Svarar tröllunum og segir soninn bara með stóran heila Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 23:54 Phoenix Barron er aðeins níu mánaða en hefur þrátt fyrir það fengið sinn skerf af háði og spotti frá netverjum. Instagram Paris Hilton svaraði nettröllum sem hafa gert grín að höfuðstærð sonar hennar. Að sögn Hilton er hinn níu mánaða Phoenix heilbrigður en með stóran heila. Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira