Lífið

Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið

Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag.

Lífið

Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum

Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni.

Lífið

Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway

Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa.

Lífið

Fara betur saman en jarðarber og epli

Í dag fór miðasalan fyrir Ávaxtakörfuna af stað sem fer á svið í Silfurbergi Hörpu þann 16. apríl. Söngkonurnar Katla Njálsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru á fullu að æfa sig, bæði fyrir leikritið og Söngvakeppnina sem þær keppa báðar í á laugardaginn.

Lífið

Varð vin­sælasta smá­forritið á Ís­landi á sólar­hring

Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum.

Lífið

Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnu­mót

Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði.

Lífið

Iris Apfel í litríku samstarfi við H&M

Tískugyðjan og hönnuðurinn Iris Apfel er nýjasti samstarfsfélagi H&M og verður línan litrík og skrautleg eins og hún sjálf. Á síðasta ári fagnaði hún 100 ára afmælinu sínu og hélt veislu með tískurisanum.

Lífið

Boðið í mat tíu árum eftir lífsbjörgina

Fyrir tíu árum varð Skúli Eggert Sigurz fyrir fólskulegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni.  Góður vinskapur hefur myndast á milli hans og Tómasar Guðbjartssonar læknis sem var á vakt daginn sem ráðist var á Skúla.

Lífið

Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél

Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn.

Lífið