„Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2023 10:30 Sólrún og Gunnhildur bjuggu saman í nokkra daga. Hin 71 árs Gunnhildur Emilsdóttir og hin tvítuga Sólrún Dögg bjuggu saman í nokkra daga í þáttunum Sambúðin á Stöð 2. Sambúðin gekk vel en Sólrún fann samt sem þaður fyrir heimþrá þegar leið á. Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina Sambúðin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina
Sambúðin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira