Lögin voru samþykkt með 94 atkvæðum gegn 77. Umræða um bannið tók langan tíma en það var í júlí sem utanríkisráðuneyti landsins greindi fyrst frá því að það ætlaði að skoða bann við brennunum.
Með nýju lögunum er bannað að brenna, traðka á eða eyðileggja ritin á annan hátt. Á þetta við um öll trúarrit, ekki einungis Kóraninn.
Brennunum hafði ítrekað verið mótmælt harðlega en á sama tíma gagnrýndu talsmenn tjáningarfrelsis það að einhverjir vildu banna brennurnar.

Stjórnvöld í Svíþjóð skoða að setja svipuð lög en þar hafa kóranbrennur einnig valdið miklum usla. Meðal annars var kveikt í sænska sendiráðinu í Írak í júlí vegna brennanna.