Fréttir

Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi. Nái það fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot.

Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður
Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum.

Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta.

Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli
Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps.

Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið
Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu klukkan 13 í dag þar sem áhersla verður lögð á mikilvægi hafsins fyrir þjóðaröryggi Íslands.

Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt
Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg.

Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda ætti töluverðan herafla til Mið-Austurlanda. Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar loftárásir gegn Hútum í Jemen að undanförnu og þá hefur spenna milli ríkisstjórnar Donalds Trump og klerkastjórnarinnar í Íran.

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann.

Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut
Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt.

Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó
Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á Reykjanesi en virknin í eldgosinu sem hófst í gærmorgun datt alveg niður síðdegis og hefur það ekki látið á sér kræla á ný.

Af neyðarstigi og á hættustig
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi
Umráðamaður hunds á Norðausturlandi hefur verið sektaður um 48 þúsund krónur fyrir að hafa beitt gæludýri sínu harðýðgi í vitna viðurvist. Hann hafi með þessu brotið dýravelferðarlög og því hlotið stjórnvaldssekt.

„Þetta er bara brandarakvöld“
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni.

Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri
Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna.

Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar
Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára.

Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands
Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar.

Lést í umferðarslysi við Álfabakka
Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands
Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna.

Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna
Dómari sem studdur var af Demókrataflokknum bar sigur úr býtum í kosningu um sæti í hæstarétti Wisconsin í gær. Þar sigraði Susan Crawford annan dómara sem studdur var af Donald Trump, forseta, og Elon Musk, auðugasta manni heims sem varði milljónum dala í kosningarnar.

„Auðvitað lét ég hann heyra það“
Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar.

Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug
Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar.

Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi
Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem 27 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi.

Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet
Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur.

Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið
Síðasta lægðin í bili gengur nú norður yfir landið og hefur snjóað eða rignt frá henni í flestum landshlutum í nótt.

Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um tvo menn að stela í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar starfsmenn verslunarinnar hafi haft afskipti af þeim réðust mennirnir á starfsmennina og höfðu í hótunum.

Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu
Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt.

Skipað í nýja Grindavíkurnefnd
Skipað hefur verið að nýju í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór Sigurðsson sendiherra gegnir áfram formennsku.

Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í borgarstjórn samkvæmt nýrri könnun Gallup, og mælist með þriðjungsfylgi. Flokkur fólksins dettur út miðað við könnunina og Framsókn helst rétt svo inni.

Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað
Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.

Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun
Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar.