Lífið

Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær

Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar.

Lífið

Mottumars er hafinn og forsetinn er kominn í sokkana

Mottumars hófst í dag en það er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks hefur forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim og í ár var engin undantekning á því.

Lífið

Átján mánaða vinna

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 á miðvikudaginn sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið

Hvaða bolla er best?

Landsmenn gæddu sér á bollum vítt og breitt um landið í dag - af öllum stærðum og gerðum. Við fórum á stúfana og skoðuðum helstu nýjungar.

Lífið

Ástralir senda raunveruleikaþátta stjörnu í Eurovision

Ástralir hafa valið Sheldon Riley sem fulltrúa sinn í Eurovision með lagið Not the Same sem hann samdi sjálfur. Sheldon sló fyrst í gegn í Ástralska The Voice og síðar í America's got talent global þar sem hann hlaut einróma já frá dómurunum. 

Lífið

„Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“

Leikkonan Helen Mirren hlaut í gær viðurkenningu á SAG verðlaununum fyrir ævistarf sitt í leiklistinni. Hún sló á létta strengi í ræðunni sinni og sagði allur hennar árangur væri möntrunni sinni að þakka en mantran er „Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“.

Lífið

Mikið gekk á í lokaþættinum

Lokaþátturinn af Blindum bakstri var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi og var þá eðlilega verkefnið að baka bollur, en í dag er jú bolludagurinn.

Lífið

Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars

„Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík.

Lífið

Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi

Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt.

Lífið

Brjálaðri af­léttinga­nótt en í fyrra

Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins.

Lífið

Stökkið: „Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni“

Sunneva Sverrisdóttir er búsett í Danmörku með unnustanum sínum Oliver B. Pedersen sem hún kynntist á Grikklandi sumarið áður en hún flutti til Danmerkur. Hún flutti út fyrir tæpum sex árum síðan til þess að hefja nám við einn besta viðskiptaháskóli í Evrópu, CBS. Hún hefur verið dugleg að ferðast og skoða heiminn í gegnum tíðina og vill helst vera þar sem sólin er.

Lífið

Sean Penn gerir heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu þar sem hann vinnur að heimildarmynd um innrás Rússlands. Hann flaug til Kyiv til þess að festa atburðina sem eru að eiga sér stað á filmu. Hann hefur verið að fylgjast með aðdragandanum um nokkurt skeið en hann sást fyrst að störfum við myndina í Úkraínu í nóvember.

Lífið