Handbolti

Árni Bragi til KA
Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson leikur með KA næstu tvö árin.

Topplið Vals styrkir sig
Valur hefur styrkt sig fyrir átök næsta vetrar í Olís deild karla en Þorgeir Bjarki Davíðsson mun leika með Valsmönnum á næstu leiktíð.

Guðjón Valur tekur við Gummersbach
Guðjón Valur Sigurðsson tekur við liðinu sem hann lék með á árunum 2005-08.

Basti er brattur en viðurkennir verðugt verkefni: „Oft hringt í mig þegar enginn annar vill það“
Sebastian Alexandersson, nýráðinn þjálfari Fram, segir verkefnið verðugt en hann ætlar sér að koma liðinu í úrslitakeppni Olís deildar karla að ári liðnu.

Guðjón Valur meðal markahæstu manna í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna á dögunum eftir einkar farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta.

Jóhann Gunnar um Barbasinski skottæknina: „Þetta er ákveðin taktík“
Á dögunum fór fram uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar. Þar var farið yfir allt það helsta sem gerðist á leiktíðinni.

Andri Heimir spenntur fyrir komandi leiktíð: „Eins og maður sé að koma heim“
Rætt var við Andra Heimi Friðriksson, nýráðinn spilandi aðstoðarþjálfara ÍR, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld.

Andri Heimir þjálfar og spilar hjá ÍR
Handknattleiksmaðurinn Andri Heimir Friðriksson verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR næstu tvö árin.

Rut gæti leikið á Íslandi á næstu leiktíð en segir leiðinlegt að missa af Final Four
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir, sem varð sófameistari í Danmörku á dögunum, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá henni og unnusta sínum Ólafi Gústafssyni sem einnig hefur leikið í Danmörku undanfarin ár.

Gerði samning við fimmtán ára Guðjón Val að hann mætti æfa með meistaraflokki færi hann eftir fyrirmælum
Gauti Grétarsson, sem var fyrsti þjálfari Guðjóns Vals Sigurðssonar í meistaraflokki, segir að Guðjón Valur hafi fengið tækifæri hjá Gróttu/KR eftir að allir liðsfélagar hans í 3. flokki hafi hætt.

Sandra: Gaman að taka þetta skref á eigin forsendum
Sandra Erlingsdóttir er á leið til Danmerkur til þess að spila með Álaborg. Þetta var staðfest í morgun en hún segir að þetta hafi komið upp fyrir um tveimur vikum.

Jóhann Birgir aftur í Kópavoginn
Handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson hefur samið við HK og mun leika með liðinu í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð.

Guðmundur um Guðjón Val: „Einn merkasti íþróttamaður Íslendinga frá upphafi“
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn merkasti íþróttamaður sögunnar hér á landi. Hann segir að það „sé svo margt gott hægt að segja um þennan mann.“

Sandra spilar ekki með ÍBV: Búin að semja í Danmörku
Landsliðskonan í handbolta, Sandra Erlingsdóttir, mun ekki leika með ÍBV í vetur eins og stóð til en hún hefur samið við Álaborg í Danmörku.

Slæm ákvörðun sem við breyttum í mjög góðan hlut
„Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð.

Fyndnustu atvik tímabilsins: „Versta lokasókn aldarinnar“
Þjálfari bókstaflega henti leikmanni sínum inn á völlinn, Kári Kristján lenti í klemmu, og Afturelding átti líklega verstu lokasókn aldarinnar. Þetta og fleira til má sjá í síðustu útgáfunni af Hvað ertu að gera maður?

Leikmannamarkaðurinn frosinn: „Maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt“
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna.

Seinni bylgjan: Tíu bestu tilþrif vetrarins
Eyjamenn áttu allra flottustu tilþrif handboltavetrarins að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar en ýmsir fleiri sýndu mögnuð tilþrif á tímabilinu.

Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“
„Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta.

Botna ekkert í yfirlýsingu HK: „Hlýtur að vera byggt á misskilningi“
Stjarnan segir að hvorki HK né HSÍ hafi samband við sig vegna félagaskipta handboltamannsins Péturs Árna Haukssonar. HK-ingar eru ósáttir við vinnubrögð Stjörnumanna í málinu.

ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður
Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur.

Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals
Vísir fer yfir tíu af stærstu augnablikunum á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem lagði skóna á hilluna í gær.

HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann
HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar.

Óli Stef og þýska landsliðið heiðra Guðjón: „Einn af bestu handboltamönnum heimsins“
Ólafur Stefánsson fer afar fögrum orðum um félaga sinn til margra ára úr íslenska landsliðinu, Guðjón Val Sigurðsson, eftir að Guðjón tilkynnti í dag að handboltaskórnir væru komnir í hilluna. Andstæðingar hans í þýska landsliðinu þakka fyrir marga góða leiki.

Ánægður að geta hætt á eigin forsendum og stefnir á þjálfun
Guðjón Valur Sigurðsson er sáttur með ákvörðunina sem hann tók um að hætta að spila handbolta. Þjálfun verður væntanlega næst á dagskránni hjá honum.

Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár
Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans.

Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals
Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum.

Lentu 33 sinnum í hrömmunum á Alfreð og Erlingi
Gullaldarleikur KA og Vals síðan í bikarúrslitunum 1995 var endursýndur á dögunum og það bauð upp á tækifæri til að taka saman athyglisverða tölfræði úr þessum goðsagnakennda bikarúrslitaleik.

„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“
Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar.

Guðjón Valur hættur
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna