Innlent

„Al­gjör­lega mis­tekist að stýra efna­hag landsins“

Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga.

Innlent

Í­búa­fundur um upp­byggingu sem ógni flúðunum skil­yrði

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hvetur alla sem hafa eitthvað að athuga við áform um virkjun í Tungufljóti til að skila inn athugasemdum fyrr en síðar. Áformunum, sem gera einnig ráð fyrir 70 húsum á frístundalóðum auk gisti- og veitingaþjónustu, var hleypt til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar með skilyrði um að íbúafundur yrði haldinn um þau. 

Innlent

Leita öku­manns sem ók á stúlku og stakk af

Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið.

Innlent

Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi

Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil.

Innlent

Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun

Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig.

Innlent

Krefst að lág­marki sex og hálfs árs fangelsis yfir Pétri Jökli

Saksóknari gerir þá kröfu að Pétur Jökull Jónasson fái að lágmarki sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Verjandi hans segir mikinn galla á rannsókn lögreglu þar sem dregið hafi verið stórar ályktanir án beinna sönnunargagna. Aðalmeðferð málsins lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent

Hlé vegna gagna frá ChatGPT

Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT.

Innlent

Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf.

Innlent

„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjar­lægðir

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar.

Innlent

Segir verk­fræðinga á villi­götum

Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. 

Innlent

Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.

Innlent

Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun

Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta.

Innlent

Rauðu örvarnar leika listir sínar á Ís­landi

Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar.

Innlent

Munaðar­laus álftarungi ætti að spjara sig

Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna.

Innlent

Áttar sig ekki á á­kalli for­manns VG

Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma.

Innlent

Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengi­sandi

Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega.

Innlent

Helga Vala til Lög­fræði­stofu Reykja­víkur

Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður og lögmaður, hefur bæst við hóp lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur. Helga Vala útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti.

Innlent