Innherji
Velur Alvotech sem eina bestu fjárfestinguna í hlutabréfum á árinu 2024
Alvotech er í „einstakri“ stöðu til að verða leiðandi í þróun og framleiðslu á líftæknilyfjum, að sögn bandarísks hlutabréfagreinenda, sem hefur útnefnt íslenska félagið sem einn besta fjárfestingakostinn á hlutabréfamarkaði á þessu ári. Hlutabréfaverð Alvotech hefur verið mikilli siglingu, upp um meira en þriðjung á innan við mánuði, en í vikunni mæta fulltrúar bandaríska Lyfjaeftirlitsins til landsins til gera úttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins og mun niðurstaða hennar ráða miklu um framhaldið.
Að óttast ekki hagsældarhnignun með aðgerðaleysi í orkumálum
Gæfan er fallvölt. Engu að síður virðist hópur vinstrimanna ekki óttast hagsældarhnignun – sérstaklega þegar rætt er um orkumál. Ný framvarðarsveit Samfylkingarinnar fellur blessunarlega ekki í þann hóp.
Lífeyrissjóðir stækka við hlut sinn í Ísfélaginu eftir skráningu á markað
Tveir lífeyrissjóðir, sem voru meðal umsvifamestu þátttakenda í almennu hlutafjárútboði Ísfélagsins undir lok síðasta árs, hafa stækkað talsvert við stöðu sína í fyrirtækinu með kaupum á eftirmarkaði síðustu vikur fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Ísfélagsins hefur haldist nánast óbreytt frá fyrsta degi viðskipta þegar félagið var skráð á markað fyrir einum mánuði.
Tilboð JBT kom hlutabréfamarkaðnum á flug
Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.
„Ekki viðskiptahættir sem okkur líkar við,“ segir næst stærsti eigandi Samkaupa
Lífeyrissjóðurinn Birta, sem fer með tæplega fimmtungshlut í Samkaupum, gagnrýnir forsvarsmenn KEA fyrir óvandaða viðskiptahætti við sölu á hlut sínum í matvörukeðjunni til SKEL fjárfestingafélags með því að virða ekki ákvæði í hluthafasamkomulagi sem félagið hafði undirgengist. Framkvæmdastjóri Birtu segir að sjóðurinn muni núna endurskoða afstöðu sína til samkomulagsins vegna breytts eignarhalds en það hefur meðal annars snúið að skipan í stjórn Samkaupa.
EpiEndo ætlar að sækja yfir 15 milljarða til að fjármagna frekari rannsóknir
Íslenska lyfjafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals, sem vinnur að þróun á lyfi í töfluformi gegn lungnaþembu, hefur samið við alþjóðlegan fjárfestingabanka til að sjá um stóra hlutafjáraukningu síðar á árinu þar sem félagið áformar að sækja sér fjármagn upp á vel á annan tug milljarða króna. Sú fjármögnun á að standa undir kostnaði við næsta fasa af klínískum rannsóknum fram til ársins 2028 en stjórnendur EpiEndo eru bjartsýnir á að félagið geti náð verulegri hlutdeild á markaði sem gæti verið verið árlega um 30 milljarðar Bandaríkjadala að stærð.
Áforma að auka gjaldeyriseignir sínar um liðlega 150 milljarða á nýju ári
Lífeyrissjóðir landsins setja stefnuna á að auka hlutfallslegt vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum um meira en tvær prósentur á þessu ári, samkvæmt þeim fjárfestingastefnum sem stjórnir sjóðanna hafa samþykkt, en á sama tíma búast þeir við að minnka hlutfall ríkisbréfa og innlendra hlutabréfa. Neikvæð raunávöxtun annað árið í röð þýðir að sumir sjóðir þurfa að óbreyttu að bregðast við halla á tryggingafræðilegri stöðu.
Útleiguhlutfall Eikar nokkuð lágt en verðmat er 45 prósent yfir markaðvirði
Útleiguhlutfall Eikar er nokkuð lágt, að mati greinanda sem metur gengi fasteignafélagsins 45 prósent yfir markaðsvirði. Þriðji ársfjórðungur var „örlítið erfiðari í útleigu“ heldur en fyrstu tveir fjórðungar ársins.
Hlutabréf enn hátt verðlögð miðað við hagnað og áhættulausa kröfu
Þetta er í síðasta skipti sem CAPE-hlutfallið er birt byggt á Úrvalsvísitölunni OMXI10 en frá og með 1. janúar 2024 mun hún bera heitið OMXI15 og innihalda fimmtán félög í stað tíu. Hagsveifluleiðrétt hlutfall verðs á móti raunhagnaði (CAPE) fyrir Úrvalsvísitöluna OMXI10 endaði síðasta ár í 28,1 samanborið við 29,1 árið áður.
SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað
Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti.
Coca-Cola á Ísland fjárfesti fyrir 1,4 milljarða króna í nýrri framleiðslulínu
Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) fjárfesti fyrir 1,4 milljarða króna í nýrri framleiðslulínu á árinu. Hún tryggir áframhaldandi framleiðslu óáfengra drykkjarvara á Íslandi og „umbylti framleiðsluferlinu okkar í öllu sem snýr að sjálfbærni,“ segir forstjóri félagsins.
„Miklar áhyggjur“ af ákvarðanafælni í orkuskiptum
Það er ótrúleg staða að við skulum standa frammi fyrir orkuskorti á komandi árum og séum að brenna olíu í stað þess að nýta umhverfisvænt rafmagn, segir framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar EFLU sem fagnaði 50 ára afmæli í árinu.
Fjárfestar selt í hlutabréfasjóðum fyrir meira en tíu milljarða á árinu
Þrátt fyrir viðsnúning á mörkuðum undir lok síðasta mánaðar þegar fréttir af mögulegu yfirtökutilboði í Marel bárust þá var ekkert lát á áframhaldandi útflæði fjármagns úr hlutabréfasjóðum. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins hafa fjárfestar minnkað stöðu sína í slíkum sjóðum umtalsvert meira en allt árið 2022 en í tilfelli skuldabréfasjóða hefur útflæðið nærri þrefaldast.
Svifaseint og sívaxandi skrifræði ein helsta áskorunin í íslensku efnahagslífi
Svifaseint og sívaxandi skrifræði er að verða helsta áskorunin í íslensku efnahagslífi, segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, móðurfélags B.M. Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar.
Mesta tæknibylting frá upphafi mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra
Upplýsingatækni er sá geiri sem þróast hvað hraðast. „Næstu ár verða sérstaklega áhugaverð enda mesta tæknibylting frá upphafi tengd gervigreind sem mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra,“ segir Gunnar Zoëga, forstjóri OK. Opin Kerfi og Premis sameinuðust í fyrra undir nafninu OK.
Yfirtaka á Marel gæti „heft“ uppfærslu á markaðnum hjá vísitölufyrirtækjum
Verði af yfirtöku bandaríska fyrirtækisins JBT á Marel er hætt við því að það myndi „hefta“ frekari hækkun á gæðaflokkun íslenska markaðarins hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn forstjóra Kauphallarinnar, enda sé ólíklegt að þau myndu telja íslensku kauphöllina vera heimamarkað sameinaðs félags. Stjórnendur Kauphallarinnar hafa haft væntingar um að markaðurinn gæti fengið uppfærslu í flokk nýmarkaðsríkja hjá MSCI á árinu 2024.
Uppbygging í ólgusjó á hlutabréfamarkaði
Lengst af ársins 2023 var íslenskur hlutabréfamarkaður í ólgusjó. Þar skipti mestu máli hátt vaxtastig, knúið áfram af þrálátri verðbólgu og háum verðbólguvæntingum, sem var dragbítur á markaðinn. Þá bárust fréttir af stærstu skráðu félögunum sem fóru illa í fjárfesta. Áhyggjur af köldu efnahagslífi og heitum kjarasamningunum á næsta ári vofðu yfir markaðnum og alvarlegt stríðsástand í heiminum bætti ekki úr skák.
Hraðar framfarir í stafrænni þjónustu vekja athygli erlendis
Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun Evrópusambandsins á stafrænni þjónustu og hækkaði um heil þrjú sæti milli ára. Þessar hröðu framfarir okkar Íslendinga á þessum vettvangi hafa vakið eftirtekt erlendis, segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugsmiðjunnar.
Rekstrarumhverfi verslana áfram krefjandi á nýju ári
Rekstrarumhverfið hefur verið krefjandi á árinu sem er að líða, þar sem kostnaður er einfaldlega orðinn of hár, segir forstjóri S4s sem rekur meðal annars verslanirnar Air, Ellingsen, Skór.is, Steinar Waage og S4S Premium Outlet í Holtagörðum.
Heilbrigðisvottorð á fjármálakerfið
Öllum er okkur hollt að fá reglulega utanaðkomandi aðila til að kanna hvort hlutirnir gangi fyrir sig eins og þeir eiga að gera, enda gests augað glöggt. Nokkrar slíkar úttektir sem snúa að íslensku fjármálakerfi voru framkvæmdar á árinu. Rauði þráðurinn í niðurstöðum þeirra er að þær breytingar sem gerðar hafi verið á umgjörð fjármálastarfsemi hér á landi undanfarin ár hafi reynst heillavænlegar.
Kvika á mikið inni, segir greinandi
Kvika á mikið inni, að sögn hlutabréfagreinenda sem metur bankann um 23 prósentum yfir markaðsvirði, en gengi bréfa bankans hefur hækkað um fimmtung á einum mánuði. „Það er von á hraustlegri arðgreiðslu eða endurkaupum,“ segir í verðmati um væntanlega sölu á TM.
Að birta fjárhagsupplýsingar á undan ársreikningi
Einn mikilvægasti tímapunkturinn í fjárfestatengslum skráðra félaga er þegar þau birta fjárhagsupplýsingar fyrir árið. Fjárfestar bíða í ofvæni eftir að sjá rekstrarniðurstöðu ársins dregna saman, með umfjöllun um helstu áhrifaþætti og jafnvel horfur á komandi misserum. Hér á landi hefur yfirleitt verið horft á birtingu fjárhagsupplýsinga og ársreikning sem sama hlutinn. Þannig er það samt ekki erlendis.
Kaupverðið á PayAnalytics getur orðið allt að sex milljarðar
Kaupverð PayAnalytics getur numið allt að fimm til sex milljörðum króna gangi tiltekin afkomumarkmið eftir, samkvæmt heimildum Innherja. Til samanburðar er markaðsvirði flugfélagsins Play 6,5 milljarðar króna.
World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið
World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja.
Guðmundur að hætta sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu
Guðmundur Árnason, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjórtán ár, lætur senn af störfum í ráðuneytinu. Hann mun að eigin sögn taka við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni á næsta ári.
Meiri áhættusækni kallar á stífari kröfur um starfsemi lífeyrissjóða
Breyttar og áhættusamari áherslur í fjárfestingum lífeyrissjóðakerfisins, sem er að stækka ört, eru ekki „óeðlilegar“ en þær þýða að sama skapi að sjóðirnir þurfa að lúta stífari kröfum um meðal annars áhættustýringu, að sögn seðlabankastjóra. Hann telur gagnrýni á að rekstrarkostnaður sjóðanna sé of mikill um margt vera ósanngjörn.
Regluleg heildarlaun voru hæst hjá ríkisstarfsmönnum
Á fyrri helmingi þessa árs dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 2,7 prósent á milli ára en laun á mann hækkuðu um 8,6 prósent á fyrri helming 2023. Regluleg heildarlaun voru almennt hæst hjá ríkisstarfsmönnum í maí eða 880 þúsund krónur. Launin voru 29 þúsund krónum hærri en þegar litið er til heildarlauna allra hópa.
Setur áherslu á auknar fjárfestingar erlendis en minnkar vægi ríkisbréfa
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins boðar litlar breytingar á hlutfalli sínu í fjárfestingum í innlendum hlutabréfum á komandi ári á meðan stefnan er sett á að auka áfram nokkuð vægi erlendra eigna í eignasafninu. Útlit er fyrir töluverða endurfjárfestingarþörf hjá Gildi í náinni framtíð og á árinu 2024 er áætlað að hún verði vel yfir fimmtíu milljarðar króna.
Samruni Marels og JBT skynsamlegur ef skuldir aukast ekki verulega
Greinendur bandaríska fjárfestingarbankans William Blair telja að Marel og John Bean Technologies (JBT) séu nú nær því að hefja samrunaviðræður og um möguleika á „verulegum“ samlegðaráhrifum ef samningar nást.
Bala safnar um 700 milljónum í vísisjóð
Founders Ventures Management, sem stýrt er af Bala Kamallakharan, vinnur að því að stækka vísisjóð um um það bil fimm milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 700 milljónir króna. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum á hugmyndastigi og við það yrði hann um 9,5 milljónir dala, jafnvirði um 1,3 milljarðar króna.