Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 79-77 | KR hefndi fyrir ófarirnar í Garðabænum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2020 22:15 Jakob Örn Sigurðsson á ferðinni með boltann í kvöld. vísir/bára KR vann tveggja stiga sigur á Stjörnunni í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gríðar spennandi leik í Domino´s deild karla í kvöld. KR var án tveggja lykilmanna í leiknum og átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann með 43 stiga mun í Garðabænum. Gekk það upp en liðið vann að lokum 79-77 sigur sem þýðir að liðið er nú jafnt Tindastól í 3. sæti Domino´s deild karla. Stjarnan heldur toppsætinu en liðið er með tveggja stiga forskot á Keflavík þegar tvær umferðir eru eftir. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um fjarveru Brynjars Þórs Björnssonar en hann ákvað að gefa ekki kost á sér í kvöld vegna kórónuveirunnar. Meira verður ekki ritað um það hér en Brynjar Þór tók ákvörðunina eflaust byggða á því sem hann telur best fyrir sína sig og fjölskyldu sína.Sjá einnig: Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Það þýddi hins vegar að sexfaldir Íslandsmeistarar KR voru án eins síns sterkasta leikmanns er ógnarsterkt lið Stjörnunnar kom í heimsókn. Þá er Dino Cinac, Króatinn í liði KR, enn frá vegna meiðsla á auga sem hann varð fyrir á æfingu á dögunum. Það var því ljóst að KR-ingar áttu erfitt verkefni fyrir höndum, sérstaklega ef horft er til fyrri leik liðanna í vetur þar sem Garðbæingar niðurlægðu Íslandsmeistarana. Leikurinn fór nokkuð vel af stað og þó það hafi verið betur mætt í DHL-Höllina í Vesturbænum þá var ljóst að liðin voru að leggja allt sem þau áttu í leikinn. Spennustig var hátt og mikið um óþarfa pústra að því virtist. Heimamenn nýttu kraft sinn og þyngd undir körfunni í upphafi leiks. Mike Craion fór mikinn í sókn liðsins og Kristófer Acox drjúgur og ljóst að hann er hægt og rólega að ná sínu besta formi eftir erfið veikindi fyrr í vetur. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru jafnar á flestum sviðum inn á vellinum. Heimamenn skoruðu fyrstu stigin og eftir það var mjótt á munum og staðan jöfn 22-22 þegar Stjarnan fór í sókn með sex sekúndur á klukkunni. Nickolas Tomsick náði skoti úr erfiðu færi utan af kantinum með Matthías Orra Sigurðarson í andlitinu en í netinu söng tuðran og Stjarnan þremur stigum yfir að loknum 1. leikhluta, 25-22. Í 2. leikhluta hélt jafnræðið áfram og hvorugt liðið náði almennilegu forskoti. Heimamenn svekktu sig á dómgæslu og þá ögruðu stuðningsmenn KR fyrrum leikmanni sínum Ægi Þór Steinarssyni. Kölluðu þeir „skjóttu Ægir“ allavega í tvígang og í bæði skiptin setti Ægir skotin sín niður. Eflaust þarf þó meira til að þagga niður í stuðningsmönnum sem hafa horft á lið sitt lyfta Íslandsmeistaratitlinum síðustu sex ár. Matthías Orri keyrði sóknarleik KR áfram og þá fór liðið að setja þriggja stiga skot en sóknarleikur gestanna einkenndist af því framan af fyrri hálfleik. Staðan var 39-36 þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en Kyle Johnson fékk þá tvö vítaskot sem geiguðu bæði. Hlynur Bæringsson náði hins vegar frákastinu og lét brjóta á sér. Setti hann sín niður og staðan 39-38 í hálfleik. Verst fyrir KR var hins vegar að bæði Matthías og Craion voru með þrjár villur þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað og sá fyrri, áfram héldu liðin að skiptast á að ná góðum köflum. Ef heimamenn settu fimm stig í röð þá svöruðu gestirnir úr Garðabænum með sínu fimm stiga áhlaupi. Það hjálpaði KR að setja tvo stóra þrista í 3. leikhluta en Þorvaldur Orri Ágústsson setti einn slíkan á mikilvægum tímapunkti í leiknum og kom KR fimm stigum yfir í stöðunni 53-48. Einu stig Þorvaldar í leiknum og þau komu á hárréttum tíma. Þá fór Jakob í reynslubankann þegar hann setti einn slíkan líka. Hinu megin hélt Tomsick áfram að skjóta í gríð og erg. Heimamenn þó sterkari aðilinn í 3. leikhluta og voru sex stigum yfir, 60-54, fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór spennan að gera vart um sig en bæði lið áttu urmul af klaufalegum sóknum. Tomsick setti rosalegan þrist af spjaldinu og ofan í þegar hann jafnaði metin í 67-67 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það reyndust KR-ingar sterkari aðilinn en síðustu sekúndur leiksins voru heila eilífð að renna sitt skeið. Stjarnan setti tvö ótrúelg þriggja stiga skot á milli þess sem KR setti niður vítaskot. Lokatölur 79-77 Íslandsmeisturunum í vil og stigin á leið í Vesturbæinn. Rosalegur leikur þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndubrotunum.Af hverju vann KR? Það má mögulega skrifa það á reynsluna. KR liðið var einfaldlega sterkara þegar á reyndi og þáf fékk liðið framlag frá mörgum leikmönnum. Til að mynda voru fimm leikmenn með 10 stig eða meira. Þá er spurning hvort reynsluleysi Stjörnunnar útskýri mikið af ótímabærum skotum af þeirra hálfu. Reynsluleysi í leikjum sem þessum þar að segja. Þegar mikið er undir. Það getur enginn sagt að lið sem inniheldur Hlyn Bæringsson skorti reynslu.Hverjir stóðu upp úr? Mike Craion var ótrúlegur í liði KR líkt og svo oft áður. Hann einfaldlegar færir menn til með skrokknum, ótrúlegt fyrir meðalmanninn að horfa á þetta. Craion var einu frákasti frá tvöfaldri tvennu en hann skoraði 25 stig, mest allra á vellinum og tók níu fráköst. Þá var Matthías Orri frábær í liði KR en hann skoraði 11 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Bróðir hans, Jakob, skoraði einnig 11 stig og þá skoruðu Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox 10 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Tomsick stigahæstur með 18 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann tók hins vegar slatta af ótímabærum skotum. Þá var Hlynur Bærings með 11 stig ásamt því að taka 16 fráköst hvorki meira né minna. Ægir Þór skoraði 14 stig og gaf átta stoðsendingar og Urald King skoraði 16 stig og tók sjö fráköst.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að gera út um leikinn og þrátt fyrir klaufagang sóknarlega skoruðu bæði lið hátt í 80 stig. Því má segja að varnarleikur þeirra hafi ef til vill ekki verið frábær en annars er lítið hægt að setja út leik liðanna í kvöld.Hvað gerist næst? Ríkjandi Íslandsmeistarar KR heimsækja granna sína í Val að Hlíðarenda þann 12. mars á meðan Stjarnan fær Hauka í heimsókn. Báðir leikirnir klukkan 19:15.Tomsick: Máttum tapa einum og verðum tilbúnir í næstu „Við vitum að þeir munu berjast. Við vissum að við værum að fara í „hundaslag,“ þeir náðu sóknarfráköstum sem gaf þeim auka stig og þar með leikinn,“ sagði Tomsick að leik loknum. „Við klikkuðum á góðum skotum, misstum boltann frá okkur en við komum til baka og verðum tilbúnir í leikinn gegn Haukum.“ „Nei. Við máttum tapa einum og verðum tilbúnir í næstu tvo,“ sagði Tomsick þurr að lokum aðspurður hvort tapið væri verra út af því að mótherji kvöldsins var KR.Ingi Þór: Frábær orka í liðinu „Fjórir leikir í röð þar sem við erum að gera góða hluti. Mér fannst frábær orka í liðinu og vorum tilbúnir að gera allskonar hluti. Stjarnan er frábært sóknarfrákastalið og mér finnst þeir hanga inn í leiknum á því annars fannst mér við betri aðilinn í leiknum í dag,“ sagði Ingi Þór að leik loknum. „Við náum fínni forystu en svo kemur þessi þristur frá (Nikolas) Tomsick, spjaldið og ofan í sem jafnar leikinn. Þá kom refurinn Helgi (Már) Magg með ofboðslega dýrmæta körfu. Þá fannst mér við aftur ná tökum á leiknum og vera í bílstjórasætinu eftir það. Er bara mjög stoltur af liðinu í dag,“ sagði Ingi þór að lokum. Matthías Orri í leik með KR í vetur.Vísir/Bára Matthías Orri: Allt að koma „Mér er búið að líða mjög vel eftir áramót. Þetta er allt að koma hægt og rólega. Við erum að spila ágætlega núna fyrir og eftir hlé. Þegar Dino Cinac og Brilli (Brynjar Þór Björnsson) koma aftur þá erum við nokkuð góðir,“ sagði Matthías við Svala Björgvinsson beint eftir leik á Stöð 2 Sport. „Við fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi. Það er ekkert vandamál að spila 35 mínútur í leik en en það mun styrkja okkur þegar þeir koma til baka,“ sagði hann aðspurður hvernig það væri að spila á svona fáum leikmönnum en liðið spilaði á aðeins sjö leikmönnum í kvöld. „Þeir eru erfiðir. Hlynur [Bæringsson] er sterkur, rosalegur íþróttamaður. Við ætluðum að hjálpast allir að, það gengur ekki að láta Mike [Craion] og Kristó [Acox] um þetta svo við komum þarna og reynum að hjálpa til. Það gekk ágætlega núna og það hentar okkur að spila svona jafna leiki sem þarf að „grind-a“ út,“ sagði Matti að lokum um frákastabaráttu kvöldsins. Arnar var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Bára Arnar: Vorum verra liðið og verðskulduðum að tapa „Mér fannst við ekki nógu beittir varnarlega,“ sagði Arnar, þjálfari Stjörnunnar um leik sinna manna í kvöld. „Við vorum að klúðra róteringum, langt frá mönnum, dekkuðum boltaskrefin illa og KR eru góðir þegar þú gefur þeim það.“ „Við vorum verra liðið í dag og verðskulduðum tap,“ sagði Arnar hreinskilinn. „Þarf að velta því fyrir mér. Fannst við staðir í fyrri hálfleik en betra í seinni hálfleik. Töpuðum boltanum of oft en þurfum bara að vera betri varnarlega,“ sagði Arnar að lokum um hvað mætti betur fara. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. 6. mars 2020 15:00 Matthías Orri: Fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi Matthías Orri Sigurðarson var frábær í liði KR í kvöld er liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-77 KR í vil og Íslandsmeistararnir hefndu þar með fyrir tapið stóra í Garðabænum fyrr á leiktíðinni. 6. mars 2020 23:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15
KR vann tveggja stiga sigur á Stjörnunni í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gríðar spennandi leik í Domino´s deild karla í kvöld. KR var án tveggja lykilmanna í leiknum og átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann með 43 stiga mun í Garðabænum. Gekk það upp en liðið vann að lokum 79-77 sigur sem þýðir að liðið er nú jafnt Tindastól í 3. sæti Domino´s deild karla. Stjarnan heldur toppsætinu en liðið er með tveggja stiga forskot á Keflavík þegar tvær umferðir eru eftir. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um fjarveru Brynjars Þórs Björnssonar en hann ákvað að gefa ekki kost á sér í kvöld vegna kórónuveirunnar. Meira verður ekki ritað um það hér en Brynjar Þór tók ákvörðunina eflaust byggða á því sem hann telur best fyrir sína sig og fjölskyldu sína.Sjá einnig: Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Það þýddi hins vegar að sexfaldir Íslandsmeistarar KR voru án eins síns sterkasta leikmanns er ógnarsterkt lið Stjörnunnar kom í heimsókn. Þá er Dino Cinac, Króatinn í liði KR, enn frá vegna meiðsla á auga sem hann varð fyrir á æfingu á dögunum. Það var því ljóst að KR-ingar áttu erfitt verkefni fyrir höndum, sérstaklega ef horft er til fyrri leik liðanna í vetur þar sem Garðbæingar niðurlægðu Íslandsmeistarana. Leikurinn fór nokkuð vel af stað og þó það hafi verið betur mætt í DHL-Höllina í Vesturbænum þá var ljóst að liðin voru að leggja allt sem þau áttu í leikinn. Spennustig var hátt og mikið um óþarfa pústra að því virtist. Heimamenn nýttu kraft sinn og þyngd undir körfunni í upphafi leiks. Mike Craion fór mikinn í sókn liðsins og Kristófer Acox drjúgur og ljóst að hann er hægt og rólega að ná sínu besta formi eftir erfið veikindi fyrr í vetur. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru jafnar á flestum sviðum inn á vellinum. Heimamenn skoruðu fyrstu stigin og eftir það var mjótt á munum og staðan jöfn 22-22 þegar Stjarnan fór í sókn með sex sekúndur á klukkunni. Nickolas Tomsick náði skoti úr erfiðu færi utan af kantinum með Matthías Orra Sigurðarson í andlitinu en í netinu söng tuðran og Stjarnan þremur stigum yfir að loknum 1. leikhluta, 25-22. Í 2. leikhluta hélt jafnræðið áfram og hvorugt liðið náði almennilegu forskoti. Heimamenn svekktu sig á dómgæslu og þá ögruðu stuðningsmenn KR fyrrum leikmanni sínum Ægi Þór Steinarssyni. Kölluðu þeir „skjóttu Ægir“ allavega í tvígang og í bæði skiptin setti Ægir skotin sín niður. Eflaust þarf þó meira til að þagga niður í stuðningsmönnum sem hafa horft á lið sitt lyfta Íslandsmeistaratitlinum síðustu sex ár. Matthías Orri keyrði sóknarleik KR áfram og þá fór liðið að setja þriggja stiga skot en sóknarleikur gestanna einkenndist af því framan af fyrri hálfleik. Staðan var 39-36 þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en Kyle Johnson fékk þá tvö vítaskot sem geiguðu bæði. Hlynur Bæringsson náði hins vegar frákastinu og lét brjóta á sér. Setti hann sín niður og staðan 39-38 í hálfleik. Verst fyrir KR var hins vegar að bæði Matthías og Craion voru með þrjár villur þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað og sá fyrri, áfram héldu liðin að skiptast á að ná góðum köflum. Ef heimamenn settu fimm stig í röð þá svöruðu gestirnir úr Garðabænum með sínu fimm stiga áhlaupi. Það hjálpaði KR að setja tvo stóra þrista í 3. leikhluta en Þorvaldur Orri Ágústsson setti einn slíkan á mikilvægum tímapunkti í leiknum og kom KR fimm stigum yfir í stöðunni 53-48. Einu stig Þorvaldar í leiknum og þau komu á hárréttum tíma. Þá fór Jakob í reynslubankann þegar hann setti einn slíkan líka. Hinu megin hélt Tomsick áfram að skjóta í gríð og erg. Heimamenn þó sterkari aðilinn í 3. leikhluta og voru sex stigum yfir, 60-54, fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór spennan að gera vart um sig en bæði lið áttu urmul af klaufalegum sóknum. Tomsick setti rosalegan þrist af spjaldinu og ofan í þegar hann jafnaði metin í 67-67 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það reyndust KR-ingar sterkari aðilinn en síðustu sekúndur leiksins voru heila eilífð að renna sitt skeið. Stjarnan setti tvö ótrúelg þriggja stiga skot á milli þess sem KR setti niður vítaskot. Lokatölur 79-77 Íslandsmeisturunum í vil og stigin á leið í Vesturbæinn. Rosalegur leikur þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndubrotunum.Af hverju vann KR? Það má mögulega skrifa það á reynsluna. KR liðið var einfaldlega sterkara þegar á reyndi og þáf fékk liðið framlag frá mörgum leikmönnum. Til að mynda voru fimm leikmenn með 10 stig eða meira. Þá er spurning hvort reynsluleysi Stjörnunnar útskýri mikið af ótímabærum skotum af þeirra hálfu. Reynsluleysi í leikjum sem þessum þar að segja. Þegar mikið er undir. Það getur enginn sagt að lið sem inniheldur Hlyn Bæringsson skorti reynslu.Hverjir stóðu upp úr? Mike Craion var ótrúlegur í liði KR líkt og svo oft áður. Hann einfaldlegar færir menn til með skrokknum, ótrúlegt fyrir meðalmanninn að horfa á þetta. Craion var einu frákasti frá tvöfaldri tvennu en hann skoraði 25 stig, mest allra á vellinum og tók níu fráköst. Þá var Matthías Orri frábær í liði KR en hann skoraði 11 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Bróðir hans, Jakob, skoraði einnig 11 stig og þá skoruðu Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox 10 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Tomsick stigahæstur með 18 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann tók hins vegar slatta af ótímabærum skotum. Þá var Hlynur Bærings með 11 stig ásamt því að taka 16 fráköst hvorki meira né minna. Ægir Þór skoraði 14 stig og gaf átta stoðsendingar og Urald King skoraði 16 stig og tók sjö fráköst.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að gera út um leikinn og þrátt fyrir klaufagang sóknarlega skoruðu bæði lið hátt í 80 stig. Því má segja að varnarleikur þeirra hafi ef til vill ekki verið frábær en annars er lítið hægt að setja út leik liðanna í kvöld.Hvað gerist næst? Ríkjandi Íslandsmeistarar KR heimsækja granna sína í Val að Hlíðarenda þann 12. mars á meðan Stjarnan fær Hauka í heimsókn. Báðir leikirnir klukkan 19:15.Tomsick: Máttum tapa einum og verðum tilbúnir í næstu „Við vitum að þeir munu berjast. Við vissum að við værum að fara í „hundaslag,“ þeir náðu sóknarfráköstum sem gaf þeim auka stig og þar með leikinn,“ sagði Tomsick að leik loknum. „Við klikkuðum á góðum skotum, misstum boltann frá okkur en við komum til baka og verðum tilbúnir í leikinn gegn Haukum.“ „Nei. Við máttum tapa einum og verðum tilbúnir í næstu tvo,“ sagði Tomsick þurr að lokum aðspurður hvort tapið væri verra út af því að mótherji kvöldsins var KR.Ingi Þór: Frábær orka í liðinu „Fjórir leikir í röð þar sem við erum að gera góða hluti. Mér fannst frábær orka í liðinu og vorum tilbúnir að gera allskonar hluti. Stjarnan er frábært sóknarfrákastalið og mér finnst þeir hanga inn í leiknum á því annars fannst mér við betri aðilinn í leiknum í dag,“ sagði Ingi Þór að leik loknum. „Við náum fínni forystu en svo kemur þessi þristur frá (Nikolas) Tomsick, spjaldið og ofan í sem jafnar leikinn. Þá kom refurinn Helgi (Már) Magg með ofboðslega dýrmæta körfu. Þá fannst mér við aftur ná tökum á leiknum og vera í bílstjórasætinu eftir það. Er bara mjög stoltur af liðinu í dag,“ sagði Ingi þór að lokum. Matthías Orri í leik með KR í vetur.Vísir/Bára Matthías Orri: Allt að koma „Mér er búið að líða mjög vel eftir áramót. Þetta er allt að koma hægt og rólega. Við erum að spila ágætlega núna fyrir og eftir hlé. Þegar Dino Cinac og Brilli (Brynjar Þór Björnsson) koma aftur þá erum við nokkuð góðir,“ sagði Matthías við Svala Björgvinsson beint eftir leik á Stöð 2 Sport. „Við fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi. Það er ekkert vandamál að spila 35 mínútur í leik en en það mun styrkja okkur þegar þeir koma til baka,“ sagði hann aðspurður hvernig það væri að spila á svona fáum leikmönnum en liðið spilaði á aðeins sjö leikmönnum í kvöld. „Þeir eru erfiðir. Hlynur [Bæringsson] er sterkur, rosalegur íþróttamaður. Við ætluðum að hjálpast allir að, það gengur ekki að láta Mike [Craion] og Kristó [Acox] um þetta svo við komum þarna og reynum að hjálpa til. Það gekk ágætlega núna og það hentar okkur að spila svona jafna leiki sem þarf að „grind-a“ út,“ sagði Matti að lokum um frákastabaráttu kvöldsins. Arnar var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Bára Arnar: Vorum verra liðið og verðskulduðum að tapa „Mér fannst við ekki nógu beittir varnarlega,“ sagði Arnar, þjálfari Stjörnunnar um leik sinna manna í kvöld. „Við vorum að klúðra róteringum, langt frá mönnum, dekkuðum boltaskrefin illa og KR eru góðir þegar þú gefur þeim það.“ „Við vorum verra liðið í dag og verðskulduðum tap,“ sagði Arnar hreinskilinn. „Þarf að velta því fyrir mér. Fannst við staðir í fyrri hálfleik en betra í seinni hálfleik. Töpuðum boltanum of oft en þurfum bara að vera betri varnarlega,“ sagði Arnar að lokum um hvað mætti betur fara.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. 6. mars 2020 15:00 Matthías Orri: Fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi Matthías Orri Sigurðarson var frábær í liði KR í kvöld er liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-77 KR í vil og Íslandsmeistararnir hefndu þar með fyrir tapið stóra í Garðabænum fyrr á leiktíðinni. 6. mars 2020 23:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15
Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. 6. mars 2020 15:00
Matthías Orri: Fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi Matthías Orri Sigurðarson var frábær í liði KR í kvöld er liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-77 KR í vil og Íslandsmeistararnir hefndu þar með fyrir tapið stóra í Garðabænum fyrr á leiktíðinni. 6. mars 2020 23:00
Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti