Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. Fótbolti 23.3.2025 22:16
Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Gísli Laxdal Unnarsson hefur yfirgefið Hlíðarenda og heldur heim á Skagann, þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið ÍA. Íslenski boltinn 23.3.2025 21:07
„Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. Fótbolti 23.3.2025 19:48
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Fótbolti 23.3.2025 19:09
„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. Fótbolti 23.3.2025 19:02
Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. Fótbolti 23.3.2025 15:32
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. Fótbolti 23.3.2025 17:49
Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði og lagði upp mark í 6-0 sigri Vålerenga gegn Kolbotn í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 23.3.2025 17:08
Alexandra lagði upp í frumrauninni Þrátt fyrir að vera 0-1 yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka tapaði Íslendingalið Kristianstad fyrir Djurgården, 2-1, í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 23.3.2025 16:15
Sex breytingar á byrjunarliðinu Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Tveir Skagamenn sem spila vanalega á miðjunni eru í vörninni. Fótbolti 23.3.2025 15:57
Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fjöldi Íslendinga er mættur til Murcia til að styðja karlalandsliðið í fótbolta í leiknum gegn Kósovó í dag. Fótbolti 23.3.2025 15:01
Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í seinni leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Leikið er í Murcia á Spáni. Fótbolti 23.3.2025 13:01
Cecilía varði víti Inter laut í lægra haldi fyrir Fiorentina, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vítaspyrnu í leiknum. Fótbolti 23.3.2025 13:24
Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Cristiano Ronaldo, markahæsta landsliðsmanni allra tíma, er alveg sama þótt Rasmus Højlund hafi hermt eftir einkennisfagni sínu í leik Danmerkur og Portúgals á dögunum. Fótbolti 23.3.2025 11:31
Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum. Fótbolti 23.3.2025 09:00
„Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson segir strákana okkar hafa nýtt síðustu tvo daga vel til að endurheimta orku fyrir seinni leikinn gegn Kósovó. Hann hlakkar til að sækja til sigurs með góðum stuðningi þeirra þúsund Íslendinga sem verða á vellinum. Fótbolti 22.3.2025 21:02
Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Noregur vann þægilegan 5-0 sigur gegn Moldavíu í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026. Fótbolti 22.3.2025 18:54
Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Vísir var með beina útsendingu klukkan hálf sex frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leik morgundagsins gegn Kósovó. Fótbolti 22.3.2025 17:01
„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin. Íslenski boltinn 22.3.2025 16:42
Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Valur varð í dag Lengjubikarmeistari karla eftir 2-3 sigur á Fylki á Würth vellinum í Árbænum í dag. Fylkismenn komust í 2-0 en Valsmenn sneru dæminu sér í vil. Íslenski boltinn 22.3.2025 16:22
Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar. Fótbolti 22.3.2025 16:13
Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Valur lenti 2-0 undir gegn Fylki í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta en kom til baka og vann 2-3 sigur í Árbænum. Íslenski boltinn 22.3.2025 13:15
Héldu hreinu gegn toppliðinu Brøndby gerði markalaust jafntefli við Fortuna Hjørring í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir stóð vaktina í vörn Brøndby. Fótbolti 22.3.2025 13:56
Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. Fótbolti 22.3.2025 11:02