Lífið

Heima er best: Kolbrún Anna Vignisdóttir

Förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna Vignisdóttir býr ásamt maka sínum Sölva Bernódusi Helgasyni og hundinum Brún í risíbúð sem er staðsett í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík.

Lífið

Philip Baker Hall er látinn

Leikarinn Philip Baker Hall er látinn, 90 ára að aldri. Frá þessu var greint í dag og dánarorsök ekki getið en vitað er að leikarinn glímdi við lungnaþembu.

Lífið

Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“

Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar.

Lífið

Ó­geðs­legt en líka „low key æðis­legt“ að flaka fisk

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um landið í dag. Í Reykjavík var líf og fjör á Grandanum þar sem hátíðargestir fengu meðal annars heldur óhefðbundna kennslu í hvernig flaka á fisk frá Æði strákunum. Ekki það æðislegasta sem þeir hafa gert en þó ekki það ógeðslegasta. 

Lífið

Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó

Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins.

Lífið

Komu að tjald­svæðinu lokuðu og enduðu sem tjald­verðir

Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir.

Lífið

Koddaslagur: Sá sem tapar fer beint í sjóinn

Fatamerkið Bið að heilsa niðrí slipp eða BAHNS líkt of það er kallað stendur fyrir Koddaslag á bryggjunni í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Glódís Guðgeirsdóttir, Guðbjörg Valkyrja, Ilona Grimm og Sylvía Lovetank ætla að taka slaginn þetta árið.

Lífið

Hlaupaáætlum frá Önnu Eiríks: Hlaupum inn í sumarið!

Þjálfarinn Anna Eiríksdóttir segir sumarið upplagðan tíma til þess að stunda hreyfingu úti og deilir níu vikna hlaupaáætlun með lesendum Vísis. Hún skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu og við gefum henni orðið:

Lífið

Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands

Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Lífið

Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið

Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd.

Lífið

„Látnir einstaklingar eru vissulega að geta börn“

Lífið var bjart og framtíðin spennandi hjá hjónunum Írisi Birgisdóttur og Kolbeini Einarssyni þar til hann veiktist skyndilega. Hjónin töldu fyrst að um flensu væri að ræða þar til fram kom málstol og við frekari rannsóknir kom í ljós að hann var með meinvörp í heila og fjórða stigs krabbamein.

Lífið

Rebel Wilson deilir mynd af nýju kærustunni

Leikkonan Rebel Wilson hefur nú gert opinbert hver nýja ástin í lífi hennar sé og er það Ramona Agruma. Hún hefur áður opnað sig um að hún væri komin í samband en var ekki tilbúin að segja með hvaða einstaklingi það væri.

Lífið