Trainor deilir fréttunum í færslu sem hún birtir á Instagram-síðu sinni. Þar segir Trainor að Barry hafi fæðst þegar einmitt sjö ár voru liðin frá fyrsta stefnumóti hennar og Sabara. Þá segir hún að Barry hafi verið stór en hann var rúm 3,8 kíló þegar hann fæddist.
Í færslunni segir Trainor einnig að Barry hafi snúið öfugt og því hafi hún þurft að fara í keisaraskurð. Hún segir hann hafa heppnast frábærlega. Söngkonan þakkar að lokum öllum læknunum og hjúkrunarfræðingunum sem hugsuðu um þau á fæðingardeildinni.
Þau Trainor og Sabara eiga fyrir eitt barn, soninn Riley sem fæddist í febrúar árið 2021.