Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:33 Kamala Harris með Joe Biden (t.v.) og Barack Obama (t.h.) á góðri stundu. Hún nýtur stuðnings beggja til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi. Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32
Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48
„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“