Fréttir

Drónaumferð við her­stöð í Belgíu

Tvö kvöld í röð hafa drónar sést fljúga yfir herstöð í norðurhluta Belgíu. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Fjöldi dróna hefur sést yfir evrópskum flugvöllum síðustu mánuði.

Erlent

Hvassast á Vest­fjörðum

Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind.

Veður

Allt í loft upp í Fær­eyjum vegna Suðureyjarganga

Samstaðan, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í Færeyjum í síðustu viku um veglínu Suðureyjarganga, virðist ekki eins víðtæk og ætla mátti. Náttúru- og umhverfissamtök hafa risið upp og mótmælt og íbúar Sandeyjar virðast afar ósáttir. Deildir flokkanna á Sandey leggjast hart gegn niðurstöðunni. Þá lýsa lykilmenn í efnahagsmálum eyjanna þeirri skoðun að jarðgöngin séu fjárhagslegt glapræði. Færeyingar muni ekki hafa ráð á göngunum.

Erlent

Níu í lífs­hættu eftir stunguárásina

Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær.

Erlent

Segir hernum að undir­búa á­rás á Nígeríu

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi.

Erlent

Kosningahugur í eig­endum frístundahúsa

Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu.

Innlent

Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fá­gætur gripur

Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu.

Innlent

Óttast að náms­braut verði undir verði af frum­varpinu

Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir.

Innlent

Kostnaður við stjórn­sýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið

Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði.

Innlent

Tveir fá heila­blóð­fall á hverjum degi á Ís­landi

Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins.

Innlent

Sendi síðasta bréfið degi áður en felli­bylurinn gekk yfir

Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á.

Innlent

Demó­kratar vilja yfir­heyra Andrew

Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna.

Erlent

Nokkrar milljónir horfnar á ör­fáum vikum

Steingrímur Óli Fossberg var lífsglaður og atorkusamur maður þar til spilafíkn tók yfir líf hans. Fíknin braut hann niður smátt og smátt, þar til ekkert var eftir nema skömm og vonleysi. Steingrímur svipti sig lífi á seinasta ári, 36 ára að aldri. Fjölskylda hans gagnrýnir harðlega úrræðaleysi hér á landi þegar kemur að málefnum spilafíkla.

Innlent

Léttir til suð­vestan­lands

Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands.

Veður

Til­kynnt um bíl fullan af flug­eldum

Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum.

Innlent

Enn stað­ráðin í að lenda geim­förum á tunglinu með Starship

Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021.

Erlent

Val­höll aug­lýst til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett höfuðstöðvar sínar, Valhöll við Háaleitisbraut, á sölu. Ekkert verð er gefið upp en tilboða óskað.

Innlent