Innlent

Skíthræddum ung­lingum ógnað af grímuklæddum gengjum

Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim.

Innlent

Fangar fái von eftir af­plánun

Nýtt og stórt samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun var kynnt í morgun. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir fanga oft ekki hafa tækifæri til að snúa blaðinu við. 

Innlent

Breytingar á Krist­nesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar veru­lega þungur

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri lýsa yfir verulegum áhyggjum þar sem loka á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Helmingi plássa hefur þegar verið lokað og finnur starfsfólkið strax fyrir gríðarlegu álagi, sem kemur aðeins til með að aukast. Þau biðla til stjórnvalda að stíga inn í þar sem hagsmunir almennings séu í húfi.

Innlent

Fljótagöng sett í for­gang

Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027.

Innlent

Gervigreindin hug­hreysti ferða­mann sem björgunar­sveit kom til bjargar

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan eitt í nótt til aðstoðar við ferðamann sem hafði fest bíl sinn á Nesjavallaleið og var orðinn verulega kaldur eftir að hafa gengið um fimm kílómetra frá bílnum. Ferðamaðurinn mun hafa spurt gervigreindina hvort aðstoð myndi berast og ekki stóð á svörum.

Innlent

Sakar ráð­herra um svik og kjör­dæma­pot í sam­gönguáætlun

Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar.

Innlent

Á fjórða hundrað er­lendra fanga frá 56 löndum af­plánað á Ís­landi frá 2020

Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári.

Innlent

Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Stefnt er að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta. Þá er gert ráð fyrir að í fjárhagsáætluninni fyrir 2026 og fyrir tímabilið til 2030 séu öll markmið fjármálastefnu uppfyllt.

Innlent

Hand­teknir við að sýsla með þýfi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gærkvöldi eða nótt þar sem greint var frá því að einstaklingar væru að sýsla með þýfi í íbúð í fjölbýlishúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslum, grunaðir um þjófnað.

Innlent

Fjár­laga­nefnd upp­lýsir um næstu verk­efni í vega­gerð

Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári.

Innlent

Vilja koma á óhollustu­skatti

Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti.

Innlent

Þota hreinsaði nánast upp bið­lista í Egilsstaðafluginu

Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi.

Innlent

Lengsta goshléið frá upp­hafi hrinunnar

Hundrað og átján dagar eru síðan síðasta eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni lauk. Yfirstandandi goshlé er þar með orðið það lengsta frá því að goshrinan hófst á svæðinu í desember 2023.

Innlent

Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina

Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. 

Innlent

Ný könnun sýnir meiri­hlutann fallinn í borginni

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn.

Innlent

Glæ­ný könnun, odd­vitar í beinni og óhollustuskattur

Fylgið í borginni er á hreyfingu samkvæmt nýrri könnun. Við rýnum í glænýjan borgarvita Maskínu sem varpar ljósi á stöðu flokkanna nú þegar tæpir sex mánuðir eru til sveitastjórnarkosninga. Þá verður rætt við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í beinni útsendingu.

Innlent

„Virðu­legi for­seti, ég segi bara Jesús Kristur“

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. 

Innlent

Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“

Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann.

Innlent

Um vikutöf á tæmingu djúp­gáma vegna bruna sorp­hirðu­bíls

Tæming djúpgáma við íbúðarhúsnæði í Reykjavík er um viku á eftir áætlun. Verktakar frá Íslenska gámafélaginu og Terra hafa aðstoðað Reykjarvíkurborg með tæmingu djúpgáma í íbúðarhverfum allt frá því að sorphirðubíll borgarinnar, sem notaður var til að tæma djúpgáma, brann þann 17. nóvember í Bríetartúni. 

Innlent

Þing­menn mæta í vinnuna á laugar­dögum í desem­ber

Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum.

Innlent