Erlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Erlent 24.10.2025 11:45 Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Kvennaverkfallið verður í fyrirrúmi í fréttatímanum nú í hádeginu. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir dagskrá á Asturvelli síðar í dag og í öðrum sveitarfélögum hófst hún jafnvel strax í morgun. Erlent 24.10.2025 11:37 Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Erlent 24.10.2025 09:05 Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. Erlent 24.10.2025 08:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24.10.2025 08:01 Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera hættur öllum viðræðum við Kanadamenn um tolla og viðskipti á milli landanna. Ástæðan er auglýsing sem sýnd hefur verið í Kanada þar sem tollahækkanir Trumps eru harðlega gagnrýndar. Erlent 24.10.2025 07:28 Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Tveir alríkisdómarar í Bandaríkjunum hafa viðurkennt að hafa gefið út ákvarðanir sem voru fullar af villum, eftir að gervigreind var notuð til að semja þær. Erlent 24.10.2025 07:10 Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Erlent 24.10.2025 06:50 Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Erlent 23.10.2025 17:00 Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. Erlent 23.10.2025 14:31 „Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. Erlent 23.10.2025 13:46 Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi. Erlent 23.10.2025 12:07 Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Alþjóðaskáksambandið (FIDE) rannsakar nú yfirlýsingar rússneska stórmeistarans Vladímírs Kramnik um meint svindl Daniels „Danya“ Naroditsky, bandarísks stórmeistara sem lést í vikunni. Vinir Naroditsky úr skákheiminum gagnrýna harðlega glæfralegar ásakanir Kramnik. Erlent 23.10.2025 09:59 Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn. Erlent 23.10.2025 09:58 Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Gert er ráð fyrir að tugþúsundir munu taka þátt í baráttufundum- og göngum stjórnmálaflokkanna Fidesz og Tisza í Búdapest í Ungverjalandi í dag, en gengið verður til þingkosninga í apríl á næsta ári. Erlent 23.10.2025 08:44 Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Mikill hiti var í mönnum þegar þremenningarnir sem sækjast eftir því að verða næsti borgarstjóri New York komu saman í kappræðum í gær. Erlent 23.10.2025 07:29 Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Erlent 22.10.2025 23:39 Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Erlent 22.10.2025 22:05 Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Öryggismyndavélar sem vakta áttu svalirnar þar sem skartgripir Napóleons Bonaparte voru til sýnis á Louvre-safninu sneru í ranga átt þegar þjófar létu greipar sópa á sunnudag og hlupu á brott með gripina. Erlent 22.10.2025 18:31 Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Erlent 22.10.2025 16:03 Gerðu árás á leikskóla í Karkív Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív. Erlent 22.10.2025 11:32 Hegseth bannar nú samskipti við þingið Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn. Erlent 22.10.2025 10:38 Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti greitt Donald Trump forseta jafnvirði hátt í þrjátíu milljarða íslenskra króna í meintar skaðabætur vegna rannsókna þess á honum. Trump segist sjálfur hafa lokaorðið um hvort alríkisstjórnin sem hann stýrir verði við kröfu hans. Erlent 22.10.2025 09:32 Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Vísindamenn við King's College í Lundúnum og University of Oxford hafa birt niðurstöður rannsóknar þar sem þeir flokka þungþyndislyf og raða eftir aukaverkunum og alvarleika þeirra. Erlent 22.10.2025 07:58 Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sextíu og þrír eru látnir eftir að tvær rútur skullu saman þegar þær reyndu að taka fram úr flutningabifreið og fólksbíl, á Kampala-Gulu hraðbrautinni í Úganda. Erlent 22.10.2025 06:58 Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Úkraínski herinn gerði í gærkvöldi árás á efnaverksmiðju í rússnesku borginni Bryansk. Erlent 22.10.2025 06:51 Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. Erlent 21.10.2025 16:29 Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið. Erlent 21.10.2025 14:59 Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Erlent 21.10.2025 13:14 Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Erlent 21.10.2025 11:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Erlent 24.10.2025 11:45
Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Kvennaverkfallið verður í fyrirrúmi í fréttatímanum nú í hádeginu. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir dagskrá á Asturvelli síðar í dag og í öðrum sveitarfélögum hófst hún jafnvel strax í morgun. Erlent 24.10.2025 11:37
Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Erlent 24.10.2025 09:05
Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. Erlent 24.10.2025 08:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24.10.2025 08:01
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera hættur öllum viðræðum við Kanadamenn um tolla og viðskipti á milli landanna. Ástæðan er auglýsing sem sýnd hefur verið í Kanada þar sem tollahækkanir Trumps eru harðlega gagnrýndar. Erlent 24.10.2025 07:28
Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Tveir alríkisdómarar í Bandaríkjunum hafa viðurkennt að hafa gefið út ákvarðanir sem voru fullar af villum, eftir að gervigreind var notuð til að semja þær. Erlent 24.10.2025 07:10
Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Erlent 24.10.2025 06:50
Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Erlent 23.10.2025 17:00
Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. Erlent 23.10.2025 14:31
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. Erlent 23.10.2025 13:46
Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi. Erlent 23.10.2025 12:07
Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Alþjóðaskáksambandið (FIDE) rannsakar nú yfirlýsingar rússneska stórmeistarans Vladímírs Kramnik um meint svindl Daniels „Danya“ Naroditsky, bandarísks stórmeistara sem lést í vikunni. Vinir Naroditsky úr skákheiminum gagnrýna harðlega glæfralegar ásakanir Kramnik. Erlent 23.10.2025 09:59
Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn. Erlent 23.10.2025 09:58
Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Gert er ráð fyrir að tugþúsundir munu taka þátt í baráttufundum- og göngum stjórnmálaflokkanna Fidesz og Tisza í Búdapest í Ungverjalandi í dag, en gengið verður til þingkosninga í apríl á næsta ári. Erlent 23.10.2025 08:44
Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Mikill hiti var í mönnum þegar þremenningarnir sem sækjast eftir því að verða næsti borgarstjóri New York komu saman í kappræðum í gær. Erlent 23.10.2025 07:29
Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Erlent 22.10.2025 23:39
Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Erlent 22.10.2025 22:05
Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Öryggismyndavélar sem vakta áttu svalirnar þar sem skartgripir Napóleons Bonaparte voru til sýnis á Louvre-safninu sneru í ranga átt þegar þjófar létu greipar sópa á sunnudag og hlupu á brott með gripina. Erlent 22.10.2025 18:31
Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Erlent 22.10.2025 16:03
Gerðu árás á leikskóla í Karkív Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív. Erlent 22.10.2025 11:32
Hegseth bannar nú samskipti við þingið Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn. Erlent 22.10.2025 10:38
Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti greitt Donald Trump forseta jafnvirði hátt í þrjátíu milljarða íslenskra króna í meintar skaðabætur vegna rannsókna þess á honum. Trump segist sjálfur hafa lokaorðið um hvort alríkisstjórnin sem hann stýrir verði við kröfu hans. Erlent 22.10.2025 09:32
Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Vísindamenn við King's College í Lundúnum og University of Oxford hafa birt niðurstöður rannsóknar þar sem þeir flokka þungþyndislyf og raða eftir aukaverkunum og alvarleika þeirra. Erlent 22.10.2025 07:58
Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sextíu og þrír eru látnir eftir að tvær rútur skullu saman þegar þær reyndu að taka fram úr flutningabifreið og fólksbíl, á Kampala-Gulu hraðbrautinni í Úganda. Erlent 22.10.2025 06:58
Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Úkraínski herinn gerði í gærkvöldi árás á efnaverksmiðju í rússnesku borginni Bryansk. Erlent 22.10.2025 06:51
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. Erlent 21.10.2025 16:29
Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið. Erlent 21.10.2025 14:59
Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður. Erlent 21.10.2025 13:14
Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. Erlent 21.10.2025 11:04