Erlent Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. Erlent 28.4.2023 07:24 Aftur ráðist á Kænugarð eftir langt hlé Tólf úkraínskir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum næturinnar en Rússar gerðu flugskeyta- og drónaárásir víða í landinu í nótt. Erlent 28.4.2023 07:13 Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur. Erlent 27.4.2023 23:08 Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu Erlent 27.4.2023 21:23 Banna nautaat með dvergvöxnum nautabönum Spænska þingið hefur bannað nautaatsviðburði þar sem dvergvaxið fólk kljáist við reið nautin til að skemmta áhorfendum. Formaður félags fatlaðra þar í landi segir athæfið hafa verið orðið barn síns tíma. Erlent 27.4.2023 21:20 Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni er látin Carolyn Bryant Donham, konan sem sakaði svarta drenginn Emmett Till um að hafa áreitt sig í matvöruverslun árið 1955, er látin, 88 ára að aldri. Erlent 27.4.2023 18:09 Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27.4.2023 17:10 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. Erlent 27.4.2023 15:42 Jerry Springer látinn Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Erlent 27.4.2023 14:44 Frans páfi veitir konum kosningarétt Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn. Erlent 27.4.2023 13:53 Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Erlent 27.4.2023 13:33 Finnsku hægriflokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður Finnski Sambandsflokkurinn mun hefja stjórnarmyndunarviðræður með hægriflokkunum Sönnum Finnum, Kristilegum demókrötum og Sænska þjóðarflokknum á næstu dögum. Erlent 27.4.2023 13:19 Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46 Grunuð um að bana tólf vinum sínum með blásýru Lögregla í Taílandi hefur handtekið konu sem grunuð er um að hafa banað tólf vinum sínum og kunningjum með því að eitra fyrir þeim með blásýru. Erlent 27.4.2023 10:08 Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Erlent 27.4.2023 08:49 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. Erlent 27.4.2023 07:41 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Erlent 27.4.2023 07:19 „Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. Erlent 26.4.2023 23:02 Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Erlent 26.4.2023 22:04 Nakinn leigusali ekki lögmæt forsenda leigulækkunar Að mati dómstóls í Þýskalandi er það ekki lögmæt forsenda til leigulækkunar að leigusalinn eigi það til að fara allsber í sólbað í garðinum. Fyrirtæki sem leigði hæð í húsi mannsins neitaði að borga leigu vegna athæfisins. Erlent 26.4.2023 17:05 Talinn hafa strokið úr fangelsi og myrt mann Lögreglan í Mississippi leitar nú fjögurra manna sem struku úr fangelsi í ríkinu í vikunni. Talið er að einn þeirra hafi myrt mann og rænt bílnum hans. Erlent 26.4.2023 16:38 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. Erlent 26.4.2023 15:45 Skrefi nær leyndardómi risasvartholsstróka Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum. Erlent 26.4.2023 15:13 Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Erlent 26.4.2023 12:03 Rússar svara Norðmönnum í sömu mynt Rússar hafa tilkynnt norska sendiráðinu í landinu að tíu manns úr starfsliði þeirra verði gert að yfirgefa landið á næstu dögum. Utanríkisráðuneyti Noregs segir ákvörðunina vera hefndaraðgerð eftir að Norðmenn létu fimmtán starfsmenn ráðuneytis Rússa í Noregi yfirgefa landið. Erlent 26.4.2023 11:48 Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. Erlent 26.4.2023 11:38 Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. Erlent 26.4.2023 10:13 Þrír dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tólf ára stúlku Klíkuleiðtogi að nafni Maykil Yokhanna og tveir aðrir félagar hans hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir morð á tólf ára stúlku. Stúlkan var skotin í Norsborg, suður af Stokkhólmi, árið 2020. Erlent 26.4.2023 10:08 Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Erlent 26.4.2023 09:53 Segjast hafa fellt manninn að baki árásinni á alþjóðavellinum í Kabúl Talíbanar í Afganistan segjast hafa drepið einn af leiðtogum ISIS samtakanna þar í landi. Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert en hann er sagður hafa staðið á bak við árás á flugvöllinn í Kabúl árið 2021, þar sem 170 óbreyttir borgarar og þrettán bandarískir hermenn létu lífið. Erlent 26.4.2023 08:19 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. Erlent 28.4.2023 07:24
Aftur ráðist á Kænugarð eftir langt hlé Tólf úkraínskir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum næturinnar en Rússar gerðu flugskeyta- og drónaárásir víða í landinu í nótt. Erlent 28.4.2023 07:13
Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur. Erlent 27.4.2023 23:08
Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu Erlent 27.4.2023 21:23
Banna nautaat með dvergvöxnum nautabönum Spænska þingið hefur bannað nautaatsviðburði þar sem dvergvaxið fólk kljáist við reið nautin til að skemmta áhorfendum. Formaður félags fatlaðra þar í landi segir athæfið hafa verið orðið barn síns tíma. Erlent 27.4.2023 21:20
Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni er látin Carolyn Bryant Donham, konan sem sakaði svarta drenginn Emmett Till um að hafa áreitt sig í matvöruverslun árið 1955, er látin, 88 ára að aldri. Erlent 27.4.2023 18:09
Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27.4.2023 17:10
Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. Erlent 27.4.2023 15:42
Jerry Springer látinn Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Erlent 27.4.2023 14:44
Frans páfi veitir konum kosningarétt Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn. Erlent 27.4.2023 13:53
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Erlent 27.4.2023 13:33
Finnsku hægriflokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður Finnski Sambandsflokkurinn mun hefja stjórnarmyndunarviðræður með hægriflokkunum Sönnum Finnum, Kristilegum demókrötum og Sænska þjóðarflokknum á næstu dögum. Erlent 27.4.2023 13:19
Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46
Grunuð um að bana tólf vinum sínum með blásýru Lögregla í Taílandi hefur handtekið konu sem grunuð er um að hafa banað tólf vinum sínum og kunningjum með því að eitra fyrir þeim með blásýru. Erlent 27.4.2023 10:08
Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Erlent 27.4.2023 08:49
Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. Erlent 27.4.2023 07:41
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Erlent 27.4.2023 07:19
„Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“ Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar. Erlent 26.4.2023 23:02
Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Erlent 26.4.2023 22:04
Nakinn leigusali ekki lögmæt forsenda leigulækkunar Að mati dómstóls í Þýskalandi er það ekki lögmæt forsenda til leigulækkunar að leigusalinn eigi það til að fara allsber í sólbað í garðinum. Fyrirtæki sem leigði hæð í húsi mannsins neitaði að borga leigu vegna athæfisins. Erlent 26.4.2023 17:05
Talinn hafa strokið úr fangelsi og myrt mann Lögreglan í Mississippi leitar nú fjögurra manna sem struku úr fangelsi í ríkinu í vikunni. Talið er að einn þeirra hafi myrt mann og rænt bílnum hans. Erlent 26.4.2023 16:38
Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. Erlent 26.4.2023 15:45
Skrefi nær leyndardómi risasvartholsstróka Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum. Erlent 26.4.2023 15:13
Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Erlent 26.4.2023 12:03
Rússar svara Norðmönnum í sömu mynt Rússar hafa tilkynnt norska sendiráðinu í landinu að tíu manns úr starfsliði þeirra verði gert að yfirgefa landið á næstu dögum. Utanríkisráðuneyti Noregs segir ákvörðunina vera hefndaraðgerð eftir að Norðmenn létu fimmtán starfsmenn ráðuneytis Rússa í Noregi yfirgefa landið. Erlent 26.4.2023 11:48
Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. Erlent 26.4.2023 11:38
Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. Erlent 26.4.2023 10:13
Þrír dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tólf ára stúlku Klíkuleiðtogi að nafni Maykil Yokhanna og tveir aðrir félagar hans hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir morð á tólf ára stúlku. Stúlkan var skotin í Norsborg, suður af Stokkhólmi, árið 2020. Erlent 26.4.2023 10:08
Þáði tugi milljóna frá Sádum eftir morðið á Khashoggi Fyrrverandi forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna gerði samning um ráðgjafarstörf upp á hátt í hundrað milljónir króna við stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Hann hefur þegið hunduð milljóna króna frá erlendum ríkjum frá því að hann lét af embætti. Erlent 26.4.2023 09:53
Segjast hafa fellt manninn að baki árásinni á alþjóðavellinum í Kabúl Talíbanar í Afganistan segjast hafa drepið einn af leiðtogum ISIS samtakanna þar í landi. Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert en hann er sagður hafa staðið á bak við árás á flugvöllinn í Kabúl árið 2021, þar sem 170 óbreyttir borgarar og þrettán bandarískir hermenn létu lífið. Erlent 26.4.2023 08:19