Samhengi hlutanna 13. október 2005 15:02 Nú er búið að tilkynna að skattar verði lækkaðir. Þá eigum við öll að verða voðakát. Mér finnst rétt að lækka skatta hjá fólki sem hefur lægstu launin og reyndar ósvinna að það fólk borgi skatta núna. Ég sé hins vegar enga ástæðu til að lækka skatta hjá öðrum. Réttara er að útvega framhaldsskólunum og háskólunum næga fjármuni til að þeir geti tekið við öllum þeim sem vilja stunda þar nám. Í sumar bárust þær fréttir að vegna fjárskorts gætu framhaldsskólarnir ekki tekið við öllum nemendum sem sóttu þar um. Því var snarlega bjargað og fjármunir útvegaðir. Það fór hins vegar ekki eins hátt að einungis var hægt að taka við þeim sem voru að útskrifast úr grunnskóla, ekki hinum sem af einhverjum ástæðum höfðu einhvern tímann hætt námi. Samt þykjast stjórnmálamenn á tyllidögum hafa áhyggjur af brottfalli úr skóla. Ný hagfræðikenning hefur verið sett fram í tilefni skattalækkananna. Hún er sú að á þenslutímum verði að draga saman seglin og þess vegna þurfi að lækka skatta, vegna þess að annars eyði ríkissjóður alltof miklum peningum. Ríkssjóður eyðir nefnilega alltaf öllum þeim peningum sem koma inn, varla annað að heyra. Svei mér þá ef það er ekki varaformaður fjárlaganefndar Alþingis sem heldur fram þessari nýju hagfræði. Það er naumast að hann treystir þeim vel sem fara með fjármál ríkisins, en mann á kannski ekki að undra skoðun þingmannsins. Okkur hefur verið sagt nokkur ár í röð að reksturinn á ríkissjóði sé mjög aðhaldssamur og samþykkt eru fjárlög sem eiga að skila afgangi. Það er ekki talað jafnhátt um ríkisreikninginn sem kemur árum seinna og þá kemur alltaf í ljós að ríkissjóður var rekinn með halla. Ríksendurskoðun skrifar skýrslu um slælegan rekstur á ríkissjóði og ráðamenn segja að hún sé misskilningur frá upphafi til enda. Það eru alltaf allir að misskilja allt í þessu þjóðfélagi, nema ráðamennirnir. Grunnskólakennarar fengu að því er virðist bærilega launahækkun. Ekki veitti af. Fyrir allmörgum árum var kennaranám fært af framhaldsskólastigi yfir á háskólastig. Því hlaut að fylgja að grunnskólakennarar gerðu kröfur um að fá laun sem hægt er að bera saman við laun annarra með sambærilega menntun. Það virðist þó síður en svo hafa legið í augum uppi. Allavega þurftu grunnskólakennararnir að leggja meira á sig en margar aðrar stéttir til að ná sínu fram, líklegast er það vegna þess að stéttin er kvennastétt og konur eru seinþreyttari til vandræða í þessum efnum en karlar. En það er samhengi í hlutunum, þó menn vilji ekki horfast í augu við það, og því hlaut að koma að því að kennarar heimtuðu sitt. Atvinnustefnan í landinu byggist fyrst og fremst á stóriðju. Kárahnjúkana þarf ekki að tala um. Varla líður sú vika að ekki berist tíðindi úr einhverju sveitarfélagi þar sem forsvarsmenn telja auðsætt að næsta stóriðjuframkvæmd verði heima hjá þeim. Stóriðju fylgja láglaunastörf. Kannski er þrátt fyrir allt eitthvert samhengi í þessu öllu hjá ráðamönnum. Við þurfum ekki vel menntaða kennara og við þurfum ekki peninga í framhaldsskólana eða háskólana vegna þess að við erum að byggja upp þjóðfélag þar sem vinnuaflið þarf frekar litla menntun en mikla. Við lækkum skattana og komum upp einkareknum skólum og einkareknum sjúkrahúsum — þeir sem vilja læra geta bara borgað fyrir sig sjálfir og þeir sem verða veikir geta líka borgað. Við þurfum enga stóra sameiginlega sjóði til að standa undir því, vegna þess að stjórnmálamönnunum er ekki treystandi. Þeir eyða alltaf öllu sem þeir komast yfir. Svona skil ég nýju hagfræðina og samhengið í gerðum ráðamanna þjóðarinnar. Það verður aldeilis gaman að eiga heima hérna eftir tuttugu ár, þegar mennta- og atvinnustefnan hefur skilað sér til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Nú er búið að tilkynna að skattar verði lækkaðir. Þá eigum við öll að verða voðakát. Mér finnst rétt að lækka skatta hjá fólki sem hefur lægstu launin og reyndar ósvinna að það fólk borgi skatta núna. Ég sé hins vegar enga ástæðu til að lækka skatta hjá öðrum. Réttara er að útvega framhaldsskólunum og háskólunum næga fjármuni til að þeir geti tekið við öllum þeim sem vilja stunda þar nám. Í sumar bárust þær fréttir að vegna fjárskorts gætu framhaldsskólarnir ekki tekið við öllum nemendum sem sóttu þar um. Því var snarlega bjargað og fjármunir útvegaðir. Það fór hins vegar ekki eins hátt að einungis var hægt að taka við þeim sem voru að útskrifast úr grunnskóla, ekki hinum sem af einhverjum ástæðum höfðu einhvern tímann hætt námi. Samt þykjast stjórnmálamenn á tyllidögum hafa áhyggjur af brottfalli úr skóla. Ný hagfræðikenning hefur verið sett fram í tilefni skattalækkananna. Hún er sú að á þenslutímum verði að draga saman seglin og þess vegna þurfi að lækka skatta, vegna þess að annars eyði ríkissjóður alltof miklum peningum. Ríkssjóður eyðir nefnilega alltaf öllum þeim peningum sem koma inn, varla annað að heyra. Svei mér þá ef það er ekki varaformaður fjárlaganefndar Alþingis sem heldur fram þessari nýju hagfræði. Það er naumast að hann treystir þeim vel sem fara með fjármál ríkisins, en mann á kannski ekki að undra skoðun þingmannsins. Okkur hefur verið sagt nokkur ár í röð að reksturinn á ríkissjóði sé mjög aðhaldssamur og samþykkt eru fjárlög sem eiga að skila afgangi. Það er ekki talað jafnhátt um ríkisreikninginn sem kemur árum seinna og þá kemur alltaf í ljós að ríkissjóður var rekinn með halla. Ríksendurskoðun skrifar skýrslu um slælegan rekstur á ríkissjóði og ráðamenn segja að hún sé misskilningur frá upphafi til enda. Það eru alltaf allir að misskilja allt í þessu þjóðfélagi, nema ráðamennirnir. Grunnskólakennarar fengu að því er virðist bærilega launahækkun. Ekki veitti af. Fyrir allmörgum árum var kennaranám fært af framhaldsskólastigi yfir á háskólastig. Því hlaut að fylgja að grunnskólakennarar gerðu kröfur um að fá laun sem hægt er að bera saman við laun annarra með sambærilega menntun. Það virðist þó síður en svo hafa legið í augum uppi. Allavega þurftu grunnskólakennararnir að leggja meira á sig en margar aðrar stéttir til að ná sínu fram, líklegast er það vegna þess að stéttin er kvennastétt og konur eru seinþreyttari til vandræða í þessum efnum en karlar. En það er samhengi í hlutunum, þó menn vilji ekki horfast í augu við það, og því hlaut að koma að því að kennarar heimtuðu sitt. Atvinnustefnan í landinu byggist fyrst og fremst á stóriðju. Kárahnjúkana þarf ekki að tala um. Varla líður sú vika að ekki berist tíðindi úr einhverju sveitarfélagi þar sem forsvarsmenn telja auðsætt að næsta stóriðjuframkvæmd verði heima hjá þeim. Stóriðju fylgja láglaunastörf. Kannski er þrátt fyrir allt eitthvert samhengi í þessu öllu hjá ráðamönnum. Við þurfum ekki vel menntaða kennara og við þurfum ekki peninga í framhaldsskólana eða háskólana vegna þess að við erum að byggja upp þjóðfélag þar sem vinnuaflið þarf frekar litla menntun en mikla. Við lækkum skattana og komum upp einkareknum skólum og einkareknum sjúkrahúsum — þeir sem vilja læra geta bara borgað fyrir sig sjálfir og þeir sem verða veikir geta líka borgað. Við þurfum enga stóra sameiginlega sjóði til að standa undir því, vegna þess að stjórnmálamönnunum er ekki treystandi. Þeir eyða alltaf öllu sem þeir komast yfir. Svona skil ég nýju hagfræðina og samhengið í gerðum ráðamanna þjóðarinnar. Það verður aldeilis gaman að eiga heima hérna eftir tuttugu ár, þegar mennta- og atvinnustefnan hefur skilað sér til fulls.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun