Innlent

Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið

Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn.

Innlent

Einn af hverjum fimm Ís­lendingum með heyrnar­skerðingu

Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar.

Innlent

Sýknudómur Al­freðs Er­lings stendur

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Talið var sannað að hann hefði orðið hjónunum að bana en hann sýknaður vegna skorts á sakhæfi.

Innlent

Út­skrifaður af gjör­gæslu

Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum.

Innlent

Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið

Eigendur Hvítabandsins, húss við Skólavörðustíg 37, óskuðu eftir breytingu á deiliskipulagi til að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti nema með viðbættum kjallara og nýrri útfærslum á kvistum. Skipulagsfulltrúi hafnaði þeirri ósk vegna menningarlegs, sögulegs og listræns gildis hússins.

Innlent

Réðst á konu í Róm og við Ögur

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi.

Innlent

„Þá erum við komin út á hálan ís“

Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu.

Innlent

Beðið eftir gosi

Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina en sérfræðingar eru á því að þar gæti farið að gjósa hvenær sem er. 

Innlent

Mikið af gögnum sem þarf að yfir­fara

„Það er hægt og bítandi að koma mynd á málið, en náttúrulega heilmikil vinna eftir og mikið af gögnum sem á eftir að yfirfara,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi síðastliðinn þriðjudag.

Innlent

„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár.

Innlent

Grípa til að­gerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm

Sýslumannsembætti sem fer með eftirlit með trúfélögum telur að grundvöllur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags sé horfinn með hæstaréttardómi yfir forsvarsmönnum félagsins. Búast megi við að gripið verði til aðgerða til að afskrá það. 

Innlent

Móðir marin á kálfum eftir á­rás ung­menna í Mjódd

Móðir á fertugsaldri ætlar að halda sig frá Mjóddinni eftir að strákagengi skaut flugeld í kálfa hennar um hábjartan dag. Konan kærði drenginn eftir skítkast hans í hennar garð. Hegðun á borð við þessa yrði að hafa einhverjar afleiðingar.

Innlent

Óttast að missa úr­ræðið sem breytti lífi hennar

Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið.

Innlent

Galasýning á hestum og dansað við stóð­hest

Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins.

Innlent

Tveir hand­teknir vegna líkams­á­rása

Í dagbók Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir hafi verið vistaðir í fangageymslu vegna tveggja líkamsárása í dag. Tilkynning barst um þriðju árásina en grunaður gerandi var látinn laus.

Innlent

Hræði­leg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóð­hestur

Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Veru­leg fækkun skemmtiskipa á Vest­fjörðum í sumar

Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar.

Innlent

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Innlent

Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur

Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu. 

Innlent