Lífið

„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“

„Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir.

Lífið

Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur

Brynjar Karl Sigurðsson körfuknattleiksþjálfari segist hafa verið hugrakkt kvíðabarn í æsku. Hann segir baráttu sína snúast um stelpurnar sem hann þjálfi, þeirri baráttu sé ekki lokið þó hún hafi haft sín áhrif á hann og hans fjölskyldu.

Lífið

Segir gott að elska Ara

Uppistandarinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Hrím, fagna í dag tveggja ára sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins deildu þau fallegum myndum af sér á samfélagsmiðlum.

Lífið

Ómót­stæði­legir pistasíu­molar undir á­hrifum frá Dúbaí

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Lífið

Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnar­hættir stór­veldis

Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu.

Lífið

Krakkarnir sjúkir í silfur­litað á ösku­daginn

Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu.

Lífið

Tjörnin trónir á toppnum

Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Menning

Rikki G skilar lyklunum að FM957

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

Lífið

Elísa­bet fær upp­reist æru

Innkaupapokinn er frekar látlaust heiti á tilfinningaþrungnu og litríku leikverki sem byggir á gömlu leikriti Elísabetar Jökulsdóttur – Mundu töfrana. Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni.

Gagnrýni

Dusta rykið af danssokkunum

„Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu.

Tónlist

Stór­myndir í út­rýmingar­hættu

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu.

Lífið

Ævintýrapar selur fal­lega fyrstu eign

Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir. 

Lífið

„Sam­band okkar hefur alltaf verið flókið“

„Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið

Var mjög heit fyrir lýtalækninum

„Ég elska að vera lengi að mála mig og hlusta á gellu hlaðvarp. Ég elska enn meira að fara í langa sjóðandi heita sturtu,“ segir Tara Sif Birgisdóttir, þjálfari, dansari og fasteignasali, sem lýsir sjálfri sér sem jákvæðri og hreinskilinni girly-girl.

Lífið

Eiður Smári og Halla Vil­hjálms í skíðaævintýri

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, er í skíðaferð í Sviss ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur Koppel, leikkonu og verðbréfamiðlara. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið að hittast undanfarið.

Lífið

Hefndi kossins með kossi

Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum.

Lífið