Innlent

Eigi að standa saman um fjár­festingu í jafn­rétti til náms

Ráðherrar hafa undanfarið tekist á um nytsemi gjaldfrjálsra námsgagna og máltíða í grunnskólum landsins. Háskólaráðherra segir það sóun á almannafé en barnamálaráðherra vill ganga enn lengra. Fyrrverandi borgarstjóri segir að allir eigi að standa saman um fjárfestingar í málefnum barna og jafnrétti til náms.

Innlent

Löturhæg um­ferð inn í borgina

Þung umferð hefur verið á Þjóðvegi 1 frá Hellisheiði og inn á höfuðborgarsvæðið nú síðdegis. Greinilegt er að margir eru á heimleið eftir ferðalög í dag og er bíll við bíl vel framhjá Vífilsfelli, að sögn vegfaranda. 

Innlent

Treystir Út­lendinga­stofnun full­kom­lega

Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 

Innlent

Fjöl­skyldur sendar úr landi og við­vörunar­kerfi í Grinda­vík

Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum.

Innlent

„Full­orðna fólk, grow up!“

Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast.

Innlent

Hundurinn í hættu eftir að súkku­laði var sett inn um lúguna

Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti.

Innlent

Þyki málið miður og til greina komi að breyta göngu­leið

Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra.

Innlent

„Þetta getur ekki verið svona aftur á næsta ári“

Betur fór en á horfðist þegar bílstjórar tveggja vagna í Gleðigöngu Hinsegin daga keyrðu á grindverk sem stóð við mannþvögu á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs í dag. Járngrindverk splundraðist í sundur að sögn sjónarvotta og steinstólpi losnaði en ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.

Innlent

„Þið vitið ekki hver raun­veru­leikinn þarna er“

Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 

Innlent

Raf­leiðni og vatns­hæð aftur lækkandi í ánni Skálm

Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í ánni Skálm síðustu klukkustundir. Áfram mælast hækkuð gildi brennisteinsvetnis nærri upptökum Múlakvíslar og er ferðafólk á svæðinu beðið um að sýna aðgát við upptök ánna og nærri árfarvegunum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

Innlent

Einn var stunginn í Breið­holti

Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Bökkunum í Breiðholti í Reykjavík og fluttur á slysadeild í kjölfarið í dag. Grunaður árásarmaður var handtekinn og verður hann yfirheyrður þegar runnið verður af honum.

Innlent

Um­mælin komi á ó­vart „jafn­vel frá Sjálf­stæðis­flokknum“

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir að ákvörðun sem kom til framkvæmda 2018 um ókeypis námsgögn í skólum hafi verið í alla staði jákvætt mál og þýtt aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna. Það komi á óvart að einhver vilji tala þetta niður, „jafnvel frá Sjálftæðisflokknum.“

Innlent