„Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. júlí 2023 12:52 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. Ragga er þekkt fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl og heilræðum með fylgjendum sínum. „Veggirnir hafa eyru þegar við tölum um líkama. Okkar eigin og annarra. Þessi eyru hafa minni fílsins þegar kemur að athugasemdum um þeirra eigið útlit. Athugasemdir sem móta líkamsmyndina sem situr í sálinni næstu ár og áratugi. Ef við heilsum alltaf öðru fólki með að hrósa útliti kennum við litlum sálum að virði okkar liggi í líkamlegri hollningu og samþykki samfélagsins komi í fallegum orðum um skrokk. Ef við gerum athugasemdir um þeirra eigin líkama verða þau upptekin af útliti og líkama til að sækjast í hrós og viðurkenningu, “ segir Ragga í pilsti sínum á Facebook. Hún telur slíkt hugsanamynstur ýta undir óheilbrigt samband við mat og æfingar í von að viðhalda ákveðnu útliti. „Oft er það líka hræðsla að valda ekki þeim fullorðnu vonbrigðum ef líkaminn þeirra sem fær hrós breytist.“ Útskýrðu fyrir börnum filter-a og photoshop „Ef við tölum neikvætt um líkama annarra heima við verða börn hrædd við að líkamar þeirra breytist, því þá sé talað neikvætt um þau í öðrum húsum,“ segir Ragga og heldur áfram: „Ekki minnast einu orði á líkamlegt útlit þegar þú talar um annað fólk í áheyrn barna. Sýndu börnum allskonar líkama til að þau átti sig á fjölbreytileikanum.“ Ragga hvetur þess í stað að ræða hvað líkamar geta gert fyrir mann í stað þess að ræða útlit. „Útskýrðu fyrir þeim filtera og fótósjopp á líkömum sem birtast þeim á netinu og í tímaritum. Ekki minnast orði á þitt eigið útlit og þyngd í þeirra áheyrn. Ef við reisum níðstöng um okkar eigin spegilmyndi og gubbum út úr okkur ljótum setningum á innsoginu innrætir það hugsunina um það að vera ekki nóg hjá börnum því líkaminn er ómögulegur,“ segir hún Ragga nefnir dæmi um óheilbrigða orðræðu um líkamlegt útlit: Oj sjá þessa bingóvængi.Þetta nef er eins og Holmenkollen.Múffutoppurinn gubbast yfir gallabuxnastrenginn.Feitabolla. Ekki flokka mat í slæman og óhollan „Að agnúast í spegilinn yfir þínum líkamspörtum innrætir hjá börnum neikvæðan fókus á þessi sömu svæði á þeirra eigin líkama, og áhyggjur að þau líti ekki nógu vel út. Ef við forðumst jafnvel að líta í spegil kennum við börnum forðunarhegðun og kvíða. Spegilmyndin sé slík hörmung að meira að segja þurfi að hlífa okkar eigin augum,“ segir Ragga í pistlinum. Að sögn Röggu sýna rannsóknir að börn niður í tólf ára aldur séu farin að innleiða boð og bönn í matarvenjum. Börn flokka þá matinn í mat af hinu illa og góða. „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif slíkar neikvæðar tilfinningar hafa á sjálfsmynd barns, samband þess við mat og darraðardansinn sem verður stiginn við megrunariðnaðinn í gegnum lífið,“ segir hún og hvetur fólk að forðast að flokka mat sem slæman, óhollan eða fitandi. Uppbyggileg umræða án samviskubits „Þegar þau (börnin) borða slíkan mat innrætir það hjá þeim tilfinningu um samviskubit því þau séu óþekk, slæm og lítils virði sem manneskjur. Umræður um hvernig og hversu mikið aðrir borða innrætir hjá börnum að þau geti fengið samþykki fullorðinna í gegnum góða hegðun við matarborðið.“ Að sögn Röggu geta boð og bönn gagnvart mat í æsku haft alvarlega afleiðingar, átköst og órögréttar hugmyndir um hollustu. „Það er uppbyggilegra að segja við barnið að þér sjálfum líki við allan mat. Bæði næringarríkan mat sem gerir okkur stór og sterk, sem og matur sem nærir lítið en gleður bragðlauka og sálina.“ Suman mat borðum við mikið af og borðum hann oft.Síðan er matur sem við borðum sjaldnar og minna af.Börn eiga að vera börn.Þau eiga ekki að heyra athugasemdir um lögun skrokksins.Þau eiga ekki að telja kaloríur.Þau eiga ekki að velta fyrir sér líkamsfitu.Þau eiga ekki að vera dæmd útfrá hvað er á disknum þeirra.Þau þurfa ekki að klára af disknum eins og fyrri kynslóðir.Þau eiga ekki að vera smánuð fyrir að verða of södd.Þau mega skilja eftir mat ef þau eru orðin södd. „Við viljum nýja kynslóð sem eru frjáls undan matarkvíða og þráhyggju yfir útliti,“ segir Ragga í lokin. Heilsa Tengdar fréttir Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Ragga er þekkt fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl og heilræðum með fylgjendum sínum. „Veggirnir hafa eyru þegar við tölum um líkama. Okkar eigin og annarra. Þessi eyru hafa minni fílsins þegar kemur að athugasemdum um þeirra eigið útlit. Athugasemdir sem móta líkamsmyndina sem situr í sálinni næstu ár og áratugi. Ef við heilsum alltaf öðru fólki með að hrósa útliti kennum við litlum sálum að virði okkar liggi í líkamlegri hollningu og samþykki samfélagsins komi í fallegum orðum um skrokk. Ef við gerum athugasemdir um þeirra eigin líkama verða þau upptekin af útliti og líkama til að sækjast í hrós og viðurkenningu, “ segir Ragga í pilsti sínum á Facebook. Hún telur slíkt hugsanamynstur ýta undir óheilbrigt samband við mat og æfingar í von að viðhalda ákveðnu útliti. „Oft er það líka hræðsla að valda ekki þeim fullorðnu vonbrigðum ef líkaminn þeirra sem fær hrós breytist.“ Útskýrðu fyrir börnum filter-a og photoshop „Ef við tölum neikvætt um líkama annarra heima við verða börn hrædd við að líkamar þeirra breytist, því þá sé talað neikvætt um þau í öðrum húsum,“ segir Ragga og heldur áfram: „Ekki minnast einu orði á líkamlegt útlit þegar þú talar um annað fólk í áheyrn barna. Sýndu börnum allskonar líkama til að þau átti sig á fjölbreytileikanum.“ Ragga hvetur þess í stað að ræða hvað líkamar geta gert fyrir mann í stað þess að ræða útlit. „Útskýrðu fyrir þeim filtera og fótósjopp á líkömum sem birtast þeim á netinu og í tímaritum. Ekki minnast orði á þitt eigið útlit og þyngd í þeirra áheyrn. Ef við reisum níðstöng um okkar eigin spegilmyndi og gubbum út úr okkur ljótum setningum á innsoginu innrætir það hugsunina um það að vera ekki nóg hjá börnum því líkaminn er ómögulegur,“ segir hún Ragga nefnir dæmi um óheilbrigða orðræðu um líkamlegt útlit: Oj sjá þessa bingóvængi.Þetta nef er eins og Holmenkollen.Múffutoppurinn gubbast yfir gallabuxnastrenginn.Feitabolla. Ekki flokka mat í slæman og óhollan „Að agnúast í spegilinn yfir þínum líkamspörtum innrætir hjá börnum neikvæðan fókus á þessi sömu svæði á þeirra eigin líkama, og áhyggjur að þau líti ekki nógu vel út. Ef við forðumst jafnvel að líta í spegil kennum við börnum forðunarhegðun og kvíða. Spegilmyndin sé slík hörmung að meira að segja þurfi að hlífa okkar eigin augum,“ segir Ragga í pistlinum. Að sögn Röggu sýna rannsóknir að börn niður í tólf ára aldur séu farin að innleiða boð og bönn í matarvenjum. Börn flokka þá matinn í mat af hinu illa og góða. „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif slíkar neikvæðar tilfinningar hafa á sjálfsmynd barns, samband þess við mat og darraðardansinn sem verður stiginn við megrunariðnaðinn í gegnum lífið,“ segir hún og hvetur fólk að forðast að flokka mat sem slæman, óhollan eða fitandi. Uppbyggileg umræða án samviskubits „Þegar þau (börnin) borða slíkan mat innrætir það hjá þeim tilfinningu um samviskubit því þau séu óþekk, slæm og lítils virði sem manneskjur. Umræður um hvernig og hversu mikið aðrir borða innrætir hjá börnum að þau geti fengið samþykki fullorðinna í gegnum góða hegðun við matarborðið.“ Að sögn Röggu geta boð og bönn gagnvart mat í æsku haft alvarlega afleiðingar, átköst og órögréttar hugmyndir um hollustu. „Það er uppbyggilegra að segja við barnið að þér sjálfum líki við allan mat. Bæði næringarríkan mat sem gerir okkur stór og sterk, sem og matur sem nærir lítið en gleður bragðlauka og sálina.“ Suman mat borðum við mikið af og borðum hann oft.Síðan er matur sem við borðum sjaldnar og minna af.Börn eiga að vera börn.Þau eiga ekki að heyra athugasemdir um lögun skrokksins.Þau eiga ekki að telja kaloríur.Þau eiga ekki að velta fyrir sér líkamsfitu.Þau eiga ekki að vera dæmd útfrá hvað er á disknum þeirra.Þau þurfa ekki að klára af disknum eins og fyrri kynslóðir.Þau eiga ekki að vera smánuð fyrir að verða of södd.Þau mega skilja eftir mat ef þau eru orðin södd. „Við viljum nýja kynslóð sem eru frjáls undan matarkvíða og þráhyggju yfir útliti,“ segir Ragga í lokin.
Heilsa Tengdar fréttir Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00
Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28