Erlent Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sakhæfisaldur verður lækkaður niður í þrettán ár í aðgerðum sem hægriflokkarnir sem standa að sænsku ríkisstjórninni boða til þess að stemma stigu við afbrotum unglinga. Þá vilja þeir gera lögreglu kleift að beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn börnum sem eru yngri en fimmtán ára. Erlent 10.9.2025 11:51 Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Erlent 10.9.2025 11:24 Herinn skakkar leikinn í Katmandú Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Erlent 10.9.2025 10:40 Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Úkraínskur tölvuþrjótur hefur ratað á lista yfir þá glæpamenn sem lögregluyfirvöld í Evrópu hafa hvað mestan áhuga á að fanga. Bandaríkjamenn hafa heitið tíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Erlent 10.9.2025 08:17 Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Yfirvöld í Ástralíu hafa lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis gegn klamydíu sem vísindamenn vonast til að geti bjargað kóalabjörnum frá útrýmingu. Erlent 10.9.2025 07:37 Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022. Erlent 10.9.2025 06:43 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Erlent 9.9.2025 23:04 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20 Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Erlent 9.9.2025 21:58 Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð. Erlent 9.9.2025 20:14 Skipar strax nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur strax skipað nýjan forsætisráðherra, einungis einum degi eftir að stjórnarmeirihlutinn á franska þinginu stóðst ekki vantrauststillögu. Nýi forsætisráðherrann er Sébastien Lecornu, varnarmálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og bandamaður Macrons til langs tíma. Erlent 9.9.2025 18:47 Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Erlent 9.9.2025 18:11 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. Erlent 9.9.2025 15:21 Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. Erlent 9.9.2025 15:04 Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Erlent 9.9.2025 14:57 Ísraelar gera loftárásir á Katar Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. Erlent 9.9.2025 13:48 Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. Erlent 9.9.2025 13:46 Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Farsímar verða bannaðir í sænskum grunnskólum frá og með upphafi skólaársins haustið 2026. Símabannið mun einnig ná til frímínútna og frístundaheimila. Erlent 9.9.2025 10:54 Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. Erlent 9.9.2025 08:21 Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. Erlent 9.9.2025 08:21 Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. Erlent 9.9.2025 07:25 Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Ísraelsher hefur fyrirskipað íbúum Gasa-borgar að yfirgefa borgina, vegna aukins þunga í loftárásum. Þá hefur forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu ráðlagt fólki að hafa sig á brott, þar sem innrás sé yfirvofandi. Erlent 9.9.2025 06:44 Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Ómögulegt er að bjarga núverandi skipan alþjóðamála og ríki Evrópu þurfa að aðlaga sig aftur að lögmáli frumskógarins eða vinna að því að skapa nýtt alþjóðakerfi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem til stendur að birta á morgun. Erlent 8.9.2025 22:41 Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga. Erlent 8.9.2025 22:24 Opinbera bréf Trumps til Epsteins Afrit af bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk að gjöf frá vinum sínum þegar hann varð fimmtugur árið 2003 er komið í hendur þingmanna. Bókin inniheldur meðal annars bréf og teikningu frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að bréfið, sem hann skrifaði undir, sé ekki raunverulegt. Erlent 8.9.2025 19:29 Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Erlent 8.9.2025 19:07 Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Erlent 8.9.2025 17:41 Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. Erlent 8.9.2025 14:06 Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn ætla að leggja fram gögn til að styðja ákæru á hendur úgöndskum stríðsherra vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mannkyninu að honum fjarstöddum. Málið er sagt geta haft fordæmisgildi þar sem grunaður maður er ekki í haldi, til dæmis fyrir Vladímír Pútín og Benjamín Netanjahú. Erlent 8.9.2025 11:37 Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. Erlent 8.9.2025 10:58 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sakhæfisaldur verður lækkaður niður í þrettán ár í aðgerðum sem hægriflokkarnir sem standa að sænsku ríkisstjórninni boða til þess að stemma stigu við afbrotum unglinga. Þá vilja þeir gera lögreglu kleift að beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn börnum sem eru yngri en fimmtán ára. Erlent 10.9.2025 11:51
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Erlent 10.9.2025 11:24
Herinn skakkar leikinn í Katmandú Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Erlent 10.9.2025 10:40
Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Úkraínskur tölvuþrjótur hefur ratað á lista yfir þá glæpamenn sem lögregluyfirvöld í Evrópu hafa hvað mestan áhuga á að fanga. Bandaríkjamenn hafa heitið tíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Erlent 10.9.2025 08:17
Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Yfirvöld í Ástralíu hafa lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis gegn klamydíu sem vísindamenn vonast til að geti bjargað kóalabjörnum frá útrýmingu. Erlent 10.9.2025 07:37
Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022. Erlent 10.9.2025 06:43
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Erlent 9.9.2025 23:04
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20
Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Erlent 9.9.2025 21:58
Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð. Erlent 9.9.2025 20:14
Skipar strax nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur strax skipað nýjan forsætisráðherra, einungis einum degi eftir að stjórnarmeirihlutinn á franska þinginu stóðst ekki vantrauststillögu. Nýi forsætisráðherrann er Sébastien Lecornu, varnarmálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og bandamaður Macrons til langs tíma. Erlent 9.9.2025 18:47
Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Erlent 9.9.2025 18:11
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. Erlent 9.9.2025 15:21
Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. Erlent 9.9.2025 15:04
Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Erlent 9.9.2025 14:57
Ísraelar gera loftárásir á Katar Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. Erlent 9.9.2025 13:48
Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. Erlent 9.9.2025 13:46
Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Farsímar verða bannaðir í sænskum grunnskólum frá og með upphafi skólaársins haustið 2026. Símabannið mun einnig ná til frímínútna og frístundaheimila. Erlent 9.9.2025 10:54
Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. Erlent 9.9.2025 08:21
Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Að minnsta kosti nítján létust og yfir 100 særðust í átökum mótmælenda og lögregluyfirvalda í Katmandú í Nepal í gær. Erlent 9.9.2025 08:21
Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. Erlent 9.9.2025 07:25
Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Ísraelsher hefur fyrirskipað íbúum Gasa-borgar að yfirgefa borgina, vegna aukins þunga í loftárásum. Þá hefur forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu ráðlagt fólki að hafa sig á brott, þar sem innrás sé yfirvofandi. Erlent 9.9.2025 06:44
Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Ómögulegt er að bjarga núverandi skipan alþjóðamála og ríki Evrópu þurfa að aðlaga sig aftur að lögmáli frumskógarins eða vinna að því að skapa nýtt alþjóðakerfi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem til stendur að birta á morgun. Erlent 8.9.2025 22:41
Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga. Erlent 8.9.2025 22:24
Opinbera bréf Trumps til Epsteins Afrit af bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk að gjöf frá vinum sínum þegar hann varð fimmtugur árið 2003 er komið í hendur þingmanna. Bókin inniheldur meðal annars bréf og teikningu frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að bréfið, sem hann skrifaði undir, sé ekki raunverulegt. Erlent 8.9.2025 19:29
Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Erlent 8.9.2025 19:07
Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Erlent 8.9.2025 17:41
Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. Erlent 8.9.2025 14:06
Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn ætla að leggja fram gögn til að styðja ákæru á hendur úgöndskum stríðsherra vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mannkyninu að honum fjarstöddum. Málið er sagt geta haft fordæmisgildi þar sem grunaður maður er ekki í haldi, til dæmis fyrir Vladímír Pútín og Benjamín Netanjahú. Erlent 8.9.2025 11:37
Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. Erlent 8.9.2025 10:58