Bíó og sjónvarp

Fremur sjálfsvíg

Elísabet Englandsdrottning fremur sjálfsvíg í nýjum þætti bandarísku teiknimyndaseríunnar South Park. Í þættinum er gert grín að spennumyndaflokknum 24, þar sem Bretar eru sagðir standa á bak við áform um að taka yfir Bandaríkin. Þegar áformin ganga úr skaftinu stingur drottningin byssu í munninn á sér og skýtur sig.

Bíó og sjónvarp

Indjáninn á hvíta tjaldið

Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær.

Bíó og sjónvarp

Laddi í staðinn fyrir Gretti

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær þurfti Borgarleikhúsið að fresta frumsýningu söngleiksins Grettis vegna forfalla Halldórs Gylfasonar. Aðstandendur afmælissýningar Ladda gripu gæsina og bættu við sýningu í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn en hún hefur gengið fyrir fullu húsi svo vikum skiptir.

Bíó og sjónvarp

Borat á DVD

Senu hafa borist allmörg símtöl síðustu daga vegna útgáfu Borat á DVD. Þannig vill til að Borat DVD diskurinn, þ.e. límiðinn á disknum sjálfum gefur til kynna að diskurinn sé "kópering" eða skrifaður í tölvu.

Bíó og sjónvarp

Af innrásum og útrásum

Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk.

Bíó og sjónvarp

Meiddist við eins metra fall

Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag.

Bíó og sjónvarp

Draumalandið - ein stjarna

Sumar leiksýningar bera þess merki að aðstandendur þeirra treysta ekki sögunni eða efnivið þeirra og reiða sig því á galdra leikhússins til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Sýningin Draumalandið er lituð af því gagnstæða því einmitt þar er líkt og aðstandendurnir treysti ekki leikhúsmiðlinum til að koma boðskap sínum til fólksins.

Bíó og sjónvarp

Fjórar skjaldbökur sigra 300 Spartverja

Nýjasta kvikmyndin um stökkbreytu skjaldbökurnar Leonardo, Donatello, Rafael og Michaelangelo sem margir kannast við frá fornu fari velti 300 Spartverjum úr sessi sem vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina. Nýja myndin TMNT, Teenage Mutant Ninja Turtles halaði inn ríflega 25 milljónir dollara um helgina á meðan 300 halaði inn rúmar 20. Miðar á 300 hafa selst fyrir samtals 163 milljónir dollara síðan sýningar á henni hófust. Báðar myndirnar eru gefnar út af Warner Bros fyrirtækinu og því má ætla að menn séu nokkuð sáttir við helgina þar á bæ.

Bíó og sjónvarp

Epli og eikur hjá Hugleik

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir í kvöld nýtt leikrit eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Verkið Epli og eikur er gamanleikur með söngvum sem fjallar um ástir og áhugamál nokkurra einstaklinga sem tengjast ýmsum böndum.

Bíó og sjónvarp

Leikhúsleikurslær í gegn

Leikhúsleikur Café Oliver og leikhus.is hefur heldur betur slegið í gegn en nú eru síðustu forvöð að taka þátt. Að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Oliver, hafa 2.300 manns sótt vefinn á undanförnum sex dögum og tekið þátt. „Þetta er framar björtustu vonum hjá okkur en sýnir líka glöggt hversu mikill markaður er fyrir að færa leikhúsið nær almenningi,“ útskýrir Arnar.

Bíó og sjónvarp

Hvíta tjaldið er líka strigi

Ef þú heyrir leikstjóra biðja um einfætta konu, apa og skógarhöggsmann fyrir sömu senuna er líklegt að eftirnafnið hans sé Lynch. Nafn hans er tengt við furður á hvíta tjaldinu, sérvisku af öllu tagi og ímyndunarafl sem sveigir flest frásagnarlögmál.

Bíó og sjónvarp

Neyðin kennir nöktum

Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð.

Bíó og sjónvarp

Löggur í vanda

Kvikmyndin Chaos verður frumsýnd í Laugarásbíói um helgina en hún segir frá reynsluboltanum Quentin Connors sem tekur fram skjöldinn og byssuna á nýjan leik til að eltast við klókan og miskunnarlausan bankaræningja.

Bíó og sjónvarp

Veggspjöld tekin niður

Framleiðendur hryllingsmyndarinnar Captivity hafa neyðst til að taka niður auglýsingaveggspjöld í New York og Los Angeles. Kvartanir bárust yfir því að sjá myndir af pyntingum og dauða ungra kvenna úti um allan bæ. 24-stjarnan Elisha Cuthbert leikur aðalhlutverkið í þessari nýjustu kvikmynd Rolands Jaffe.

Bíó og sjónvarp

Soderbergh á nýjum slóðum

Kvikmyndin The Good German verður frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn en hún segir frá dularfullu morði í Þýskalandi þegar landið er að jafna sig eftir ósigur nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Bíó og sjónvarp

Ástir töframanns

Græna ljósið tekur til sýninga kvikmyndina The Illusionist um helgina en hún segir frá töframanninum Eisenheim sem lendir í útistöðum við Leopold krónprins í Vín og lögregluyfirvöld.

Bíó og sjónvarp

Heimildarmynd um Thatcher í bígerð

Verið er að undirbúa heimildarmynd um fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, og aðkomu hennar að aðdraganda Falklandseyjastríðsins árið 1982. Það eru BBC films og Pathe sem vinna að gerð handrits heimildarmyndarinnar.

Bíó og sjónvarp

Mynd um Tinna

Kvikmyndaframleiðandinn Dreamworks, sem er m.a. í eigu Stevens Spielberg, ætlar að gera að minnsta kosti eina kvikmynd um belgísku teiknimyndahetjuna Tinna. Er fyrsta myndin væntanleg í kvikmyndahús eftir um það bil tvö ár.

Bíó og sjónvarp

Grín að stórmyndum

Fjórir munaðarleysingjar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa komist í hann krappan fara í heimsókn til súkkulaðiframleiðandans Willy. Þar komast þau á snoðir um dularfullar dyr sem flytja þau til Gnarníu en þar hefur hinn illa hvíta tík lagt álög á íbúa héraðsins. Fjórmenningarnir taka því höndum saman og berjast gegn henni.

Bíó og sjónvarp

Remba í Reykjavík

Gamanleikurinn Remba sem hefur glatt geð manna á Laugum í Reykjadal nú um nokkurt skeið verður sýndur af leikflokknum Vönum mönnum í Reykjavík föstudags- og laugardagskvöld og er enn einhver von um að fá megi miða á sýninguna á Cafe Rósenberg í Reykjavík.

Bíó og sjónvarp

Píkusögur í öllum fjórðungum

V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum.

Bíó og sjónvarp

Kvikmyndaveisla í stofunni

Græna ljósið og SkjáBíó efna til mikillar veislu heima í stofu fyrir áskrifendur Skjásins. Kvikmyndaveislan hefst í dag með sýningu írönsku kvikmyndarinnar Offside en hún hlaut Silfurbjörninn í Berlín í fyrra.

Bíó og sjónvarp

Orrustan sem bjargaði Evrópu

Kvikmyndin 300 sló í gegn um síðustu helgi í Bandaríkjunum og er þegar farið að tala um metaðsókn. Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina en bardaginn við Laugarskörð hefur sjaldan eða aldrei birst jafn ljóslifandi á hvíta tjaldinu og nú.

Bíó og sjónvarp

Dean og Rússarnir

Fjalakötturinn heldur áfram veglegri dagskrá sinni í Tjarnarbíói. Kvikmyndaklúbburinn hyggst sýna allar þrjár myndir bandaríska eðaltöffarans James Dean en þetta eru Austur við Eden, Syndir feðranna og Risinn. Sýningarnar í Tjarnarbíói verða 17., 18. og 19. mars en áhorfendum gefst einnig kostur á að sjá heimildarmyndina Forever Young sem gerð var fyrir tveimur árum.

Bíó og sjónvarp

300 setti met

Epíska stríðsmyndin 300 náði inn tæpum 4,7 milljörðum króna á sinni fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum, sem er met fyrir frumsýndar myndir í mars þar í landi.

Bíó og sjónvarp

Glíma Sæmundar og kölska

Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld.

Bíó og sjónvarp