GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Strákarnir í GameTíví munu berjast fyrir lífi sínu gegn hjörðum uppvakninga í kvöld. Nýjasti Call of Duty leikurinn, sem ber nafnið Black Ops 6 verður spilaður í streymi kvöldsins. Leikjavísir 4.11.2024 19:32
Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Horizon Zero Dawn var þegar hann kom út árið 2017 mjög góður leikur. Hann er það enn og það má alveg spyrja hver þörfin var á uppfærslu. Ég gæfi samt mikið fyrir að vera að spila þennan leik í fyrsta sinn aftur. Leikjavísir 2.11.2024 09:45
CCP kynnir nýjan leik til sögunnar Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýjan farsímaleik. Leikurinn ber nafnið EVE Galaxy Conquest og tilheyrir EVE-leikjaheim fyrirtækisins. Leikjavísir 31.10.2024 17:30
Árlegt „Fifa“mót GameTíví Strákarnir í GameTíví halda í kvöld sitt árlega „Fifa“mót, þar sem nýjasti fótboltaleikurinn frá EA Sports er spilaður. Já, ég veit að hann heitir „EA Sports FC 25“, en, kommon. Þetta er Fifa. Leikjavísir 30.9.2024 19:22
GameTíví: Heldur för sinni um Night City áfram Plortedo heldur ævintýri sínu í Night City áfram í kvöld. Hann hefur verið að dunda sér við að spila í gegnum leikinn Cyberpunk 2077. Leikjavísir 29.9.2024 19:31
God of War Ragnarök á PC: Kratos er enn klikkaður Það ætti ekki að koma neinum á óvart að God of War Ragnarök er enn þá frábær leikur, sama hvort hann sé spilaður í PlayStation eða PC-tölvu. Kratos er enn klikkaður og leikurinn stendur enn meðal þeirra allra bestu. Leikjavísir 27.9.2024 14:43
Stiklusúpa: Allt það helsta frá kynningu Sony í gær Forsvarsmenn Sony héldu í gær State of Play kynningu þar sem farið var yfir margt af því helsta sem vænta má frá fyrirtækinu á komandi mánuðum. Kynntir voru nýir leikir en margir þeirra eru sýndarveruleikaleikir og sömuleiðis aukapakkar fyrir leiki sem þegar er búið að gefa út. Leikjavísir 25.9.2024 11:48
GameTíví: Íslendingaslagur í Warzone Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með. Leikjavísir 19.9.2024 19:32
Space Marine 2: Fyrirtaks skemmtun af gamla skólanum Space Marine 2 er ekki fullkominn leikur, þeir eru það fáir, en hann er alveg rosalega skemmtilegur. Að mörgu leyti minnir hann á eldi skotleiki og líkist að miklu leyti Gears of War og Doom leikjunum. Leikjavísir 19.9.2024 08:45
Ólympíukvöld hjá GameTíví Kvöldið verður erfitt hjá strákunum í GameTíví. Þeir ætla að keppa í 34 íþróttagreinum í beinni útsendingu frá Arena Gaming. Leikjavísir 16.9.2024 19:33
GameTíví: Plortedo spilar sig gegnum Night City Night City er ekki örugg borg að búa í, eins og Plorteda ætlar að sýna fram á í kvöld. Hann er að spila leikinn Cyberpunk 2077 á GameTíví. Leikjavísir 15.9.2024 19:32
CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Tölvuleikjafyrirtækið CCP opinberaði í dag nýjan tölvuleik sem hefur verið í smíðum hjá fyrirtækinu hér á Íslandi. Leikurinn ber heitið EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP. Leikjavísir 12.9.2024 14:43
GameTíví: Skúrkur í skýjunum Sölvi Santos, nýr liðsmaður GameTíví, ætlar að virða fyrir sér söguheim Star Wars áfram í kvöld. Hann hefur að undanförnu verið að spila nýja leikinn Star Wars Outlaws. Leikjavísir 11.9.2024 19:30
GameTíví: Stefna á þrjá sigra í Warzone Strákarnir í GameTíví stefna á þrjá sigra í Warzone í streymi kvöldsins. Þar munu þeir berjast við fjölda annarra spilara. Leikjavísir 9.9.2024 19:33
Astro Bot: Astro stígur ekki feilspor í nánast fullkomnum leik Sumir leikir eru bara einföld og saklaus skemmtun. Þeir eru ekki margir en Astro Bot er svo sannarlega einn þeirra en þar að auki lítur hann stórkoslega vel út. Þetta er í þriðja sinn sem krúttlega vélmennið fær tölvuleik, á eftir Astro‘s Playroom og sýndarveruleikaleiknum Astro Bot Rescue Mission. Leikjavísir 6.9.2024 08:47
Star Wars heimurinn skoðaður í GameTíví Sölvi Santos, nýr liðsmaður GameTíví, ætlar að virða fyrir sér söguheim Star Wars í kvöld. Hann ætlar að taka yfir rás GameTíví og spila leikinn Star Wars Outlaws. Leikjavísir 4.9.2024 19:30
Star Wars Outlaws: Ekki eins hræðilegur og internetið segir Star Wars Outlaws er í fljótu bragði ekki framúrskarandi leikur sem gerist í opnum heimi. Hann fylgir öllum helstu formúlunum og fer sjaldan upp úr þeim förum en hann er þó skemmtilegur og býr yfir góðri sögu úr Star Wars söguheiminum. Hann er ekki gallalaus og hefði haft gott af smá fínpússun fyrir útgáfu. Leikjavísir 4.9.2024 08:48
Endurgreiða þeim fáu sem keyptu Concord Forsvarsmenn Sony hafa ákveðið að taka nýja leikinn Concord úr sölu og endurgreiða þeim sem keyptu. Ekki verður hægt að spila leikinn eftir 6. september, á meðan tekin verður ákvörðun með framhald leiksins, sem gefinn var út þann 23. ágúst. Leikjavísir 3.9.2024 16:33
GameTíví: Snúa hlekkjaðir saman úr sumarfríi Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Veturinn ætla þeir að byrja á leiknum Chained together, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Leikjavísir 2.9.2024 19:31
Plortedo heldur til Landanna á milli Plortedo, eða Björn, mun kanna Löndin á milli í Elden Ring í GameTíví þætti kvöldsins. Er það liður í að hita upp fyrir útgáfu aukapakkans Shadow of the Erdtree sem kemur út næsta föstudag. Leikjavísir 16.6.2024 19:30
GameTíví: Plorrinn spilar Fallout Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld heldur þátturinn Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, áfram á GameTíví. Leikjavísir 2.6.2024 19:30
Ghost of Tsushima: Kominn út á PC og enn geggjaður Ghost of Tsushima er ekkert verri á PC en hann var á PS5. Þetta er enn einn af mínum uppáhaldsleikjum. Fáir leikir hafa jafn gott andrúmsloft og þessi þar sem berjast þarf gegn hjörðum Mongóla, í einstöku umhverfi. Leikjavísir 1.6.2024 08:45
Senua’s Saga: Hellblade 2: Merkilega flott stafræn upplifun Senua’s Saga: Hellblade 2 er merkilega flottur leikur og áhrifamikill en hann getur á köflum verið merkilega langdreginn. Það er þótt það taki bara nokkrar klukkustundir að spila sig í gegnum hann. Auk grafíkarinnar stendur hljóð leiksins uppúr. Leikjavísir 30.5.2024 08:46
Lokabardagi Pingsins í Baldur's Gate Föruneyti Pingsins lýkur ferðalagi sínu um Sverðsströndina í kvöld. Í þessum síðasta þætti Pingsins fer fram lokabardagi Baldur's Gate 3. Leikjavísir 22.5.2024 19:31