Töffari án bílprófs 11. júlí 2007 00:15 Vignir Rafn Valþórsson Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Vignir Rafn Valþórsson sem situr fyrir svörum. Aldur: 28 ára. Draumahlutverkið: Fjallkonan 17. júní. Bókin á náttborðinu: Ævisaga Davíðs Oddssonar og ævisaga Charles Bukowsky. Hvíta tjaldið eða leiksviðið: Bæði í einu. Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist: Kennurunum mínum í menntaskóla fyrir að hafa ekki getað haldið mér yfir bókunum. Besta æskuminningin: Sitja við skítalækinn í Fossvogsdal að reykja njóla. Þú sérð gamla konu missa 5.000 kall. Hvað gerir þú? Hleyp á eftir henni með peninginn, að sjálfsögðu. Sáttur við nýju ríkisstjórnina? Ég er sáttur með að það sé komin ný ríkisstjórn. Myndir þú koma nakinn fram? Já, ekki spurning. Þú ert seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu? Ég keyri yfir, því ég væri hvort sem er að brjóta lögin. Ég er ekki með bílpróf. Hefur þú kysst einhvern af sama kyni? Já. Versta starf sem þú hefur unnið? Þegar ég var tvo daga í byggingarvinnu, verst í heimi að sópa ryki ofan í kjallara. Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Rithöfundinn Hunter S. Thompson. Ef þú værir einn í heiminum, hvað myndir þú gera? Ætli ég myndi ekki fara á barinn. Hað þarf mörg hrísgrjón til að mynda hrúgu? Tvö. Hver er besta vídeóleigan? Krambúðin, hún er svo ódýr. Hvernig týpa ertu? Góðhjartaður en hrokafullur töffari. Tengdar fréttir Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. 9. júlí 2007 07:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Vignir Rafn Valþórsson sem situr fyrir svörum. Aldur: 28 ára. Draumahlutverkið: Fjallkonan 17. júní. Bókin á náttborðinu: Ævisaga Davíðs Oddssonar og ævisaga Charles Bukowsky. Hvíta tjaldið eða leiksviðið: Bæði í einu. Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist: Kennurunum mínum í menntaskóla fyrir að hafa ekki getað haldið mér yfir bókunum. Besta æskuminningin: Sitja við skítalækinn í Fossvogsdal að reykja njóla. Þú sérð gamla konu missa 5.000 kall. Hvað gerir þú? Hleyp á eftir henni með peninginn, að sjálfsögðu. Sáttur við nýju ríkisstjórnina? Ég er sáttur með að það sé komin ný ríkisstjórn. Myndir þú koma nakinn fram? Já, ekki spurning. Þú ert seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu? Ég keyri yfir, því ég væri hvort sem er að brjóta lögin. Ég er ekki með bílpróf. Hefur þú kysst einhvern af sama kyni? Já. Versta starf sem þú hefur unnið? Þegar ég var tvo daga í byggingarvinnu, verst í heimi að sópa ryki ofan í kjallara. Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Rithöfundinn Hunter S. Thompson. Ef þú værir einn í heiminum, hvað myndir þú gera? Ætli ég myndi ekki fara á barinn. Hað þarf mörg hrísgrjón til að mynda hrúgu? Tvö. Hver er besta vídeóleigan? Krambúðin, hún er svo ódýr. Hvernig týpa ertu? Góðhjartaður en hrokafullur töffari.
Tengdar fréttir Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. 9. júlí 2007 07:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. 9. júlí 2007 07:00