Fréttir Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því í gær að enn væri verið að fara yfir milljónir skjala af Epstein-skjölunum svokölluðu. Rúmar tvær vikur eru síðan ráðuneytið átti að birta öll gögnin en búið er að birta innan við eitt prósent af öllum skjölunum. Erlent 6.1.2026 14:10 Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra. Erlent 6.1.2026 13:30 „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði ein í framboði til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Leiðtogaprófkjör var fyrirhugað 24. janúar en nú lítur út fyrir að ekkert verði af því. Innlent 6.1.2026 13:09 Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag. Innlent 6.1.2026 13:06 Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista. Innlent 6.1.2026 12:53 Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. Innlent 6.1.2026 12:37 Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Í hádegisfréttum fjöllum við um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í borginni en nú stefnir allt í að ekkert verði af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri. Innlent 6.1.2026 12:23 Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. Erlent 6.1.2026 12:19 „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún. Innlent 6.1.2026 12:13 Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Innlent 6.1.2026 11:59 Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum. Innlent 6.1.2026 11:38 Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Innlent 6.1.2026 11:23 Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist ætla að snúa aftur til landsins eins fljótt og henni er auðið. Hún segist einnig vilja afhenda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í fyrra. Trump hefur sagt að hún njóti ekki nægilegrar virðingar til að stýra Venesúela eftir að hann lét nema Nicolás Maduro, forseta, á brott á dögunum. Erlent 6.1.2026 11:21 Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Svissneski skemmtistaðurinn sem varð alelda á nýársnótt með þeim afleiðingum að fjörutíu manns létust og fjöldi særðist alvarlega hafði ekki verið skoðaður af eftirlitsmönnum í fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var vegna málsins en þar var tilkynnt að skemmtiblys verði bönnuð með öllu á næturklúbbum í Sviss. Erlent 6.1.2026 11:19 Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02 Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Innlent 6.1.2026 10:23 Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Innlent 6.1.2026 10:20 Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. Erlent 6.1.2026 10:02 „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að bjóða sig fram sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist munu styðja Hildi Björnsdóttur sem oddvita. Innlent 6.1.2026 09:58 Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. Innlent 6.1.2026 09:08 Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Chrystia Freeland, fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra Kanada, hefur ráðið sig sem ólaunaðan efnahagsráðgjafa Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu. Hún tilkynnti í gær að hún ætlaði að segja af sér þingmennsku til þess að sinna ráðgjafastarfinu. Erlent 6.1.2026 08:58 Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55 Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala. Innlent 6.1.2026 08:32 Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Það var nokkuð óvenjuleg sjón sem blasti við dönskum lögreglumönnum þegar þeir gerðu húsleit á heimili 58 ára gamallar konu í Ribe á Jótlandi í desember. Í húsinu hélt konan fleiri en fimmtíu hunda sem er langt umfram það sem lög heimila í Danmörku. Þar að auki þóttu aðstæður dýranna ekki viðunandi og hefur síðan þurft að lóga nokkrum hundanna. Erlent 6.1.2026 07:53 Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. Erlent 6.1.2026 07:43 Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Íslenskur fjárfestir stendur nú í óvenjulegri skilnaðardeilu fyrir hæstarétti í Bretlandi þar sem WhatsApp-skilaboð kunna að ráða úrslitum um eignarhald á lúxusfasteign. Innlent 6.1.2026 07:30 Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hæðarhryggur, sem hefur legið yfir landinu undanfarið, heldur enn velli þó lægðir sæki að. Gera má ráð fyrir fremur hægri norðan- og norðaustanátt og dálitlum éljum fram eftir morgni, en léttskýjuðu á Suður- og Vesturlandi. Veður 6.1.2026 07:16 Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir. Innlent 6.1.2026 07:07 „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. Innlent 6.1.2026 07:00 Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. Innlent 6.1.2026 06:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því í gær að enn væri verið að fara yfir milljónir skjala af Epstein-skjölunum svokölluðu. Rúmar tvær vikur eru síðan ráðuneytið átti að birta öll gögnin en búið er að birta innan við eitt prósent af öllum skjölunum. Erlent 6.1.2026 14:10
Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra. Erlent 6.1.2026 13:30
„Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði ein í framboði til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Leiðtogaprófkjör var fyrirhugað 24. janúar en nú lítur út fyrir að ekkert verði af því. Innlent 6.1.2026 13:09
Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag. Innlent 6.1.2026 13:06
Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista. Innlent 6.1.2026 12:53
Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. Innlent 6.1.2026 12:37
Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Í hádegisfréttum fjöllum við um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í borginni en nú stefnir allt í að ekkert verði af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri. Innlent 6.1.2026 12:23
Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. Erlent 6.1.2026 12:19
„Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún. Innlent 6.1.2026 12:13
Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Innlent 6.1.2026 11:59
Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum. Innlent 6.1.2026 11:38
Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Innlent 6.1.2026 11:23
Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist ætla að snúa aftur til landsins eins fljótt og henni er auðið. Hún segist einnig vilja afhenda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í fyrra. Trump hefur sagt að hún njóti ekki nægilegrar virðingar til að stýra Venesúela eftir að hann lét nema Nicolás Maduro, forseta, á brott á dögunum. Erlent 6.1.2026 11:21
Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Svissneski skemmtistaðurinn sem varð alelda á nýársnótt með þeim afleiðingum að fjörutíu manns létust og fjöldi særðist alvarlega hafði ekki verið skoðaður af eftirlitsmönnum í fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var vegna málsins en þar var tilkynnt að skemmtiblys verði bönnuð með öllu á næturklúbbum í Sviss. Erlent 6.1.2026 11:19
Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6.1.2026 11:02
Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Innlent 6.1.2026 10:23
Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Innlent 6.1.2026 10:20
Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. Erlent 6.1.2026 10:02
„Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að bjóða sig fram sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist munu styðja Hildi Björnsdóttur sem oddvita. Innlent 6.1.2026 09:58
Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. Innlent 6.1.2026 09:08
Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Chrystia Freeland, fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra Kanada, hefur ráðið sig sem ólaunaðan efnahagsráðgjafa Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu. Hún tilkynnti í gær að hún ætlaði að segja af sér þingmennsku til þess að sinna ráðgjafastarfinu. Erlent 6.1.2026 08:58
Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55
Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala. Innlent 6.1.2026 08:32
Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Það var nokkuð óvenjuleg sjón sem blasti við dönskum lögreglumönnum þegar þeir gerðu húsleit á heimili 58 ára gamallar konu í Ribe á Jótlandi í desember. Í húsinu hélt konan fleiri en fimmtíu hunda sem er langt umfram það sem lög heimila í Danmörku. Þar að auki þóttu aðstæður dýranna ekki viðunandi og hefur síðan þurft að lóga nokkrum hundanna. Erlent 6.1.2026 07:53
Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. Erlent 6.1.2026 07:43
Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Íslenskur fjárfestir stendur nú í óvenjulegri skilnaðardeilu fyrir hæstarétti í Bretlandi þar sem WhatsApp-skilaboð kunna að ráða úrslitum um eignarhald á lúxusfasteign. Innlent 6.1.2026 07:30
Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hæðarhryggur, sem hefur legið yfir landinu undanfarið, heldur enn velli þó lægðir sæki að. Gera má ráð fyrir fremur hægri norðan- og norðaustanátt og dálitlum éljum fram eftir morgni, en léttskýjuðu á Suður- og Vesturlandi. Veður 6.1.2026 07:16
Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir. Innlent 6.1.2026 07:07
„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. Innlent 6.1.2026 07:00
Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. Innlent 6.1.2026 06:55