Fréttir

Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu

Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara.

Erlent

Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast

Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016.

Erlent

Kerfið lúti stjórn öfga­manna

Reglugerðardrög matvælaráðherra um sjálfbæra landnýtingu hafa víðs vegar vakið upp hörð viðbrögð. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu alvarlegar athugasemdir við drögin í aðsendri grein í Bændablaðinu í gær. Sigmundur Davíð segir þetta aðför að íslenskum landbúnaði. 82 umsagnir bárust í samráðsgátt, en drögin hafa lokið umsagnarferli.

Innlent

„Ekki fleiri íbúafundi!“

Hundruð grindvískra barna komu saman á fundi í Laugardalshöll í dag, þar sem þau ræddu stöðu sína vegna jarðhræringanna við heimabæinn.

Innlent

Sviðnir og sótugir stólar eftir elds­voðann

Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum.

Innlent

Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu

Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu.

Innlent

Segir sveitar­fé­lögin ekki græða þrátt fyrir auka tíu milljarða

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjustu kjarasamningum hafa staðið einna mest í sveitarfélögunum en það verði útfært með ríkinu. Þrátt fyrir að samningarnir feli í sér tíu milljarða auka fyrir sveitarfélögin segir hún þau ekki hagnast sérstaklega frekar en aðrir.

Innlent

Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Ís­landi

Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun.

Innlent

Segjast styðja manninn sem hafi gripið til ör­þrifa­ráða

Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn.

Innlent

Aðgerðapakki stjórn­valda: Fríar skólamáltíðir, sér­stakur vaxtastuðningur og hærri barna­bætur

Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Innlent

Þetta eru lykil­at­riðin í nýjum kjara­samningi

Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár.

Innlent

Síðasta slátur­húsi Austur­lands lokað

Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík.

Innlent

Þriðja ferð Starship mögu­lega í næstu viku

Mögulegt er að starfsmenn SpaceX geri þriðju tilraun sína með geimskipið Starship í næstu viku. Fáist leyfi hjá þar til gerðum yfirvöldum og leyfi veður, stendur til að skjóta Starship á loft næsta fimmtudag.

Erlent

Sví­þjóð form­lega gengin í NATO

Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 

Erlent

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Innlent

Bein út­sending: Skrifað undir fjögurra ára kjara­samning

Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Innlent