Erlent

Vaktin: Loft­á­rás á verslunar­mið­stöð í Kremenchuk

Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“

Erlent

Anders­son, Erdogan og Niini­stö funda á morgun

Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO.

Erlent

Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn

Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade.

Erlent

„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“

Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum.

Erlent

Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi

Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast.

Erlent

Fíllinn Happy telst ekki gæddur mannlegum eiginleikum

Hinn fimmtugi fíll Happy þarf áfram að dvelja í dýragarðinum í Bronx í New York eftir að æðsti dómstóll borgarinnar hafnaði kröfu dýravernarsamtaka um að honum yrði sleppt á þeim forsendum að Happy deildi vitrænum eiginleikum með mannfólkinu, eins og það var orðað í kröfugerðinnni.

Erlent

Búa sig undir slag um þungunar­rof­spillu

Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum.

Erlent

Loðfílskálfur fannst í sífrera í Júkon

Námumenn sem voru við störf í Júkon í Kanada fundu fornleifar loðfílskálfs þegar þeir grófu í gegnum sífrera nú á þriðjudag. Loðfílskálfurinn er talinn hafa frosið á ísöld fyrir meira en 30.000 árum síðan.

Erlent

Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar

Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins.

Erlent

Sprengdu íbúðarblokkir í Kænugarði

Rússar vörpuðu sprengum á að minnsta kosti tvær íbúðarblokkir í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, eldsnemma í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs segir að sjö ára gamalli stúlku hafi verið bjargað úr rústunum.

Erlent

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago

Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Erlent

Biden samþykkir herta byssulöggjöf

Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt.

Erlent

Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi

Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi.

Erlent

Fornmunum Asteka bjargað á þurrt

Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru.

Erlent