Guðrún, Ólína, Dagur og Siggi 12. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu.