Handbolti

Janus og Sigvaldi kynntir hjá Kolstad

Kolstad tilkynnti í dag um sex leikmenn sem munu ganga til liðs við félagið á næstu tveim árum. Meðal þeirra eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Handbolti

Aron og félagar snéru taflinu við í seinni hálfleik

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan endurkomusigur er liðið heimsótti Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik komu Aron og félagar til baka og unnu góðan eins marks sigur, 31-30.

Handbolti

Elín Jóna fór á kostum í Íslendingaslag

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Ringkøbing er liðið vann góðan átta marka sigur, 28-20, gegn Steinunni Hansdóttur og liðsfélögum hennar í Skanderborg í danska handboltanum í kvöld.

Handbolti

Stigalausir Mosfellingar stríddu toppliðinu

Stigalaust lið Aftureldingar tapaði gegn toppliði Fram í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 29-25, en það tók Framara rúmar 50 mínútur að hrista Mosfellinga af sér.

Handbolti

Ýmir hafði betur í Íslendingaslag

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan 11 marka sigur, 34-23, er liðið tók á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Handbolti

Öruggur Meistaradeildarsigur Orra Freys og félaga

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í norska liðinu Elverum fóru til Hvíta-Rússlands þar sem þeir heimsóttu Meshkov Brest í sjöttu umferð Meistaradeildarinnar í handbolta. Orri Freyr og félagar náðu yfirhöndinni snemma og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27.

Handbolti

Íslendingalið Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik

Gummarsbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Hákon Daða Styrmisson og Elliða Snær Viðarsson innanborðs, máttu þola sitt fyrsta tap í þýsku B-deildinni í handbolta á tímabilinu er liðið heimsótti Rostock. Lokatölur urðu 34-33, en Gummersbach heldur toppsæti deildarinnar.

Handbolti

Fyrsta tap Arons og félaga | Kielce lyfti sér upp að hlið Barcelona

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg þurftu að sætta sig við sitt fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu er liðið heimsótti ungverska liðið Pick Szeged í A-riðili, 31-28. Á sama tíma unnu Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Vive Kielce nokkuð öruggan fimm marka sigur gegn PSG, 38-33, og er liðið nú á toppi B-riðils ásamt Barcelona.

Handbolti