Erlent Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. Erlent 17.10.2022 06:30 Telja sig hafa gómað raðmorðingjann Lögreglan í Stockton í Kaliforníu tilkynnti í dag að hún hefði handtekið mann sem grunaður er um sex morð á síðustu þremur mánuðum. Erlent 16.10.2022 23:53 Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram. Erlent 16.10.2022 21:59 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. Erlent 16.10.2022 16:24 Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að halda áfram að greiða fyrir internet Úkraínumanna. Musk bað varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna að greiða fyrir netþjónustuna í vikunni. Erlent 16.10.2022 16:22 Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu. Erlent 16.10.2022 14:45 Fjögur látin eftir eldsvoða í fangelsi á svörtum lista Eldur braust út í Evin fangelsinu í Tehran í Íran í gærkvöldi, fjórir eru sagðir látnir og 61 slasaður eftir eldsvoðann. Yfirvöld segja reykeitrun hafa valdið dauða þeirra sem létust. Fangelsið hýsir meðal annars pólitíska fanga og hefur verið sett á svarta lista vegna mannréttindabrota. Erlent 16.10.2022 11:51 Leigubílstjóri skotinn til bana Leigubílstjóri var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Tilkynningar um skotárás bárust lögreglu klukkan 3.30 og lík bílstjórans fannst á bílastæði í hverfinu Bergsjön. Erlent 16.10.2022 11:00 Stjörnukokkurinn Heston Blumenthal fékk sína verstu máltíð á Íslandi Breski sjónvarpskokkurinn Heston Blumenthal átti eina verstu matarupplifun sína á Íslandi þegar hann lagði sér kæsta skötu til munns. Er þetta eina skiptið sem líkami hans hafnaði máltíð með svo afgerandi hætti að hún staldraði stutt við. Erlent 15.10.2022 23:30 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. Erlent 15.10.2022 16:40 Stjórnarkreppa í Katalóníu Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug. Erlent 15.10.2022 16:07 Fjörutíu látin og ellefu á spítala eftir námuslys í Tyrklandi Fjörutíu eru nú sögð látin eftir námuslys sem varð í Tyrklandi í gær. Um 110 manns hafi verið í námunni þegar sprenging átti sér stað. Orsök slyssins er enn sögð óljós, þó er talið að um metan sprengingu hafi verið að ræða. Erlent 15.10.2022 12:19 Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku í París í gær. Krufning fer fram í dag en fjórir eru nú í haldi lögreglunnar vegna málsins. Erlent 15.10.2022 11:56 Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu. Erlent 15.10.2022 08:21 Tugir námumanna sitja fastir og minnst fjórtán eru látnir Talið er að 49 námumenn sitji fastir á 300 til 350 metra dýpi í námu í Tyrklandi eftir að námuslys varð í kvöld. Minnst fjórtán námumenn létu lífið í slysinu. Erlent 14.10.2022 21:05 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. Erlent 14.10.2022 16:20 Kona á áttræðisaldri talin leiða hægri-öfga hóp Talið er að 75 ára kona sé leiðtogi hægri-öfga hóps sem skipulagði mannrán og fleiri árásir í Þýskalandi. Konan var í gær handtekin vegna málsins. Erlent 14.10.2022 14:55 „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. Erlent 14.10.2022 14:16 Evrópuráðsþingið hvetur ríki til að skilgreina Rússlandsstjórn sem hryðjuverkastjórn Úkraínuforseti segir mikilvægt að þing Evrópuráðsins hafi skilgreint ríkisstjórn Rússlands sem hryðjuverkastjórn. Þingmaður Pírata segir aðildarríki Evrópuráðsins þar með hvött til að gera hið sama og virkja lög ríkjanna um varnir gegn hryðjuverkum gagnvart Rússlandi. Erlent 14.10.2022 14:06 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. Erlent 14.10.2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. Erlent 14.10.2022 11:32 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Erlent 14.10.2022 10:19 Einn hefur látist í gríðarlegum flóðum í Ástralíu Íbúar í þremur áströlskum fylkjum hafa þurft að flýja heimili sín vegna úrhellisrigninga og flóða. Í hluta landsins hefur rigning undanfarinn sólarhring verið fjórum sinnum meiri en að meðaltali í októbermánuði. Erlent 14.10.2022 08:22 Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. Erlent 14.10.2022 08:14 Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. Erlent 14.10.2022 07:28 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. Erlent 14.10.2022 07:16 Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. Erlent 14.10.2022 06:56 Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Erlent 13.10.2022 23:45 Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. Erlent 13.10.2022 22:58 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Erlent 13.10.2022 20:03 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. Erlent 17.10.2022 06:30
Telja sig hafa gómað raðmorðingjann Lögreglan í Stockton í Kaliforníu tilkynnti í dag að hún hefði handtekið mann sem grunaður er um sex morð á síðustu þremur mánuðum. Erlent 16.10.2022 23:53
Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram. Erlent 16.10.2022 21:59
Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. Erlent 16.10.2022 16:24
Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að halda áfram að greiða fyrir internet Úkraínumanna. Musk bað varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna að greiða fyrir netþjónustuna í vikunni. Erlent 16.10.2022 16:22
Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu. Erlent 16.10.2022 14:45
Fjögur látin eftir eldsvoða í fangelsi á svörtum lista Eldur braust út í Evin fangelsinu í Tehran í Íran í gærkvöldi, fjórir eru sagðir látnir og 61 slasaður eftir eldsvoðann. Yfirvöld segja reykeitrun hafa valdið dauða þeirra sem létust. Fangelsið hýsir meðal annars pólitíska fanga og hefur verið sett á svarta lista vegna mannréttindabrota. Erlent 16.10.2022 11:51
Leigubílstjóri skotinn til bana Leigubílstjóri var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Tilkynningar um skotárás bárust lögreglu klukkan 3.30 og lík bílstjórans fannst á bílastæði í hverfinu Bergsjön. Erlent 16.10.2022 11:00
Stjörnukokkurinn Heston Blumenthal fékk sína verstu máltíð á Íslandi Breski sjónvarpskokkurinn Heston Blumenthal átti eina verstu matarupplifun sína á Íslandi þegar hann lagði sér kæsta skötu til munns. Er þetta eina skiptið sem líkami hans hafnaði máltíð með svo afgerandi hætti að hún staldraði stutt við. Erlent 15.10.2022 23:30
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. Erlent 15.10.2022 16:40
Stjórnarkreppa í Katalóníu Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug. Erlent 15.10.2022 16:07
Fjörutíu látin og ellefu á spítala eftir námuslys í Tyrklandi Fjörutíu eru nú sögð látin eftir námuslys sem varð í Tyrklandi í gær. Um 110 manns hafi verið í námunni þegar sprenging átti sér stað. Orsök slyssins er enn sögð óljós, þó er talið að um metan sprengingu hafi verið að ræða. Erlent 15.10.2022 12:19
Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku Tólf ára stúlka fannst látin í ferðatösku í París í gær. Krufning fer fram í dag en fjórir eru nú í haldi lögreglunnar vegna málsins. Erlent 15.10.2022 11:56
Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu. Erlent 15.10.2022 08:21
Tugir námumanna sitja fastir og minnst fjórtán eru látnir Talið er að 49 námumenn sitji fastir á 300 til 350 metra dýpi í námu í Tyrklandi eftir að námuslys varð í kvöld. Minnst fjórtán námumenn létu lífið í slysinu. Erlent 14.10.2022 21:05
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. Erlent 14.10.2022 16:20
Kona á áttræðisaldri talin leiða hægri-öfga hóp Talið er að 75 ára kona sé leiðtogi hægri-öfga hóps sem skipulagði mannrán og fleiri árásir í Þýskalandi. Konan var í gær handtekin vegna málsins. Erlent 14.10.2022 14:55
„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. Erlent 14.10.2022 14:16
Evrópuráðsþingið hvetur ríki til að skilgreina Rússlandsstjórn sem hryðjuverkastjórn Úkraínuforseti segir mikilvægt að þing Evrópuráðsins hafi skilgreint ríkisstjórn Rússlands sem hryðjuverkastjórn. Þingmaður Pírata segir aðildarríki Evrópuráðsins þar með hvött til að gera hið sama og virkja lög ríkjanna um varnir gegn hryðjuverkum gagnvart Rússlandi. Erlent 14.10.2022 14:06
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. Erlent 14.10.2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. Erlent 14.10.2022 11:32
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Erlent 14.10.2022 10:19
Einn hefur látist í gríðarlegum flóðum í Ástralíu Íbúar í þremur áströlskum fylkjum hafa þurft að flýja heimili sín vegna úrhellisrigninga og flóða. Í hluta landsins hefur rigning undanfarinn sólarhring verið fjórum sinnum meiri en að meðaltali í októbermánuði. Erlent 14.10.2022 08:22
Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. Erlent 14.10.2022 08:14
Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. Erlent 14.10.2022 07:28
Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. Erlent 14.10.2022 07:16
Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. Erlent 14.10.2022 06:56
Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Erlent 13.10.2022 23:45
Gasið flæðir frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn Gas er nú byrjað að flæða frá Frakklandi til Þýskalands í fyrsta sinn. Þetta er hluti af aukinni samvinnu ríkjanna í orkumálum vegna orkukreppu í Evrópu. Erlent 13.10.2022 22:58
Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Erlent 13.10.2022 20:03