Alvotech leitar til innlendra fjárfesta eftir auknu hlutafé
![Við skráningu Alvotech á markað um mitt árið 2022 var stærsti hluthafinn fjárfestingafélagið Aztiq, sem er að stórum hluta í eigu Róberts Wessmann, með um 40 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Alvogen, systurfélag Alvotech, með um 30 prósenta hlut. Róbert er einnig stór hluthafi í Alvogen með um þriðjungshlut.](https://www.visir.is/i/AB8F33BBDBCC81A8B09573CC5B07655FE4FC6439C9FA06500E435A5F8C6D1ACA_713x0.jpg)
Rúmum einum mánuði eftir að Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, kláraði útgáfu á breytanlegum skuldabréfum fyrir jafnvirði um tíu milljarða króna vinnur líftæknilyfjafyrirtækið núna að því að sækja sér umtalsverða fjárhæð í aukið hlutafé til að treysta fjárhaginn. Félagið hóf markaðsþreifingar við innlenda fjárfesta fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja, en stefnt er að því að klára útboðið fyrir opnun markaða á mánudag.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/721E607821B202E5B2955E285B139D6EFE1EE39E408A7493B6CE6A5076BF0B29_308x200.jpg)
Alvotech fær tíu milljarða fjármögnun til að greiða niður lán frá Alvogen
Alvotech hefur gengið frá tíu milljarða króna fjármögnun, jafnvirði um 59,7 milljón Bandaríkjadala, í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf í Alvotech.
![](https://www.visir.is/i/ABDBBFBC423EF676A44BBBCB6A1C3B43B31DC3428D257BBCC4C92C85D8C799C6_308x200.jpg)
Íslenskir sjóðir fjárfestu í Alvotech fyrir á fimmta milljarð
Fjögur stærstu íslensku sjóðastýringarfélögin fjárfestu í Alvotech fyrir samtals vel yfir fjóra milljarða króna í aðdraganda þess að líftæknilyfjafyrirtækið var skráð á markað hér heima og í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum. Sjóðir opnir almennum fjárfestum í rekstri Íslandssjóða, dótturfélagi Íslandsbanka, voru þar umsvifamestir.