Innlent

Á­kvörðun Einars eins og þruma úr heið­skíru lofti

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hefur rætt við aðra oddvita og segir alla reyna að finna leið að nýjum meirihluta.

Innlent

Misbýður orð­bragð um flug­völlinn

Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“.

Innlent

Starfs­maður skemmti­staðar grunaður um líkams­árás

Starfsmaður skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur er grunaður um líkamsárás. Málið er í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er um málið í dagbók lögreglunnar en ekki koma fram nánari lýsingar. Ekkert kemur fram um ástand þess sem ráðist var á. 

Innlent

Heidelberg skoðar nú Húsa­vík

Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi skoða nú hvort hægt er að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Talsmaður fyrirtækisins var gestur í vikunni á fundi byggðarráðs Norðurþings. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Þau segja það gert í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu.

Innlent

Form­legar við­ræður hafnar

Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta.

Innlent

Fram­sókn hafi ekki átt annarra kosta völ

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst að engum hafi liðið vel í meirihlutasamstarfinu að undanförnu. Þá hafi fylgi Framsóknar verið afar lítið í skoðanakönnunum og flokkurinn hafi ekki átt annarra kosta völ en að slíta samstarfinu.

Innlent

Var vel með­vitaður um á­kvörðun Einars

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa verið meðvitaður um hvað stóð til á fundi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með oddvitum meirihlutans í borgarstjórn í kvöld þar sem Einar tilkynnti að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfinu.

Innlent

Vísa al­farið á Einar sem hafi fullt um­boð

Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera.

Innlent

Hefur boðið nýjum meiri­hluta til við­ræðna

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur þegar boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til umræðu um myndun nýs meirihluta. Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokksins, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í kvöld.

Innlent

Ekkert breyst nema fylgi flokkanna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“

Innlent

„Sér­kenni­legt að nota þetta tæki­færi“

„Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“

Innlent

Skýr af­staða Fram­sóknar hafi komið á ó­vart

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau.

Innlent

Endur­greiðsla og mögu­legt gjald­þrot flokkanna and­stætt mark­miðum laganna

Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina.

Innlent

Meiri­hlutinn fallinn í borginni

Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum.

Innlent

Styrkir til stjórn­mála­flokka og galin á­form um upp­byggingu

Stjórnmálaflokkar, sem hafa fengið greidda styrki úr ríkissjóði undanfarin ár þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði til þess, verða ekki krafnir um endurgreiðslu. Fjármálaráðherra segir ráðuneytið hafa brugðist skyldum sinum. Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna, kemur og ræðir málið í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Fuglaflensugreiningum fækkar

Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu.

Innlent

Fundi frestað fram yfir helgi

Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga annars vegar og kennara hins vegar luku fundi í Karphúsinu um fimmleytið, án þess að niðurstaða næðist í kjaradeilunni.

Innlent

Fyrsta bílaapótekið á Suður­landi

Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.

Innlent

Jóhann Páll gengur í stað Ölmu

Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir.

Innlent

Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag

Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið

Innlent