurinn fæddur 06:41. Alvöru tempó. Erum komin heim og Eva Malen ofpeppuð fékk loksins að hitta litla bróðir. Móður og barni heilsast vel,“ skrifar einkaþjálfarinn, leikarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson í færslu á Instagram.

Lífið

Karlotta fagnar sex ára afmæli

Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, er sex ára í dag. Í tilefni dagsins hefur konungsfjölskyldan nýja mynd af prinsessunni í sínu fínasta pússi.

Lífið

Sandra Hlíf Ocares og Kristján Ra byrjuð saman

Sandra Hlíf Ocares verkefnastjóri og athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson eru byrjuð í sambandi. Sandra deilir ljósmynd af skötuhjúunum á Instagram í dag þar sem þau sjást sæl og glöð á leið í snorklferð.

Lífið

Ís­lands­mótinu í skák lokið: Varðist máti eins og mark­vörður

Það skilur alltaf eftir sig óbragð í munni að tapa í síðustu umferð skákmóta og ég þurfti að bíta í það súra epli gegn vini mínum Helga Áss Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins. Sigur eða jafntefli hefði þýtt að ég hefði grætt nokkur skákstig en ósigurinn þýddi að ég tapa fáeinum slíkum sem er grautfúlt.

Lífið

Lauf­ey lofuð í Rolling Stone

Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám.

Lífið

„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“

Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu.

Lífið

„Spán­verjinn hlæjandi“ er allur

Spænski grínistinn Juan Joya Borja er látinn, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu.

Lífið