

Íslenska körfuboltalandsliðið karlamegin stendur í stað í 50. sæti styrkleikalista FIBA sem var uppfærður eftir síðasta landsleikjahlé um helgina eftir tvo leiki Íslands í undankeppni EuroBasket.
Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst.
Flautuþristur Dwayne Wade tryggði Miami Heat sigur á Golden State Warriors í Miami.
Körfuboltaþjálfarinn Fran McCaffery missti algjörlega stjórn á skapi sínu í gær er lið hans, Iowa, tapaði gegn Ohio State.
Topplið Keflavíkur var skellt niður á jörðina í Garðabæ í kvöld.
Dró til tíðinda í Dominos-deild kvenna í kvöld.
Fyrrum NBA-stjarnan Mike Bibby hefur verið vikið tímabundið úr starfi sem körfuboltaþjálfari hjá framhaldsskólaliði þar sem kennari í skólanum hefur sakað hann um kynferðislega áreitni.
Keflvíkingar geta örugglega ekki beðið eftir því að sjá landsliðskonuna Söru Rún Hinriksdóttur aftur í búningi Keflavíkurliðsins en það syttist nú óðum í endurkomu hennar.
Körfuboltagoðsögnin Kareem Abdul-Jabbar hefur ákveðið að selja heila fjóra meistarahringa sem hann vann með LA Lakers.
Vandræði Boston Celtics halda áfram en liðið steinlá fyrir Toronto Raptors á útivelli í nótt.
Doc Rivers, þjálfari LA Clippers, sýndi af sér einstakan höfðingsskap í nótt er hann tók leikhlé svo hægt væri að hylla leikmann andstæðinganna.
Karl-Anthony Towns missti af sínum fyrsta leik á NBA-ferli sínum á dögunum og það ekki að ástæðulausu.
Atlanta Hawks var fyrsta liðið til þess að halda aftur af James Harden í nótt, hann náði ekki að skora 30 stig í fyrsta skipti eftir 32 leiki í röð með yfir 30 stig.
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum.
Íslenski körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson kórónaði eftirminnilega viku hjá sér með því að vera kosinn besti leikmaður vikunnar í Atlantic 10 deildinni.
New York Knicks vann heimaleik í NBA deildinni í körfubolta í nótt í fyrsta skipti síðan 1. desember. Knicks hafði betur gegn San Antonio Spurs.
Valskonur gerðu góða ferð í Stykkishólm í dag þar sem þær unnu öruggan sigur á Snæfelli í Dominos deild kvenna í körfubolta.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta steinlá fyrir Belgum ytra í dag í lokaleik C-riðils í forkeppni Evrópumóts karla.
Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt en öll Íslendingaliðin töpuðu leikjum sínum þrátt fyrir jafna leiki.
Houston Rockets lagði Golden State Warriors að velli í stórleik næturinnar í NBA körfuboltanum þrátt fyrir að leika án sinnar skærustu stjörnu.
Jón Axel Guðmundsson fór á kostum í bandaríska háskólaboltanum í nótt og náði í fyrstu þrennu Davidson í 46 ár.
Paul George tryggði Oklahoma City Thunder sigur á Utah Jazz í tvíframlengdum leik í NBA deildinni í körfubolta í nótt.
James Harden, leikmaður Houston Rockets, var brjálaður eftir að hans lið hafði tapað gegn Lakers í nótt og sjálfur fór hann sendur af velli eftir að hafa klárað villukvótann.
Það er tæpur áratugur síðan körfuboltaþjálfarinn Don Nelson settist í helgan stein og hann er heldur betur að njóta þess að geta slakað á eftir ferilinn.
Það er mikið rætt í dag hvort ungstirnið Zion Williamson eigi yfir höfuð að spila annan leik í háskólaboltanum og þar með taka áhættu með framtíð sína.
Samkvæmt heimildum USA Today þá hafa forráðamenn NBA-deildarinnar ákveðið að lækka aldurstakmarkið í deildina um eitt ár.
Chris Paul hefur ekki verið neinn kórdrengur í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og ekki vann hann sér inn mörg heiðursmannastig í nótt.
Skórnir sem Zion Williamson spilaði í er sólinn fór undan skónum og hann meiddist eru skór sem bera nafn Paul George og heita PG 2.5. Þetta atvik var hræðileg auglýsing fyrir skóna og Nike.
Craig Pedersen hefur gert nokkrar breytingar á landsliðshópnum eins og búist var við.
NBA-deildin fór loksins af stað aftur í nótt eftir stjörnuleikshelgina og það var boðið upp á stórleik þar sem Milwaukee tók á móti Boston.