Innherji
Fjármálastjóri Kviku kaupir í bankanum fyrir um 10 milljónir
Ragnar Páll Dyer, fjármálastjóri Kviku, keypti í morgun hlutabréf í bankanum fyrir tæplega 10 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar keypti hann samtals 500 þúsund hluti á genginu 19,7 krónur á hlut.
Fyrsta fjármögnunin í íslenskum rafíþróttum gengin í gegn
Rafíþróttafélagið Dusty gekk í síðustu viku frá sinni fyrstu hlutafjáraukningu og er hún jafnframt fyrsta hlutafjáraukningin í rafíþróttum á Íslandi. Dusty, sem hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda, fékk 30 milljóna króna innspýtingu frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna.
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða
Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna.
Forstjóri Kviku selur bréf í bankanum fyrir nærri 70 milljónir
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, seldi hlutabréf í Kviku í dag fyrir nærri 70 milljónir samkvæmt tilkynningu sem var send til Kauphallarinnar. Seldi hann 3,3 milljónir hluta á genginu 20,4.
Nærri 20 prósenta samdráttur hjá Medis
Rekstrartekjur Medis, sem er dótturfélag lyfjarisans Teva Pharmaceutical Industries, námu 191 milljón evra á síðasta ári, jafnvirði 26,4 milljarða króna, og drógust þær saman um rúmlega 19 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Lítið um innlausnir fjárfesta úr sjóðum þrátt fyrir verðhrun á mörkuðum
Annan mánuðinn í röð minnkuðu fjárfestar við stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum en hreint útflæði úr þeim var samanlagt tæplega 900 milljónir króna í apríl.
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna minnkaði mikið á fyrsta ársfjórðungi
Eftir að hafa aukist nánast stöðugt undanfarin misseri og ár þá minnkaði hlutfall erlendra eigna stærstu lífeyrissjóða landsins verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samhliða gengisstyrkingu krónunnar og miklum verðlækkunum bæði hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum.
Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör
Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja.
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play
Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins.
Tekjur Arctic Adventures jukust um 50 prósent milli ára
Rekstrartekjur Arctic Adventures, sem er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, námu rúmlega 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra
Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan.
Jón Óttar í stjórn Nova eftir kaup fjárfesta á þriðjungshlut
Stokkað var upp í stjórn Nova, sem undirbýr nú skráningu á markað, í síðasta mánuði eftir að þrír framtakssjóðir fóru fyrir kaupum fjárfesta á rúmlega þriðjungshlut í fjarskiptafélaginu.
SaltPay missti stóra kúnna og mikla hlutdeild til keppinauta
Stórir samningar um færsluhirðingu, meðal annars við smásölurisann Festi, færðust frá SaltPay til keppinautanna Valitor og Rapyd á seinni hluta síðasta árs. Sú staðreynd að markaðshlutdeild SaltPay hefur legið niður á við í samfellt þrjú ár var ein ástæða fyrir því að Samkeppniseftirlitið taldi samruna keppinautanna skaðlegan samkeppni án sérstakra skilyrða.
Lánað 80 milljarða til fyrirtækja á fyrstu fjórum mánuðum ársins
Ekkert lát er á stöðugum vexti í nýjum útlánum bankanna til fyrirtækja sem námu yfir 25 milljörðum króna í apríl, litlu minna en í mánuðinum þar á undan, á meðan áfram heldur að hægja á íbúðalánum til heimila samtímis hækkandi vöxtum Seðlabankans.
Kvika fær fjórðung af markaðinum fyrir hverfandi litla greiðslu
Kvika banki greiðir hverfandi litla upphæð fyrir safn viðskiptasamninga, sem saman mynda um 25 prósenta hlutdeild á markaðinum fyrir færsluhirðingu hér á landi. Þetta má lesa úr tilkynningum Kviku og Samkeppniseftirlitsins sem voru sendar út í gær í tengslum við samþykki eftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, dótturfélagi Arion banka.
Seðlabankinn greip inn í til að hægja á styrkingu krónunnar
Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði á föstudaginn fyrir helgi þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja.
Nýir stjórnendur SKEL og Kristín Erla koma inn í stjórn Kaldalóns
Á hluthafafundi Kaldalóns síðar í vikunni, sem var boðað til að beiðni SKEL fjárfestingafélags, stærsta hlutahafans, verður stjórnarmönnum fasteignafélagsins fjölgað úr þremur í fimm. Nýráðnir stjórnendur SKEL, þeir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Magnús Ingi Einarsson, munu báðir koma inn í stjórn Kaldalóns en þeir hefja störf hjá fjárfestingafélaginu í byrjun júlí.
Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins
Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans.
SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd.
Hagnaður Já eykst verulega og nemur nærri 80 milljónum
Tekjur hlutafélagsins Já, sem rekur vefsíðuna og appið já.is, ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818, hækkuðu um liðlega 15 milljónir á árinu 2021 og námu samtals tæplega 1.200 milljónum króna. Þá jókst hagnaður félagsins um 75 prósent á milli ára og var samtals um 78 milljónir.
Hersir hverfur frá úttekt á útboði ÍSB eftir ábendingu um „læk“
Hersis Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi fyrir Seðlabanka Íslands, hefur látið af störfum sem ráðgjafi við úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka eftir að Bankasýslan gerði athugasemd við að hann hefði „lækað“ við færslu á Facebook sem varðaði útboðið.
Afskræming bankasölunnar
Einhvers konar stundarbrjálæði hafði gripið um sig. Forsíður vefmiðla voru undirlagðar af fréttum um að hinir og þessir hefðu fengið að kaupa Íslandsbanka á undirverði, og gífuryrðum um spillingu. Það heyrðust jafnvel háværar kröfur um að sölunni skyldi rift.
Bandarískur fjármálarisi bætir enn við hlut sinn í Íslandsbanka
Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Capital Group, sem hefur verið einn stærsti eigandi Íslandsbanka allt frá skráningu hans á markað í fyrra, juku enn frekar við eignarhlut sinn í bankanum fyrr í þessum mánuði með kaupum á bréfum fyrir samtals nærri 400 milljónir króna. Capital Group fer núna með 5,22 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka.
Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu
Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent.
Hagnaður Hvals sjöfaldast og nemur 3,5 milljörðum eftir sölu í Origo
Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, jókst um meira en sjöfalt á síðasta fjárhagsári fjárfestingafélagsins og nam tæplega 3,5 milljörðum króna borið saman við 490 milljónir á árinu áður. Þar munar mikið um sölu Hvals á öllum 13 prósenta hlut félagsins í Origo sumarið 2021 en bókfærður hagnaður vegna hennar var yfir 2,2 milljarðar.
Formaður Birtu segir haghafa vilja stýra sjóðnum úr fjarlægð
Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs, segir að á síðasta ári hafi sumir haghafar viljað stýra lífeyrissjóðnum úr fjarlægð. Mikilvægt sé að leyfa þeim sem hafa umboð til ákvarðana að stýra eignum sjóðsins milli ársfunda.
Hlutabréfaverð Íslandsbanka fellur og nálgast gengið í útboði ríkissjóðs
Gengi bréfa Íslandsbanka hefur lækkað um tvö prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun og stendur nú í 117,8 krónum á hlut. Hlutabréfaverðið er því aðeins tæplega einni krónu hærra, eða sem nemur 0,7 prósentum, en þegar ríkissjóður seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum með tilboðsfyrirkomulagi fyrir samtals tæplega 53 milljarða króna fyrir um tveimur mánuðum.
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða
Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu.
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin
Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“
Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE
Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.