Alls konar kynjaverur fylltu Laugardalshöll Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2023 21:27 Hátíðin fór afar vel fram, að sögn skipuleggjenda. Vísir/Ívar Midgard-ráðstefnan, hátíð um allt sem einu sinni taldist nördalegt, náði hápunkti í Laugardalshöll í dag. Skipuleggjandi segir hátíðina hafa farið fram úr björtustu vonum. Hátíðin fór fram um helgina en yfirskrift hátíðarinnar er að öll séu velkomin. Þannig sé ekki gerður greinarmunur á ævintýraheimum, heldur megi hver haga þátttöku sinni eftir eigin höfði. „Búin að sprengja Laugardalshöllina“ „Það er búinn að vera stöðugur straumur af fólki hérna, við erum búnir að eiga svo góða tíma. Það hafa verið vinnustofur hérna, stöðugt fólk að spila og alls konar básar. Fólk er að koma hingað að alls staðar að úr heiminum, bæði sem gestir á hátíðina en einnig sem boðsgestir. Það er að segja, fólk sem var með vinnustofur eða panela,“ segir Ármann Ingunnarson samfélagsmiðlastjóri Midgard. Hátíðinni var hleypt af stað árið 2018 og var þá í töluvert minni sal í Laugardalshöll. „Núna, sjö árum seinna, erum við bókstaflega búin að sprengja Laugardalshöllina utan af okkur og notum allt plássið,“ heldur Ármann áfram. Skiptir máli að hafa gert vel Sérstök búningakeppni (e. cosplay) fór fram á hátíðinni og bar Snædís Jóhannesdóttir sigur úr býtum. Hún var klædd sem kvenkyns útgáfa af Loka, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja. „Meirihlutinn af búningnum er heimagerður og ef hann er ekki heimagerður þá er hann mikið breyttur. Ég er búin að leggja brjálæðislega mikinn tíma í að gera þetta að veruleika. Þetta er fyrsti búningurinn sem ég hef gert, fyrir utan kannski eitthvað þegar ég var sex ára eða eitthvað. Þannig að þetta skiptir mig miklu máli, að hafa gert svona vel,“ segir Snædís. Loki Laufeyjarson hefur gjarnan þótt slægur og slunginn. Á myndinni er Snædís Jóhannsdóttir í gervi goðmagnsins.Stöð 2 Reykjavík Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Hátíðin fór fram um helgina en yfirskrift hátíðarinnar er að öll séu velkomin. Þannig sé ekki gerður greinarmunur á ævintýraheimum, heldur megi hver haga þátttöku sinni eftir eigin höfði. „Búin að sprengja Laugardalshöllina“ „Það er búinn að vera stöðugur straumur af fólki hérna, við erum búnir að eiga svo góða tíma. Það hafa verið vinnustofur hérna, stöðugt fólk að spila og alls konar básar. Fólk er að koma hingað að alls staðar að úr heiminum, bæði sem gestir á hátíðina en einnig sem boðsgestir. Það er að segja, fólk sem var með vinnustofur eða panela,“ segir Ármann Ingunnarson samfélagsmiðlastjóri Midgard. Hátíðinni var hleypt af stað árið 2018 og var þá í töluvert minni sal í Laugardalshöll. „Núna, sjö árum seinna, erum við bókstaflega búin að sprengja Laugardalshöllina utan af okkur og notum allt plássið,“ heldur Ármann áfram. Skiptir máli að hafa gert vel Sérstök búningakeppni (e. cosplay) fór fram á hátíðinni og bar Snædís Jóhannesdóttir sigur úr býtum. Hún var klædd sem kvenkyns útgáfa af Loka, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja. „Meirihlutinn af búningnum er heimagerður og ef hann er ekki heimagerður þá er hann mikið breyttur. Ég er búin að leggja brjálæðislega mikinn tíma í að gera þetta að veruleika. Þetta er fyrsti búningurinn sem ég hef gert, fyrir utan kannski eitthvað þegar ég var sex ára eða eitthvað. Þannig að þetta skiptir mig miklu máli, að hafa gert svona vel,“ segir Snædís. Loki Laufeyjarson hefur gjarnan þótt slægur og slunginn. Á myndinni er Snædís Jóhannsdóttir í gervi goðmagnsins.Stöð 2
Reykjavík Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira