Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni Gasa en nemendur í Hagaskóla lögðu í morgun niður störf og héldu í kröfugöngu að Alþingi til að mótmæla ástandinu. 

Innlent

Katla skalf í nótt

Skjálfti upp á 3,4 stig reið yfir í austanverðri Kötluöskju klukkan sautján mínútur yfir fjögur í nótt.

Innlent

Engin moska við Suður­lands­braut?

Útlit er fyrir að umdeildar fyrirætlanir um að reisa mosku við Suðurlandsbraut verði að engu en frestur Félags múslima á Íslandi til að byggja á umræddri lóð rennur út í sumar.

Innlent

Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos

Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við inn í Grindavík í fyrsta sinn í nokkrar vikur og sjáum myndir af skemmdum og sprungum í bænum. Þá kemur fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands í myndver og ræðir stöðuna á Reykjanesi en auknar líkur eru taldar á eldgosi á jafnvel næstu dögum.

Innlent

Per­sónu­vernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endur­greiðslu

Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu.

Innlent

Á­fram kvikusöfnun undir Svarts­engi

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, þó hægt hafi aðeins á landrisi síðustu daga. Svipað ferli er sagt hafa átt sér stað fyrir kvikuhlaupin og eldgosin sem urðu á svæðinu í janúar og í desember.

Innlent

Tveggja bíla á­rekstur í Ártúnsbrekku

Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang.

Innlent

Segir ljóst að stjórn­völd skorti pólitískan vilja til að hjálpa

Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið.

Innlent

Mögu­legt að smærri við­burður valdi gosi

Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi.

Innlent

Vís­bendingar um bak­slag í kynjahlutföllum innan lög­reglunnar

Lögreglan er enn mjög kynjaskiptur vinnustaður og engin merki eru um að það muni breytast án þess að ráðist verði í aðgerðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinnumenningu lögreglunnar. Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir að konum hafi fjölgað innan lögreglunnar á síðustu árum og hlutfall karla og kvenna hafi jafnast, séu nú vísbendingar um bakslag.

Innlent

Gengið of nærri björgunar­sveitum

Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag.

Innlent