U-beygja hjá Baltasar 6. júlí 2007 02:45 Baltasar Hyggst halda til Flateyjar og gera kvikmynd í gamansömum dúr. Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedding and a Funeral. Kvikmynd um alvöru fólk í gamansömum dúr," segir Baltasar sem var búinn að koma sér vel fyrir í sveitasælunni á Hofi við Höfðaströnd. Hann hyggst venda kvæði sínu í kross og leikstýra gamanmynd með blöndu af dramatík sem hefur fengið nafnið Brúðguminn. Myndin fjallar um miðaldra mann sem hyggst yngja aðeins upp og giftast tvítugri stúlku með kostulegum og grátbroslegum afleiðingum. Upphaflega stóð til að myndin yrði gerð eftir leikritinu Ívanov eftir Anton Tjekov en að sögn Baltasars þróaðist sú hugmynd frá leikritinu og varð að sjálfstæðri kvikmynd. Þeir Baltasar og Ólafur Egill Egilsson hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handritið og hefur sú vinna að mestu leyti farið fram á sveitabæ Baltasars, Hofi. „Ólafur er svo mikið borgarbarn að hann vissi varla hvar hann var á landinu," segir Baltasar og skellir uppúr. Að sögn Baltasars hefur þegar verið gengið frá ráðningu í öll helstu hlutverk en þau verða í höndum stórskotaliðs úr leikarastéttinni. Hilmir Snær Guðnason verður í hlutverki brúðgumans en meðal annarra leikara má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Laufeyju Elíasdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Þetta gæti verið þroskuð útgáfa af 101 Reykjavík og brúðguminn gæti vel verið Hlynur Björn," segir Baltasar. - Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedding and a Funeral. Kvikmynd um alvöru fólk í gamansömum dúr," segir Baltasar sem var búinn að koma sér vel fyrir í sveitasælunni á Hofi við Höfðaströnd. Hann hyggst venda kvæði sínu í kross og leikstýra gamanmynd með blöndu af dramatík sem hefur fengið nafnið Brúðguminn. Myndin fjallar um miðaldra mann sem hyggst yngja aðeins upp og giftast tvítugri stúlku með kostulegum og grátbroslegum afleiðingum. Upphaflega stóð til að myndin yrði gerð eftir leikritinu Ívanov eftir Anton Tjekov en að sögn Baltasars þróaðist sú hugmynd frá leikritinu og varð að sjálfstæðri kvikmynd. Þeir Baltasar og Ólafur Egill Egilsson hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handritið og hefur sú vinna að mestu leyti farið fram á sveitabæ Baltasars, Hofi. „Ólafur er svo mikið borgarbarn að hann vissi varla hvar hann var á landinu," segir Baltasar og skellir uppúr. Að sögn Baltasars hefur þegar verið gengið frá ráðningu í öll helstu hlutverk en þau verða í höndum stórskotaliðs úr leikarastéttinni. Hilmir Snær Guðnason verður í hlutverki brúðgumans en meðal annarra leikara má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Laufeyju Elíasdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Þetta gæti verið þroskuð útgáfa af 101 Reykjavík og brúðguminn gæti vel verið Hlynur Björn," segir Baltasar. -
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein