Aðalsjokkið fyrir utan dauðsfallið að átta sig ekki á andlegum veikindum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2022 10:31 Kristján hefur slegið í gegn með Hlaðvarpið Jákastið. Kristján Hafþórsson er tveggja barna faðir og eiginmaður sem ákvað fljótlega eftir að faðir hans svipti sig lífi að mikilvægt væri að vera meðvitaður um hvernig maður tekst á við erfiðleika. Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Jákastið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Jákastið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira