Fastir pennar

Jón og séra Jón
Hér er fjallað um mjólkurverð, einokunarfyrirtækið Mjólkursamsöluna, sætt jógúrt og jógúrt með engu bragði, framkvæmdir við rússneska sendiráðið, kínverja sem malbika yfir garð Ólafs Thors og hábrú yfir Sundin

Eru stjórnsýslulög barn síns tíma?
Hér er fjallað um þá tegund spillingar sem birtist í því þegar samherjar, vinir og flokksystkini fá eftirsóttar stöður, nýlegar stöðuveitingar hjá hinu opinbera, en einnig er vikið að bókum sem bylta lífi fólks

Andvaraleysið ógnar okkur
Þótt ýmsum finnist stundum gæta smásmygli í regluverki og kröfum efirlitsstofnana, þá eru reglurnar settar til að koma í veg fyrir atburði eins og brunann hjá Hringrás; bruna þar sem veður og vindátt ráða meiru um eigna- og heilsutjón af völdum hans en sjálfsagðar ráðstafanir sem stjórnendum fyrirtækja ber að grípa til.

Halldór, Hannes og myndin af HKL
Í þessum pistli er fjallað um vandaða bók Halldórs Guðmundssonar um Halldór Laxness, mynd af HKL við Búkarín-réttarhöldin, ævisagnaritun Hannesar, skáldsöguna Fugl dagsins og mikið kosningasvindl í Úkraínu

Samhengi hlutanna
Mér finnst rétt að lækka skatta hjá fólkinu sem hefur lægstu launin og reyndar ósvinna að það fólk borgi skatta núna. Ég sé hins vegar enga ástæðu til að lækka skatta hjá öðrum.

Líf á norðurslóðum
Heimskautalöndin búa yfir miklum náttúruauðlindum og þar er umhverfið mun hreinna en víða annarsstaðar í heiminum. Það er því eftir miklu að sækjast að viðhalda byggð á þessum svæðum og nýta það sem þau búa yfir.

Söngur kvarkanna
Er þetta ekki viðfellilegasti og blíðlegasti þjóðsöngur í heimi? Í laginu sjálfu er einhvern heiðríkja sem nær vel góðum sumardegi hér. Í því ríkir hljóðlát tilbeiðsla og auðmýkt í stað hins hefðbundna belgings slíkra tónsmíða

Afstaða Alþingis þarf að koma fram
Óeðlilegt er að stefnan í jafn mikilvægum málaflokki sé mörkuð af embættismönnum og ráðherrum án þess að leitað sé eftir sjónarmiðum og tillögum alþingismanna.

Kuldi styrkir félagslund
Í þessum pistli er meðal annars fjallað um kuldakastið í síðustu viku, pissubletti, könnunarviku þar sem fjölmiðlarnir fara hamförum, Beach Boys-tónleika og hvort Steinunn Valdís fái sérstaka útreið vegna þess að hún er kona?

Afleiðingar kennaradeilu
Það er greinilegt á ummælum manna í kjölfar samninganna að það fer mikið eftir því hvernig haldið verður á málum í framhaldinu hverjar hinar raunverulegu afleiðingar verða fyrir efnahagslífið. </font /></b />

Friður er stríð
Hér er semsé móðgun bætt við meingjörð með því að hafa bókhaldsleg endaskipti á hlutunum og færa hernaðarbrölt undir friðargæslu! Og hvað er svo unnið við þetta? Í augun á hverjum er verið að slá ryki? </font /></b />

Hvað nú, Dagur?
Það hafa verið gefin of mörg fyrirheit sem ekki er staðið við. Ekki hefur tekist að snúa við hroðalega vondri þróun í byggð Reykjavíkur. Til þess hefur vantað alvöru pólitíska forystu og vilja. Borgarstjórnin er of þróttlítil - málamiðlanirnar of útvatnaðar

Hvað tekur við?
Kennaraverkfalli er lokið. Hvað tekur við?

Friðargæslan
Íslendingar hafa oft hlaupið undir bagga með illa stöddum samborgurum, og því ekki úr vegi að styrkja fjölskyldu stúlkunnar í Kabúl, sem féll í sjálfmorðsárás á íslenska friðargæsluliða.

Árni, Steingrímur og Valgerður
Meðal gestanna í Silfri Egils á sunnudaginn eru Árni Magnússon, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Bjarnadóttir, Stefán Snævarr og Eiríkur Örn Norðdahl

Var tekið tillit til leiðinda?
Sum landanna sem lentu fyrir ofan Ísland í könnun Economist eru talin með leiðinlegustu stöðum í heiminum til að búa á. Alveg örugglega Luxembourg þar sem er ekkert við að vera nema drekka súrt hvítvín...

Lok kennaradeilu
Áhrifin á börnin, foreldra, kennara og þjóðfélagið allt eiga eftir að segja til sín lengi. Hætt er við að los hafi komið á einhverja nemendur í þessari nærri tveggja mánaða deilu.

Dýrt bensín er blessun
Niðurgreiðsla einstakra vörutegunda er ekki hagfelld aðferð til að hjálpa fátæku fólki. Það er alltaf hægt að finna greiðari – ódýrari! – leið að settu marki, einkum í gegnum almannatryggingar og skattkerfið

Skuggaráðherrann og samkvæmisdaman
Hér segir frá vandræðum Boris Johnson sem þurfti að segja af sér sem skuggaráðherra Íhaldsflokksins breska og ástkonu hans Petronellu Wyatt. Einnig er framhald á umfjöllun um Ríkisútvarpið...

Upplausn í skólum
Það var ömurlegt að horfa upp á börn sem voru á leið heim úr skólanum í gærmorgun, eftir að hafa farið í skólann og uppgötvað að þar var enginn kennari til að kenna þeim. </font /></b />

Keflavíkurstöðin – minningargrein
Óttast menn áhlaup hryðjuverkasveita sem myndu leggja undir sig illa varið stjórnkerfi? Ríkisútvarpið? Nútíma Jörund hundadagakonung? Eða árás á eitthvert sendiráð sem hér er staðsett?

Kaupa þeir Sívalaturn næst?
Í þessum pistli er fjallað um kaup Íslendinga á danskri glæsiverslun, pólitíkusinn Andrés bakara í Eyjum, bókatitla og biblíutilvitnanir. <em>"Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna þegar Drottinn andar á þau. Sannlega mennirnir eru gras"</em>

Múrar hugarfarsins
Sá sem flytur til annars lands víkkar sjóndeildarhring sinn. Sama gildir um þann sem tekur opnum sem flytjast í heimabyggð hans örmum þeim. Fólk af erlendum uppruna hefur um langt skeið flust hingað til lands og mikill meirihluti þess hefur auðgað þjóðina með vinnu sinni og framlagi til samfélagsins.

Fimbulfambað um ríkisútvarp
Hér er fjallað um sjálfhverfa fjölmiðla, umræður um ríkisútvarp þar sem allir töluðu í kross, fund Davíðs með Colin Powell og minnst á nýútkomna bók Halldórs Guðmundssonar um HKL

Reiðareksmenn
Málflutningi reiðareksmanna má lýsa svona: í fyrsta lagi er hitastig ekkert að hækka; í öðru lagi er það gott að hitastig sé að hækka… í þriðja lagi er of seint að gera nokkuð við því að hitastig sé að hækka…

Gerðardómurinn var óhjákvæmilegur
Enn hafa samninganefndir kennara og sveitarfélaga nokkurra daga frest til að ljúka vinnudeilunni með frjálsum samningi áður en gerðardómurinn tekur til starfa. Þeir eiga að reyna það af fremsta megni. Báðir deilendur verða þá að teygja sig eins langt í samkomulagsátt og nokkur möguleiki er á.

Upphaf endaloka Reykjavíkurlistans
Reykvíkingum þykir vænt um borgarstjóraembættið, kunna því illa að það sé rýrt að innihaldi og reisn, og munu ekki þola að það gangi kaupum og sölum. Við brottför Davíðs hófst endalaus vandræðagangur í liði Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaskýrendur segja að Halldór Ásgrímsson hafi látið þau boð út ganga að nú skuli borgin hætta að ala upp framtíðarforingja fyrir Samfylkinguna. </font /></font /></b /></b />

Guðrún, Ólína, Dagur og Siggi
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag eru Guðrún Helgadóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Dagur B. Eggertsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Herdís Egilsdóttir, Árni Gunnarsson...

Tómlegt um að litast í Arafatlandi
Undir heimastjórninni ríkti andrúmsloft samsæris sem Arafat nærðist á. Óskaplegar fjárhæðir hafa horfið. Ali Baba hafði 40 þjófa - Arafat 400. Hann var enginn palestínskur Mandela...

Tjaldað til loka kjörtímabils
Einfaldasta skýringin á því að þessir flokkar gátu fallist á Steinunni Valdísi sem borgarstjóra liggur þá í því að menn telja hana nægjanlega burðuga til að valda starfinu, en ólíklega eða ólíklegri en þá Stefán Jón og Dag B. Eggertsson til að nýta sér ljómann og áhrif borgarstjóraembættisins sem frambjóðandi og foringi fyrir Samfylkinguna.