
Lífið

Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu
Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni.

Stemning í opnun á nýrri og bættri verslun Kölska
Það var mikil stemmning í opnunarpartýi Kölska þegar ný og glæsileg herrafataverslun opnaði í Síðumúla 31 um helgina. Kölski sérhæfir sig í fínni herrafatnaði og þá aðallega sérssniðnum jakkafötum.

Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“
Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar.

Sigurvegari Idol fær tvær milljónir og plötusamning
Fyrstu dómaraprufum Idol er lokið en í næstu viku stíga keppendur á svið fyrir framan dómnefndina. Verður þar ákveðið hverjir komast í lokahópinn.

Steindi og Villi Neto endurgera atriði þegar Magni keppti í Rock Star Supernova
Þátturinn Stóra sviðið var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið en í þeim þáttum leggur Steinunn Ólína fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“
Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd.

Rithöfundurinn Julie Powell er látin
Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Tónleikar í heimahúsum Skagamanna
Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI á Akranesi er einstök hátíð sem fer fram á heimilum Skagamanna. Hún er haldin er í tengslum við Vökudaga, menningarhátíð Akurnesinga. Á henni spila tíu listamenn í tíu heimahúsum tvisvar sinnum yfir laugardaginn 5. nóvember.

Skilur þú hvað Kári Stefáns er að segja?
Fram og KA mættust í 8-liða úrslitum Kviss á laugardagskvöldið eins og greint var frá í gær.

Heidi Klum mætti sem ormur
Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í.

Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig
Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið var haldið áfram að fjalla um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar að móður sinni.

Rosalegur lúxus í einkaþotu Icelandair
Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk.

Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club
Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur.

„Lítill naglbítur á leiðinni“
Listamennirnir Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson eiga von á barni.

Vilborg Davíðsdóttir selur Hallveigarkastala
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur sett heimili sitt að Hallgerðarstíg á sölu. Um er að ræða 127,7 fermetra hæð og ris með sérinngangi.

Blökastið heldur vetrarbingó með veglegum vinningum
Vetrarbingó Blökastsins verður laugardaginn 5. nóvember klukkan 20. Auddi og Steindi lofa mikilli skemmtun og frábærum vinningum. Bingóið verður sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Spennan mikil þegar þau tryggðu sig áfram í undanúrslitin
Átta liða úrslitin í Kviss hófust á laugardagskvöldið þegar Fram og KA mættust í spennandi viðureign.

Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin
„Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu.

Vinkona Önnu Frank er látin
Hin þýska Hannah Pick-Goslar, sem var ein af bestu vinkonum Önnu Frank, er látin, 93 ára að aldri.

Egill Ólafsson með Parkinsons
Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar.

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði
Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Þuríður Blær og Auddi fóru á kostum sem Ross og Rachel
Þátturinn Stóra sviðið var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið en í þeim þáttum leggur Steinunn Ólína fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

„Er mjög stolt af því að geta gefið fyndnum konum pláss“
„Okkur fannst mikilvægt að búa til pláss fyrir fyndnar kvenpersónur og ég held að það hafi tekist mjög vel hjá okkur,“ segir Kolbrún María Másdóttir, annar handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar Það sem gerist í Verzló.

Söngvari Low roar er látinn
Ryan Karazija, söngvari hljómsveitarinnar Low Roar er látinn aðeins fertugur að aldri. Hann hafði verið búsettur hér á landi frá árinu 2010.

Kónguló, kisa og Pamela Anderson: Búningar Kardashian fjölskyldunnar í gegnum árin
Kardashian fjölskyldan fer alla leið í því sem þau taka sér fyrir hendur og hrekkjavakan er engin undantekning á því. Hér er búið að taka saman nokkra af þeim búningum sem systurnar hafa klæðst í gegnum árin.

„Heimurinn væri betri ef allir hefðu hjartað hans Sævars“
Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar.

Kvartar ekki undan því að stelpurnar séu miklu fleiri í hestafræði á Hólum
„Já, rektorinn er bóndinn á Hólum. Hann þarf að sjá til þess að það verði borið hér á tún, að það verði heyjað og hrossin rekin í afrétt, og náð í þau og réttað, og allt þetta sem þarf að gera,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.

„Lífið er núna, ekki í gær eða á morgun“
Mari Järsk er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hún hefur svo sannarlega skarað fram úr í hinum ýmsu hlaupum og er ein öflugasta hlaupakona landsins. Hún elskar tilveruna, lifir í augnablikinu, er móttækileg fyrir margbreytileika lífsins og segir fólkið sitt það dýrmætasta sem hún á. Mari Järsk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Fréttakviss vikunnar: Tíu laufléttar spurningar um allt og ekkert
Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi sem er í boði á Vísi á laugardögum.

Húsráðið: Hvernig er best að sjóða egg?
Egg? Auðvitað kunnum við öll að sjóða egg...puff!