Umræðan

Hags­muna­á­rekstrar og traust fjár­festa á fjár­mála­fyrir­tæki

Andri Fannar Bergþórsson skrifar

Hagsmunir fjármálafyrirtækja sem veita fjárfestingarþjónustu og viðskiptavina þeirra geta skarast á ýmsan hátt. Þannig kann fyrirtæki að hafa hagsmuni af því að sem flestir viðskiptavinir þess sem eru með eignir í eignastýringu hjá því eigi viðskipti með hlutabréf eða skuldabréf sem það sjálft, eða aðili undir þess yfirráðum, hefur gefið út.

Umræðan

Lofts­lags­stefna Ís­lands er í ó­göngum

Albert Jónsson skrifar

Það hefur skort umræðu um hvaða áhrif og afleiðingar það hefur fyrir loftslagsstefnuna að Ísland er á allt öðrum stað en langflest önnur ríki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskapnum. Á Íslandi er hlutfallið með því hæsta sem þekkist í heiminum. Loftslagsstefnan kostar íslenskt samfélag – einstaklinga, ríkissjóð og fyrirtæki – þegar háar fjárhæðir, svo nemur mörgum milljörðum á ári. Kostnaðurinn á að óbreyttu eftir að hækka mikið.

Umræðan

Til­nefningar­nefndir kjósa ekki stjórn

Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar

Á undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð þróun á sviði tilnefningarnefnda á Íslandi. Reynslan er í flestum tilvikum góð en þó ekki án áskorana, eins og mátti búast við. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að nefndirnar hafi í reynd tekið yfir vald hluthafafundar til að velja stjórnir félaga. Mikilvægt er í því samhengi að huga að hlutverki tilnefningarnefnda.

Umræðan

Fjár­mála­þjónusta og reglu­verk í 150 ár

Heiðrún Jónsdóttir og Jóna Björk Guðnadóttir skrifar

SFF eru fylgjandi því að hér á landi starfi fjármálafyrirtækin undir alþjóðlega viðurkenndu regluverki sem stuðlar að heilbrigðu fjármálaumhverfi og byggir um leið undir traust á starfseminni. En það eru engin efnisleg rök fyrir því að við í okkar litla hagkerfi búum við þrengri og stífari reglur sem auka flækjustig og þannig frekari áhættu og kostnað við að veita landsmönnum trausta fjármálaþjónustu.

Umræðan

Skil­virkara CAPE-hlut­fall eftir fjölgun fé­laga í Úr­vals­vísi­tölunni

Brynjar Örn Ólafsson skrifar

Með aðstoð Kóða og Nasdaq hafa janúar- og febrúargildi CAPE og VH-hlutfallsins verið birt fyrir Úrvalsvísitöluna OMXI15. Við lokun viðskipta á síðasta viðskiptadegi febrúar endaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði, svonefnt CAPE-hlutfall, í tæplega 28 og hefur því lækkað lítillega frá áramótum. 

Umræðan

Er sam­fé­lags­á­byrgð tísku­bylgja?

Eyþór Jónsson skrifar

Ég heyrði áhrifamann í íslensku atvinnulífi halda erindi nýlega þar sem hann sagði að áherslan á samfélagsábyrgð hefði minnkað á undanförnum árum og bætti við að þessi „tískubylgja“ hefði nú þegar náð hámarki. Flestir í salnum virtust kinka kolli frekar en að malda í móinn. Það sem ég velti fyrir mér er hvort að þetta sé ráðandi viðhorf á Íslandi, að samfélagsábyrgð sé tískubylgja!

Umræðan

Ó­tíma­bær birting inn­herja­upp­lýsinga

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Pólitísk samstaða náðist nýlega á vettvangi Evrópusambandsins um aðgerðir sem ætlað er að skjóta styrkari stoðum undir evrópska verðbréfamarkaði sem hafa átt erfitt uppdráttar í samkeppni sinni við bandaríska markaði undanfarin ár.

Umræðan

Gervi­greind eða dauði?

Eyþór Jónsson skrifar

David R. Beatty, einn helsti sérfræðingur Kanadamanna um góða stjórnarhætti, hélt fyrirlestur hjá Akademias í vikunni. Hann var að ræða um mikilvægi þess að stjórnir fylgist með tækni og nýsköpun og nefndi þá sérstaklega sem dæmi gervigreind og tæki eins og chatGPT. David var ekkert að skafa utan af því frekar en fyrri daginn þegar hann sagði að annaðhvort myndu íslensk fyrirtæki tileinka sér þessa nýju tækni eða deyja!

Umræðan

Fara til­nefningar­nefndir með at­kvæðis­réttinn?

Harpa Jónsdóttir skrifar

Núverandi fyrirkomulag á starfi tilnefningarnefnda er til þess fallið að draga úr gagnsæi. Hluthafar fá ekki að vita hverjir bjóða sig fram og þess vegna er möguleiki hluthafa á að nýta atkvæðisréttinn og velja milli margra hæfra umsækjenda ekki lengur til staðar. Ég tel einsýnt að þetta fyrirkomulag þurfi að endurskoða.

Umræðan

Er við­snúningur á hús­næðis­markaði í kortunum?

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Um mitt ár 2022 hækkaði peningastefnunefnd vexti kröftuglega og þrengdi lánþegaskilyrði og óhætt er að segja að aðgerðirnar hafi slakað verulega á yfirspenntum húsnæðismarkaðnum. Árstaktur húsnæðisverðs að raunvirðir hrapaði úr 17% hækkun niður í 6% lækkun núna í haust. Undir lok síðasta árs komu hins vegar fram vísbendingar um viðsnúning og nýbirtar verðbólgutölur benda sterklega til að í janúar hafi raunverðslækkanakaflanum lokið, að minnsta kosti um stundar sakir.

Umræðan

Ríkið niður­greiðir starf­semi banda­rísks stór­fyrir­tækis

Erlendur Magnússon skrifar

Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi.

Umræðan

Sið­lausar bónusgreiðslur Skattsins

Erlendur Magnússon skrifar

Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur.

Umræðan

Að semj­a um laun­a­hækk­an­ir sem reyn­ast tál­sýn

Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Á hinum Norðurlöndunum er það viðurkennt að stjórnmálafólk skiptir sér ekki af kjaradeilum. Það hefur því miður ekki verið leiðarstef hérlendis og nýverið kallaði verkalýðsforkólfur fyrir opinbera starfsmenn eftir þjóðsátt meðal annars um fríar tannlækningar til að hægt verði að ná kjarasamningum. Og lét þar að sjálfsögðu ekki staðar numið um hvernig ætti að haga ríkisfjármálum.

Umræðan

Upp­bygging í ólgu­sjó á hluta­bréfa­markaði

Magnús Harðarson skrifar

Lengst af ársins 2023 var íslenskur hlutabréfamarkaður í ólgusjó. Þar skipti mestu máli hátt vaxtastig, knúið áfram af þrálátri verðbólgu og háum verðbólguvæntingum, sem var dragbítur á markaðinn. Þá bárust fréttir af stærstu skráðu félögunum sem fóru illa í fjárfesta. Áhyggjur af köldu efnahagslífi og heitum kjarasamningunum á næsta ári vofðu yfir markaðnum og alvarlegt stríðsástand í heiminum bætti ekki úr skák.

Umræðan

Heil­brigðis­vott­orð á fjár­mála­kerfið

Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Öllum er okkur hollt að fá reglulega utanaðkomandi aðila til að kanna hvort hlutirnir gangi fyrir sig eins og þeir eiga að gera, enda gests augað glöggt. Nokkrar slíkar úttektir sem snúa að íslensku fjármálakerfi voru framkvæmdar á árinu. Rauði þráðurinn í niðurstöðum þeirra er að þær breytingar sem gerðar hafi verið á umgjörð fjármálastarfsemi hér á landi undanfarin ár hafi reynst heillavænlegar. 

Umræðan

Að birta fjár­hags­upp­lýsingar á undan árs­reikningi

Baldur Thorlacius skrifar

Einn mikilvægasti tímapunkturinn í fjárfestatengslum skráðra félaga er þegar þau birta fjárhagsupplýsingar fyrir árið. Fjárfestar bíða í ofvæni eftir að sjá rekstrarniðurstöðu ársins dregna saman, með umfjöllun um helstu áhrifaþætti og jafnvel horfur á komandi misserum. Hér á landi hefur yfirleitt verið horft á birtingu fjárhagsupplýsinga og ársreikning sem sama hlutinn. Þannig er það samt ekki erlendis. 

Umræðan

Hluta­bréfa­markaðurinn í millibilsástandi

Brynjar Örn Ólafsson skrifar

Í nóvember hækkaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (svonefnt CAPE-hlutfall) í Kauphöllinni lítillega frá fyrri mánuði, og var 26,1 eftir að hafa verið 24,9 í lok október. Hækkunin stafar af hærra virði félaga að baki OMXI10-vísitölunnar fremur en lækkun hagnaðar. Til samanburðar er CAPE-hlutfallið fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P500 liðlega 31 um þessar mundir.  

Umræðan

Sam­skipti skráðra fé­laga við hlut­hafa: Vand­rataður vegur

Stefán Orri Ólafsson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðra og hreinskiptinna samtala á milli stjórnar félags og hluthafa þess. Slík samtöl hafa á undanförnum árum orðið snar þáttur í eigendastefnum fjárfesta, þá sér í lagi stofnanafjárfesta sem kjósa í auknum mæli að beita sér sem virkir hluthafar, auk þess að gagnast stjórnum félaga við að draga fram og öðlast skilning á sjónarmiðum ólíkra hluthafa.

Umræðan

Ríkis­skulda­bréf og Mark Twain

Guðlaugur Steinarr Gíslason skrifar

Ríkisskuldabréf flestra vestrænna landa hafa alla jafnan verið talin með öruggustu eignum í heimi. Þá hafa skuldabréf í mynt þar sem viðkomandi land hefur peningaprentunarvaldið almennt talist sérstaklega öruggur fjárfestingakostur. Það er vegna þess að ef ekki er afgangur af rekstri ríkissjóðs til afborgana þá mun seðlabanki landsins einfaldlega prenta peninga til þess að kaupa skuldabréfið til baka, ekki satt?

Umræðan

Bókun 35 – 101

Jóhannes Karl Sveinsson skrifar

Umræðurnar nú um bókun 35 eru ein birtingarmynd þessa vanda sem hefur verið til staðar lengi. Fljótt á litið er lagafrumvarpið nú einfaldlega að efna þrjátíu ára gamalt loforð. Það felur ekki í sér neinn undirlægjuhátt eða undanlátssemi, að minnsta kosti ekki umfram það sem orðið er, að sögn hæstaréttarlögmanns. Hvort staðan hafi verið metin rétt með tilliti til „stjórnarskrármálsins“ og raunverulegs vilja landsmanna þá eða nú í ljósi breyttra aðstæðna sé hins vegar önnur umræða.

Umræðan

Verðlagning hlutabréfa lækkaði á ný

Brynjar Örn Ólafsson skrifar

Í september lækkaði svonefndur hagsveifluleiðréttur hagnaður (CAPE) sem hlutfall af virði Úrvalsvísitölunnar í Kauphöllinni, eða úr 29,4 í 26,6, sem má rekja til liðlega níu prósenta lækkunar á hlutabréfaverði félaganna að baki vísitölunni.

Umræðan

Hefur lækkun banka­skatts skilað sér til neyt­enda og fyrir­tækja?

Yngvi Örn Kristinsson skrifar

Frægt er þegar Henry Kissinger utanríkisráðherra Nixons spurði Zhou Enlai kollega sinn í Kína hvaða áhrif franska byltingin hefði haft. Svar Zhou Enlai var að það væri of snemmt að segja til um það. Þetta hefur verið tekið sem dæmi um að Kínverjar hugsi til langs tíma. Reyndar hefur síðar komið ljós að líklega skildi Zhou Enlai spurninguna þannig að Kissinger væri að spyrja um stúdentauppreisnina 1968 en ekki stjórnarbyltinguna 1789. En sagan er góð.

Umræðan

Afturkippur í verðlagningu hlutabréfa

Brynjar Örn Ólafsson skrifar

Eftir að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar var byrjuð að vera betur verðlögð miðað við hagnað þeirra félaga sem standa að baki henni, borið saman við ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, þá hefur hún tekið afturkipp á síðustu tveimur mánuðum.  

Umræðan

Sam­keppnis­laga­brot skipa­fé­laganna, bóta­á­byrgð og evrópska skaða­bóta­til­skipunin

Eggert B. Ólafsson og Sveinn Andri Sveinsson skrifar

Það er ekki nóg að íslenskir ráðamenn fordæmi meint samkeppnislagabrot skipafélaganna, heldur þurfa þeir að sýna í verki að þeir taki hagsmuni neytanda og smærri fyrirtækja fram yfir hagsmuni stórfyrirtækjanna sem sífellt gerast brotleg við lög. Það verður helst gert með því eyða óvissu um réttarstöðu tjónþola í samkeppnislagabrotum og innleiða evrópsku skaðabótatilskipunina nr. 2014/104, að mati tveggja lögmanna.

Umræðan

Stafrænn minimalismi

Birna Íris Jónsdóttir skrifar

Við sem einstaklingar getum vissumlega tekið meiri ábyrgð í okkar stafrænu neyslu. Við getum eytt gömlum gögnum og öppum, tekið færri myndir, skráð okkur af ónauðsynlegum póstlistum, sætt okkur við gamla símann og gömlu tölvuna í nokkur ár í viðbót og fleira. Þessar aðgerðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líf okkar önnur en bara að minnka okkar stafræna kolefnisfótspor.

Umræðan

Að fá betra verð með því að bjóða betra verð

Baldur Thorlacius skrifar

Ágæt regla sem almennir fjárfestar geta tileinkað sér er að nota ekki svokölluð markaðstilboð við kaup og sölu nema að vel ígrunduðu máli, þar sem þau fela í sér að viðkomandi tekur hagstæðasta tilboði – sama hvaða verð eru í boði.

Umræðan

Stytt­um sum­ar­frí skól­a

Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Það þarf að lengja skólaárið. Sumarfrí nemenda eru of löng. Það liggur í augum uppi. Athygli vekur að enginn kennari hefur lýst því sjónarmiði yfir í fjölmiðlum eftir að fjallað var um rannsókn sýndi að nemendur sem höfðu lokið fjögurra ára framhaldsskólanámi stóðu sig betur við Háskóla Íslands en þeir sem lokið höfðu sama námi á þremur árum, eins og nú tíðkast.

Umræðan

Annan hring í hús­næðis­hring­ekjunni?

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Horft fram á við má ætla að til skamms tíma muni hátt vaxtastig halda markaðnum köldum og enn er útlit fyrir verðlækkanir, að minnsta kosti að raunvirði. Gífurleg fólksfjölgun setur hins vegar þrýsting á eftirspurnarhliðina og ef byggingageirinn bregst við hærri vöxtum með því að draga úr uppbyggingu er ljóst að við munum fara annan hring í húsnæðishringekjunni.

Umræðan